Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 8
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | Misvísandi merkingar á göngu- leiðum yfir götur geta valdið mis- skilningi um hvort ökumaður eða gangandi á réttinn, og þar með aukið slysahættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verk- fræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerð Íslands. Ísland stendur hinum Norður- löndunum að baki þegar kemur að öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni, segir í skýrslunni. Því sé rík ástæða til að skoða nánar hvernig bæta megi öryggi gangandi vegfarenda í um- ferðinni. Ríflega 60 prósent slysa þar sem ekið er á gangandi vegfar endur eiga sér stað þegar farið er yfir götu. Í um þriðjungi tilvika verða slysin á merktum gangbrautum. Samkvæmt lögum eiga gang- andi aðeins forgang þegar þeir fara yfir götu á gangbrautarljósum, á merktri gangbraut, eða þegar bílar beygja þvert á gangandi umferð á vegamótum. Rétt merking á gang- braut er bæði merkingar í götu, hvítar samhliða línur langsum á vegi (sebrabraut) eða tvær rendur þvert á götuna og gangbrautar- merki báðum megin við götuna. Mikið misræmi er í merkingum á gönguleiðum yfir götur og ekki allt- af augljóst hver á réttinn. Í sumum tilvikum virðist réttur gangandi skýr við fyrstu sýn, en skortur á merkingum þýðir að réttur þeirra er enginn. Þetta á til dæmis við þegar gang- stéttir eða göngustígar liggja að upphækkun eða þrengingu þar sem eðlilegt er að fara yfir götuna, en engin gangbrautarmerki eru til staðar. Við slíkar aðstæður er skilj- anlegt að gangandi haldi að hann eigi forgang, segir í skýrslunni. Þar segir að einfalt sé að koma í veg fyrir óvissuna með því að merkja gangbrautir rétt, með merk- ingum í götu og umferðarskiltum. Í skýrslunni er tekið fram að stjórnvöld ættu að íhuga að breyta lögum þannig að einu réttu götu- merkingarnar fyrir gangbraut séu sebrabrautirnar, en tvær línur þvert á götuna verði ekki notaðar. Þverlínurnar tvær eru í sumum tilvikum notaðar án gangbrautar- skiltis og eru þá sagðar hugsaðar til leiðbeiningar fyrir sjónskerta. Þetta veldur misskilningi sem ætti að koma í veg fyrir að mati skýrslu- höfundar. Tekið er fram í skýrslunni að sá misskilningur sem hlýst af mis- ræmi í merkingum á göngu leiðum valdi því almennt ekki að bóta- réttur gangandi vegfaranda sem verður fyrir bíl skerðist. Skyldu- tryggingar ökutækja bæti slíkt tjón í öllum öðrum tilvikum en þegar ásetningur eða stórkostlegt gáleysi sannist á þann gangandi. Að fara yfir götu á merktri gönguleið sem ekki er rétt merkt gangbraut telst ekki stórkostlegt gáleysi. ASKÝRING | 8 HÆTTULEGAR GÖNGULEIÐIR Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gang- brautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. KALKOFNSVEGUR Gangbrautin yfir Kalkofnsveg til móts við Hörpu er ekki rétt merkt, svo þrátt fyrir að gangbrautarmerki séu við götuna eiga gangandi ekki forgang. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAFAMÝRI Gönguleið yfir Safamýri liggur eftir hraðahindrun þar sem gatan hefur verið þrengd. Þarna er engin gangbraut svo bílarnir eiga réttinn, en þessi hönnun þykir bjóða upp á rugling. HAMRAHLÍÐ Rétt merkt gangbraut liggur eftir hraðahindrun yfir Hamrahlíðina. Þverrendur eru yfir götuna og umferðarmerki taka af allan vafa. MIKLABRAUT Yfir fráreinar á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar eru aðeins merktar línur þvert á götuna en engin gangbrautarskilti. KRINGLUMÝRARBRAUT Réttur gangandi vegfar- enda er tryggður með gönguljósum og línum þvert yfir Kringlumýrarbraut. LAUGAVEGUR Varasamt er að leggja gangbraut þvert á tveggja akreina veg. Þrátt fyrir að gang- brautin sé rétt merkt og gangandi eigi réttinn býður þetta hættunni heim. Gangandi eiga forgangAkandi eiga forgang Ekið á gangandi sem gengur skyndilega út á akbraut 131 Ekið á gangandi á gangbraut 120 Ökutæki bakkar á gangandi 79 Ekið á gangandi á gangstétt og utan akbrautar 74 Ekið á gangandi sem er á leið þvert yfi r akbraut 60 Ekið á gangandi sem stendur kyrr á akbraut 40 Ekið á gangandi sem gengur út á akbraut framan við bíl 16 Ekið á gangandi sem gengur á hægri vegbrún í sömu átt 15 Ekið á gangandi sem gengur út á akbraut aft an við bíl 12 Ekið á gangandi við biðstöð 8 Ekið yfi r gangandi þegar hann stígur út úr bíl 8 Ekið á barn að leik á akbraut 5 Ekið á gangandi sem gengur á hægri vegbrún á móti bíl 4 Ekið á gangandi sem gengur á vinstri vegbrún í sömu átt 2 Ekið á gangandi sem gengur á vinstri vegbrún á móti bíl 1 Önnur tilfelli 27 Fjöldi atvika sem tengdust gangandi í umferðinni á Íslandi 2007-2011 HEIMILD:UMFERÐARSTOFA Audi A4 2,0TDi 6 gíra Árgerð 2011, dísel Ekinn 38.000 km, beinsk. VW Jetta 1,9 TDi Comfort Árgerð 2009, dísel Ekinn 81.500 km, beinsk. Ásett verð: 4.690.000,- VW Polo Comfort 1,4 AT Árgerð 2011, bensín Ekinn 35.000 km, sjálfsk. MM Pajero 3,5 Dakar Árgerð 2005, bensín Ekinn 119.000 km, sjálfsk. Ásett verð 2.390.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 VW Passat 2,0TDi Comfortl. Árgerð 2012, dísel Ekinn 28.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.290.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐABÍLUM Ásett verð: 2.190.000,- Ásett verð 2.790.000,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.