Fréttablaðið - 17.12.2012, Page 42
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 26
„Í nokkur ár hefur það staðið til að
endurútgefa ritverkasafn Sverris
Kristjánssonar sagnfræðings og
þjóðlífsfrásagnir hans úr bóka-
flokknum Íslenzkir Örlagaþættir og
loks létum við verða af því,“ segir
Guðrún Sverrisdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, dóttir Sverris.
„Í jólabókaflóðinu má því finna
endur útgefna bók úr riti eftir Sverri,
„Bóndinn á Brúnum“ í ræðu og riti,
ásamt tveimur geisladiskum með
upplestri hans sjálfs sem fylgja. Við
systkinin, Sigurjón og ég, og barna-
barn hans, Ægir Einarov, sáum sjálf
um útgáfuna og vildum með þessum
hætti minna á og minnast gamals
ræðu- og ritsnillings.“
Sverrir fjallaði í ritum sínum jafnan
um sögur fyrri kynslóða og menn og
málefni líðandi stundar. „Hann hreifst
jafnt af Heinrich Heine og Jóni Sig-
urðssyni,“ segir Guðrún. „Hann
fjallaði um sögu 19. aldar, verkalýðs-
mál, rithöfunda og skáldamál, stjórn-
og þjóðfélagsmál. Í skrifum hans og
ævisöguþáttum birtust ógleyman-
legar mannlífsmyndir af gengnum
kynslóðum. Skrif hans lýstu sérstöku
næmi á örlög fólks.“
Guðrún segir tilgang þeirra með
útgáfu bókarinnar ekki síst hafa
verið að miðla ritsnilld föður hennar.
„Sverrir var snillingur orðsins og
vald hans á íslenskri tungu skilaði
sér í ritverkum hans. Hann var líka
sérlega góður upplesari. Upplestur
hans á Passíusálmunum er öllum
ógleymanlegur sem heyrðu.“
Sverrir flutti einnig fjölda erinda
í útvarp sem Guðrún segir ekki hafa
vakið minni hrifningu. „Fyrir erindi
sín í ríkisútvarpinu var Sverrir þjóð-
þekktur og virtur útvarpsmaður. Það
geislaði af honum í íslensku þjóðlífi.
Hann var allra manna fróðastur og
skemmtilegastur. Ungir sem aldnir,
háir sem lágir löðuðust að honum.
Hann féll frá langt um aldur fram
en eftir hann liggur fjöldi birtra og
óbirtra ritverka.“
Sverris er ekki síst minnst fyrir
hans hlut í bókaflokknum Íslenskir
örlagaþættir sem þeir Tómas Guð-
mundsson skáld hófu sameiginlega
útgáfu á 1965. Alls urðu bækurnar
tíu talsins, nutu mikilla vinsælda
og seldust bækurnar, sem eru í dag
ófáanlegar, upp um hver jól, að sögn
Guðrúnar.
En hvað varð til þess að þau drifu
í þessari útgáfu núna? „Fyrr á þessu
ári hitti ég ungan prest sem kannaðist
ekki við manninn, Sverri Kristjáns-
son sagnfræðing,“ segir Guðrún.
„Þá sá ég að það var tímabært
að endurvekja nafn hans og skrif.
Íslenskt mál er á miklu undanhaldi
með enskublönduðum slettum, sér-
staklega úr tölvuleikjamáli ung-
linganna. Það þarf í raun að fá
einhverja vakningu um íslenska mál-
rækt – talað mál og skrifað.
Mér finnst upplestrar föður míns
eiga fullt erindi inn í skólastofur
æskulýðsins okkar.“
fridrikab@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts elskulegrar eiginkonu,
dóttur og systur,
VIGDÍSAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR
iðnhönnuðar,
Fitjasmára 4, Kópavogi,
sem lést 14. október sl. og var jarðsett frá
Digraneskirkju 25. október.
