Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 18
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 18 Í svonefndri Rammaáætl- un um vernd og orkunýt- ingu landsvæða fá ekki allir allt sem þeir vilja. Stundum er sagt um málamiðlanir að þær geri alla álíka óánægða og því sé skynsamlegra að velja milli sjónarmiða. Nokkuð er til í því – en í jafn stóru máli og þessu getur ekki hjá því farið að reynt sé að teygja sig í átt til ólíkra sjónarmiða. Hér hefur það verið gert. Rammaáætlun á að tryggja að nýting landsvæða með virkjunarkostum byggist á lang- tímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati með sjálfbærni að leiðarljósi. Henni er ætlað að taka tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hag- kvæmni og arðsemi ólíkra nýt- ingarkosta sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Slík áætlun skal lögð fram á Alþingi á fjögurra ára fresti hið minnsta. Virkjunarsinnar eru ekki alls- kostar ánægðir með þann ramma sem nú liggur fyrir. Þeir telja að meira hefði mátt virkja. Þeir tala um atvinnuuppbyggingu, telja störf og peningaleg verðmæti. Þeir líta á fossandi vatn og sjá þar ónýttan möguleika sem rennur í tilgangsleysi til sjávar. Verndunarsinninn dáist að fallandi fossi. Hann sér þar líka mikla möguleika, en allt annars konar. Hann upplifir fegurð, finnur kraftinn frá vatns aflinu og óskar þess innra með sér að fleiri fái að njóta: Börnin og barna börnin til dæmis. Báðir hafa nokkuð til síns máls. Vaknandi vitund En á það að vera sjálfgefið að virkja allt sem virkjanlegt er, bara af því það er hægt? Er ásættan legt að virkja náttúruauð- lindir – spilla þar með umhverfi – ef við þurfum ekki orkuna? Er atvinnuuppbygging réttlætanleg ástæða virkjunarfram- kvæmda, eins og sumir hafa haldið fram? Væri ekki nær að spyrja sig: Hversu lítið kemst ég af með? Hvað get ég komist hjá að virkja mikið? Í nýju náttúruauðlinda- ákvæði í frumvarpi að breyttri stjórnarskrá er í fyrsta skipti fjallað um náttúruna sjálfrar hennar vegna, sem undir stöðu lífs í landinu sem öllum ber að virða og vernda. Þar er í fyrsta skipti sagt berum orðum í texta sem hefur lagagildi að öllum skuli með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri nátt- úru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé við haldið og náttúru- minjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Þar er kveðið á um að nýtingu náttúru- gæða skuli þannig hagað að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Þetta mikilvæga ákvæði er til vitnis um vaknandi vitund og virðingu fyrir umhverfinu, móður jörð. Í því er horft frá öðrum sjónarhóli en þeim sem hingað til hefur verið svo mikils ráðandi í umræðunni um nýtingu náttúru- gæða. Íslensk náttúra er ekki aðeins uppspretta ljóss og varma, hún er líka uppspretta lífsafkomu og fæðuframboðs. Hún er uppspretta upplifunar. Ekki síst er hún upp- spretta ódauðlegrar listsköpunar sem við þekkjum af ljóðum þjóð- skáldanna og af öndvegisverkum myndlistarinnar. Skynsamleg nýting Það er ekki sjálfgefið að virkja allt, bara af því það er hægt. Nátt- úran á sinn tilverurétt og óbornar kynslóðir eiga sitt tilkall til þess að koma að ákvörðunum um nýt- ingu og vernd náttúrugæða. Orðið „nýtingarvernd“ gæti jafnvel átt hér við, því verndun getur verið viss tegund nýtingar og atvinnu- sköpunar. Nærtækt er að benda á ferðaþjónustuna, en ég vil líka minna á þá mikilvægu hreinleika- ímynd sem íslensk fyrirtæki, ekki síst matvælafyrirtæki, þurfa mjög á að halda. Sú rammaáætlun sem nú liggur fyrir mætir andstæðum við- horfum af þeirri hófsemi sem vænta má þegar mikið er í húfi og skoðanir skiptar. Hún gerir ráð fyrir skynsamlegri nýtingu en virðir um leið mikilvægi náttúru- gersema. Hér er tekið visst tillit til óskertra svæða – þótt óneitanlega hljóti ein hverjum að finnast sem lengra hefði mátt ganga í því efni. Á hinn bóginn hefur fjölda land- svæða – sem að óbreyttu lægju undir sem virkjunar kostir – verið komið í skjól í þessari áætlun: Jökulsá á Fjöllum, Markar fljóti, Hengilsvæðinu, Geysis svæðinu, Kerlingafjöllum, Hvítá í Árnes- sýslu og Gjástykki. Öðrum kostum hefur verið skipað í bið- flokk þar sem þau bíða frekari rannsókna eða annarra átekta. Við fjölgun kosta í biðflokki er fylgt þeim sjálfsögðu varúðar- viðmiðum sem eru meginsjónar- mið alls umhverfisréttar og við Íslendingar höfum með alþjóð- legum samningum skuldbundið okkur til þess að fylgja. Hér hefur faglegum aðferðum verið fylgt, að svo miklu leyti sem hægt er, þegar mannshönd og mannshugur eru annars vegar. Hér hafa ekki allir fengið það sem þeir vildu. En þessi málamiðlun er skynsamleg að teknu tilliti til þess hversu andstæð sjónarmiðin eru í jafn vandmeðförnu máli. Ramminn er málamiðlun Hér á landi búum við við þau for- réttindi að vera með gott barna- verndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barna- verndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasátt- málans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræði- menn hafa einnig bent á að sjónar- horn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hug- myndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónar- miðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum sam- tölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á að- stæðunum. Barnamiðuð nálgun er viður- kennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þunga- miðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og for eldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna við- eigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndar- starfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndar nefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku. Barnamiðuð nálgun í barnaverndarstarfi RAMMAÁÆTLUN Ólína Þorvarðardóttir varaformaður um hverfi s- og samgöngu nefndar Alþingis ➜ Íslensk náttúra er ekki aðeins uppspretta ljóss og varma, hún er líka upp- spretta lífsafkomu og fæðu- framboðs. Hún er uppspretta upplifunar. BARNAVERND Anni G. Haugen María Gunnarsdóttir f.h. Fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd ➜ Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.