Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 52
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 36
Leikarinn Hugh Jackman var
í löngu viðtali við þáttinn 60
mínútur síðastliðinn sunnudag.
Ástæða viðtalsins er frumsýning
myndarinnar Les Misérables en
þar leikur ástralski sjarmörinn
eitt aðalhlutverkanna.
Jackman brast í grát í miðju
við talinu er talið barst að fjöl-
skyldunni og föður hans, sem ól
hann og bræður hans upp ein-
samall. Hann sagði að eina ráðið
sem faðir hans hefði gefið honum
í gegnum tíðina væri að taka
fjölskylduna alltaf fram yfir
framann, eitthvað sem leikarinn
hefur reynt að tileinka sér hingað
til. Jackman hefur verið giftur
Deborra-Lee Furness í 16 ár og á
með henni tvö börn.
Móður leikarans yfirgaf fjöl-
skylduna þegar Jackman var
einungis átta ára gamall en
leikarinn fullyrðir í viðtalinu að
hann sé búinn að fyrirgefa henni
og reynir að hitta hana núna einu
sinni á ári.
Ástralinn fer með hlutverk Jean
Valjean í Les Misérables og þurfti
að halda líkamanum í góðu formi
á meðan á tökum stóð. „Líkam-
inn er eitt af verkfærum mínum í
vinnunni eins og röddin og tilfinn-
ingarnar. Þess vegna hef ég ekk-
ert á móti því að mæta í ræktina.“
Hugh Jackman setur fj öl-
skylduna í fyrsta sæti
Leikarinn Hugh Jackman brast í grát í viðtali við 60
mínútur er hann var spurður um fj ölskylduna.
FJÖLSKYLDUMAÐUR Hugh Jack-
man ásamt eiginkonu sinni til 16 ára,
Deborra-Lee Furness, á frumsýningu
Les Misérables í New York um helgina.
NORDICPHOTOS/GETTY
Nú styttist í að tónlistar veislan
Hátt í Höllinni verði haldin í
Laugar dalshöll, eða miðvikudags-
kvöldið 19. desember.
Fram koma Ásgeir Trausti,
Hjálmar, Jónas Sigurðsson,
Valdimar, Moses Hightower og
Kiriyama Family. Allir þessir
flytjendur, fyrir utan Hjálma, gáfu
út nýjar plötur núna fyrir jólin
sem hafa hlotið góðar viðtökur.
Ásgeir Trausti hefur slegið í
gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð
í dauðaþögn, Hjálmar hafa ekki
spilað hér á landi í nokkurn tíma,
hljómsveitin Valdimar sendi frá
sér sína aðra plötu á dögunum,
Moses Hightower gerði slíkt hið
sama og Kiriyama Family hefur
hitt í mark með lögunum Week-
ends og Heal.
Uppselt er í stúku á tónleikana
en enn eru eftir miðar í stæði. Mið-
arnir fást á Midi.is.
Styttist í tónleikana
Hátt í Höllinni
Margir af vinsælustu fl ytjendum Íslands koma fram.
MÆTA Í HÖLLINA Hluti af þeim tónlistarmönnum sem spila í Laugardalshöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Opna – Velja – Njóta
EINSTÖK GJÖF
FYRIR ALLA
sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is
Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem
vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt.
Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju,
gefðu Óskaskrín.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
ÞUNGAROKKAÐ
FRAM Á NÓTT
Fjandinn Kice Metalfest-tónlistarhátíðin fór fram á Gauknum á föstudag.
Frönsku þungarokkssveitirnar L‘Esprit Du Clan og Hangman‘s Chair stigu á stokk
ásamt íslensku sveitunum Momentum, Dimmu, Angist, Moldun og Ophidian I.
TÓNLEIKAGESTIR Símon Þórólfsson og
Elín Arnórsdóttir voru á meðal gesta.
BOLIR Í BAKGRUNNI Jóhann Örn Sigurjónsson og Hörður Ólafsson brostu við boli
merkta sveitinni Momentum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VINALEG Þorbjörg Dexter mætti á tón-
leikana ásamt Steinari Ólafssyni.
HEILSAÐ AÐ HÆTTI ROKKARA Kristinn Gíslason, Elvar Örn Hermannsson og Þorsteinn Kolbeinsson voru vígalegir á svip.