Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 48
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 32
Sérframleiðum
bursta eftir þínum
þörfum.
• •
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
GEFÐU JÓLAPAKKA STÖÐVAR 2
JÓLAPAKKINN INNIHELDUR ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 AUK
ÞESS SEM MASTERCHEF SVUNTA FYLGIR FRÍTT MEÐ
Þú færð jólapakka Stöðvar 2 í verslunum Hagkaups í Skeifunni,
Garðabæ, Smáralind og Kringlunni.
Jólapakkinn gildir frá 23 des. 2012 til 3. feb. 2013
TÓNLIST ★★★ ★★
Foldarskart
Schola cantorum
Foldarskart er nafnið á geisladiski með Schola
cantorum. Á honum er að finna nokkrar
íslenskar kórperlur af sumartónleikaröð
kórsins. Þetta eru lög eins og Hjá lygnri móðu,
Trú mín er aðeins týra, Nú sefur jörðin sumar-
græn o.s.frv.
Schola cantorum er einn af frambærilegustu
kórum landsins. Hörður Áskelsson stjórnar
honum og gerir það fallega. Söngurinn er til-
finningaþrunginn og hástemmdur en líka
gæddur viðeigandi léttleika eins og t.d. í Hættu
að gráta Hringaná og Undir bláum sólarsali.
Jafnvægið á milli ólíkra radda er gott, kraftur-
inn í söngnum er grípandi.
Auðvitað hefur maður heyrt flest þessi lög
mörgum sinnum áður. Það er ekkert hér sem
kemur á óvart, vekur sérstaka athygli. Helst
er það Afmorsvísa Snorra S. Birgissonar sem
kemur með ferskleikann inn í dagskrána. En
meira að segja hún hljómar eins og tónlist úr
grárri forneskju. Sem er ekkert verra. Það er
einhver nostalgía sem svífur yfir vötnunum
hér, ljúf eftirsjá, gamall en sígildur sjarmi.
Þetta eru falleg lög sveipuð ljóma fortíðarinnar
– og þau renna ljúflega niður.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Skemmtilegur geisladiskur með
hugljúfri tónlist.
Grípandi kraft ur
Hjónakornin Orlando Bloom og
Miranda Kerr íhuga nú skilnað
eftir tveggja ára hjónaband. Þetta
fullyrðir blaðið Star og hefur það
eftir ónafngreindum heimildum.
Sögusagnir um skilnaðinn milli
leikarans og fyrir sætunnar hafa
verið á sveimi í nokkurn tíma.
Kerr hefur verið í New York
undan farið ásamt tveggja ára syni
þeirra á meðan Bloom er staddur
í tökum á nýrri kvikmynd í Suður-
Afríku.
„Þau eru skilin á borði og sæng,
búa ekki saman og eru að ákveða
næstu skref,“ segir heimildar-
maður blaðsins en einnig kemur
fram að ástæða skilnaðarins ku
vera mikil vinna leikarans.
Kerr sást láta vel að leikaranum
Leonardo DiCaprio á næturklúbbi
í New York í vikunni en hann er
þekktur fyrir að vera mikið fyrir
undirfatafyrirsæturnar.
Íhuga skilnað
BÚIÐ SPIL? Sögusagnir eru á sveimi um
skilnað stjörnuparsins Miröndu Kerr og
Orlando Bloom. NORDICPHOTOS/GETTY
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2012
Uppákomur
11.00 Askasleikir kíkir í heimsókn á
Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er
ókeypis.
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá
er í boði á Jóladagatali Norræna
hússins. Uppákomur hvers dags eru
gestum huldar þar til gluggi dagatalsins
verður opnaður í upphafi atburðarins.
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
Tónlist
21.00 Sigurður Guðmundsson leikur á
aðventutónleikum Malarinnar á Malar-
kaffi á Drangsnesi. Aðgangseyrir er kr.
2.000.
21.00 Hljómsveitin 1860 heldur tón-
leika á Café Rosenberg.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.