Guðmundur Jens Bjarnason
Katrín Kristjana Karlsdóttir Sigurbjörn Víðir Eggertsson
Karl Georg Sigurbjörnsson
Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir Óli Freyr Kristjánsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG HÁLFDÁNARDÓTTIR
Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili
Akranesi, áður Háholti 3,
lést sunnudaginn 9. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 21. desember kl. 14.00.
Ólafur H. Þórarinsson Sigríður B. Ásgeirsdóttir
Þórgunna Þórarinsdóttir
Kristín S. Þórarinsdóttir Unnþór B. Halldórsson
Þórunn R. Þórarinsdóttir Kristján Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN ALDA BJÖRNSDÓTTIR
frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum,
síðar Meistaravöllum 9, Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 9. desember, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18.
desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Kvenfélagið Líkn Vestmannaeyjum.
Lára Halla Jóhannesdóttir Páll Sigurðarson
Birna Valgerður Jóhannesdóttir Jóhann Ingi Einarsson
Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir Adolf Bjarnason
Ágústa Ágústsdóttir
Brynjólfur Jóhannesson María Björg Filippusdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
PÁLMI ÞÓR PÁLSSON
Hraunholti, Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
sunnudaginn 2. desember síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
miðvikudaginn 19. desember klukkan 13.00.
Soffía Friðgeirsdóttir
Gunnar Þór Pálmason Ida Surjani
Þórhildur Pálmadóttir Hjörtur Hreinsson
Haukur Örvar Pálmason Kristín Haraldsdóttir
Sunna Guðný Pálmadóttir Brynjar Þór Sumarliðason
og barnabörn.
Snillingur orðsins
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur lét eft ir sig mikið af rituðu máli, bæði birtu og óbirtu.
Nú hafa börn hans og barnabarn gengist fyrir útgáfu á sagnaþættinum Bóndinn á
Brúnum. Bókinni fylgja tveir geisladiskar með upplestri Sverris sjálfs.
ÓGLEYMANLEGUR Guðrún Sverrisdóttir segir föður sinn, Sverri Kristjánsson, hafa verið allra manna fróðastan og skemmtilegastan.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Og nú, þegar Sverrir Kristjánsson
er á brott genginn, er fölara í garði
íslenzkra mennta og mannvits. En
þó enginn komi Sverrir Kristjánsson
aftur, þá veit söguþjóðin áreiðanlega
að sú varða menningarhefðar og
þjóðlegrar reisnar, sem sagnfræð-
ingurinn átti drjúgan þátt í að hlaða,
má aldrei hrynja eða hverfa.
Vilmundur Gylfason
Úr minningargrein
um Sverri
Sverrir Kristjánsson (7. febrúar 1908– 26.
febrúar 1976) var íslenskur sagnfræðingur,
þýðandi og rithöfundur. Ritsafn hans kom út
árið 1981 í fjórum bindum.
Sverrir var sonur Bárðar Kristjáns Guð-
mundssonar verkamanns og Guðrúnar V.
Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MR
1928 og nam síðan sagnfræði við háskólann
í Kaupmannahöfn og um skeið í Berlín. Eftir
að hann kom heim frá námi vann hann sem
kennari í Reykjavík í nokkur ár. Þá starfaði
hann við rannsóknir og skrásetningu bréfa
og skjala í Ríkisskjalasafni Dana, Bókhlöðu
konungs og National Museum 1956-1958.
Sverrir samdi ótal bækur um sagnfræðileg
efni og þýddi bæði leikrit og skáldsögur.
Æviferill Sverris
TEIKNING EFTIR ÖRLYG SIGURÐSSON
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
bókasafnsfræðingur,
Akranesi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða,
þann 14. desember. Útförin fer fram
fimmtudaginn 20. desember kl. 14.
Bragi Níelsson
Árni Bragason
Röðull Bragason Arinbjörg Kristinsdóttir
Baldur Bragason
Margrét Bragadóttir Sighvatur K. Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn.