Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 8
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR |
Misvísandi merkingar á göngu-
leiðum yfir götur geta valdið mis-
skilningi um hvort ökumaður eða
gangandi á réttinn, og þar með
aukið slysahættu. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu sem verk-
fræðistofan Mannvit vann fyrir
Vegagerð Íslands.
Ísland stendur hinum Norður-
löndunum að baki þegar kemur
að öryggi gangandi vegfarenda
í umferðinni, segir í skýrslunni.
Því sé rík ástæða til að skoða
nánar hvernig bæta megi öryggi
gangandi vegfarenda í um-
ferðinni.
Ríflega 60 prósent slysa þar sem
ekið er á gangandi vegfar endur
eiga sér stað þegar farið er yfir
götu. Í um þriðjungi tilvika verða
slysin á merktum gangbrautum.
Samkvæmt lögum eiga gang-
andi aðeins forgang þegar þeir fara
yfir götu á gangbrautarljósum, á
merktri gangbraut, eða þegar bílar
beygja þvert á gangandi umferð á
vegamótum. Rétt merking á gang-
braut er bæði merkingar í götu,
hvítar samhliða línur langsum á
vegi (sebrabraut) eða tvær rendur
þvert á götuna og gangbrautar-
merki báðum megin við götuna.
Mikið misræmi er í merkingum á
gönguleiðum yfir götur og ekki allt-
af augljóst hver á réttinn. Í sumum
tilvikum virðist réttur gangandi
skýr við fyrstu sýn, en skortur á
merkingum þýðir að réttur þeirra
er enginn.
Þetta á til dæmis við þegar gang-
stéttir eða göngustígar liggja að
upphækkun eða þrengingu þar
sem eðlilegt er að fara yfir götuna,
en engin gangbrautarmerki eru til
staðar. Við slíkar aðstæður er skilj-
anlegt að gangandi haldi að hann
eigi forgang, segir í skýrslunni.
Þar segir að einfalt sé að koma
í veg fyrir óvissuna með því að
merkja gangbrautir rétt, með merk-
ingum í götu og umferðarskiltum.
Í skýrslunni er tekið fram að
stjórnvöld ættu að íhuga að breyta
lögum þannig að einu réttu götu-
merkingarnar fyrir gangbraut
séu sebrabrautirnar, en tvær línur
þvert á götuna verði ekki notaðar.
Þverlínurnar tvær eru í sumum
tilvikum notaðar án gangbrautar-
skiltis og eru þá sagðar hugsaðar
til leiðbeiningar fyrir sjónskerta.
Þetta veldur misskilningi sem ætti
að koma í veg fyrir að mati skýrslu-
höfundar.
Tekið er fram í skýrslunni að sá
misskilningur sem hlýst af mis-
ræmi í merkingum á göngu leiðum
valdi því almennt ekki að bóta-
réttur gangandi vegfaranda sem
verður fyrir bíl skerðist. Skyldu-
tryggingar ökutækja bæti slíkt
tjón í öllum öðrum tilvikum en
þegar ásetningur eða stórkostlegt
gáleysi sannist á þann gangandi. Að
fara yfir götu á merktri gönguleið
sem ekki er rétt merkt gangbraut
telst ekki stórkostlegt gáleysi.
ASKÝRING | 8
HÆTTULEGAR GÖNGULEIÐIR
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
Hætta vegna misvísandi merkinga
Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gang-
brautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
KALKOFNSVEGUR Gangbrautin yfir Kalkofnsveg
til móts við Hörpu er ekki rétt merkt, svo þrátt fyrir
að gangbrautarmerki séu við götuna eiga gangandi
ekki forgang. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAFAMÝRI Gönguleið yfir Safamýri liggur eftir
hraðahindrun þar sem gatan hefur verið þrengd.
Þarna er engin gangbraut svo bílarnir eiga réttinn,
en þessi hönnun þykir bjóða upp á rugling.
HAMRAHLÍÐ Rétt merkt gangbraut liggur eftir
hraðahindrun yfir Hamrahlíðina. Þverrendur eru
yfir götuna og umferðarmerki taka af allan vafa.
MIKLABRAUT Yfir fráreinar á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar eru aðeins merktar
línur þvert á götuna en engin gangbrautarskilti.
KRINGLUMÝRARBRAUT Réttur gangandi vegfar-
enda er tryggður með gönguljósum og línum þvert
yfir Kringlumýrarbraut.
LAUGAVEGUR Varasamt er að leggja gangbraut
þvert á tveggja akreina veg. Þrátt fyrir að gang-
brautin sé rétt merkt og gangandi eigi réttinn
býður þetta hættunni heim.
Gangandi eiga forgangAkandi eiga forgang
Ekið á gangandi sem gengur skyndilega út á akbraut 131
Ekið á gangandi á gangbraut 120
Ökutæki bakkar á gangandi 79
Ekið á gangandi á gangstétt og utan akbrautar 74
Ekið á gangandi sem er á leið þvert yfi r akbraut 60
Ekið á gangandi sem stendur kyrr á akbraut 40
Ekið á gangandi sem gengur út á akbraut framan við bíl 16
Ekið á gangandi sem gengur á hægri vegbrún í sömu átt 15
Ekið á gangandi sem gengur út á akbraut aft an við bíl 12
Ekið á gangandi við biðstöð 8
Ekið yfi r gangandi þegar hann stígur út úr bíl 8
Ekið á barn að leik á akbraut 5
Ekið á gangandi sem gengur á hægri vegbrún á móti bíl 4
Ekið á gangandi sem gengur á vinstri vegbrún í sömu átt 2
Ekið á gangandi sem gengur á vinstri vegbrún á móti bíl 1
Önnur tilfelli 27
Fjöldi atvika sem tengdust gangandi í
umferðinni á Íslandi 2007-2011
HEIMILD:UMFERÐARSTOFA
Audi A4 2,0TDi 6 gíra
Árgerð 2011, dísel
Ekinn 38.000 km, beinsk.
VW Jetta 1,9 TDi
Comfort Árgerð 2009, dísel
Ekinn 81.500 km, beinsk.
Ásett verð:
4.690.000,-
VW Polo Comfort 1,4 AT
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 35.000 km, sjálfsk.
MM Pajero 3,5 Dakar
Árgerð 2005, bensín
Ekinn 119.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
2.390.000,-
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
VW Passat 2,0TDi Comfortl.
Árgerð 2012, dísel
Ekinn 28.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð:
5.290.000,-
GOTT ÚRVAL
AF NÝLEGUM
GÆÐABÍLUM
Ásett verð:
2.190.000,-
Ásett verð
2.790.000,-