Fréttablaðið - 17.12.2012, Page 62
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 46
Raftónlistarmaðurinn og upptöku-
stjórinn Sveinbjörn Thorarensen
er tilnefndur til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna í ár í flokki upp-
tökustjóra ársins. Tilnefninguna
hlýtur hann ásamt Styrmi Hauks-
syni fyrir plötuna Retro Stefson.
Sveinbjörn, sem gengur undir
listamannsnafninu Hermigervill,
segir árið sem er að líða hafa
verið annasamt. Ásamt því að
stýra upptökum á nýrri plötu
Retro Stefson stýrir hann upp-
tökum á væntanlegri plötu
tónlistar mannsins Berndsen og
sinnir eigin tónlistarsköpun þegar
tími gefst til.
„Það er búið að vera brjálæðis-
lega mikið að gera hjá mér í ár.
Ég vinn líka í eigin tónlist og sem
tónlist fyrir kvikmyndir, auglýs-
ingar og iPhone-leiki. Mín tónlist
hefur þó setið svolítið á hakanum
því hin verkefnin fá forgang, en
ég ætla að reyna að bæta úr því á
nýju ári,“ segir Sveinbjörn.
Hann kemur fram á tónleik-
unum Síðasti sjens ásamt Retro
Stefson þann 30. desember. Tón-
leikarnir fara fram í Vodafone-
höllinni og hefjast klukkan 21.
„Þetta verður geðveikt stuð enda
er þetta síðasti séns til að sletta úr
klaufunum á þessu ári. Ég byrja
kvöldið og svo tekur Retro Stef-
son við. Ég er samt orðinn hluti af
sveitinni þannig ég fæ ekkert að
hvíla mig eftir mitt sett.“
Aðspurður segist Sveinbjörn
búast við húsfylli um kvöldið og
þykir honum trúlegt að það slái
við gamlárskvöldi hvað skemmtun
varðar.
„Ég hvet alla til að mæta, þetta
verður aðalpartýkvöld ársins.“ - sm
Annasömu ári að ljúka hjá Hermigervli
Sveinbjörn Thorarensen er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna eft ir heldur annasamt tónlistarár.
ANNASAMT ÁR Sveinbjörn Thorar-
ensen, eða Hermigervill, lofar geðveiku
stuði í Vodafone-höllinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Samúel J. Samúelsson Big Band
hefur sent frá sér sína fjórðu hljóm-
plötu, 4 hliðar, og er hún að sjálf-
sögðu uppfull af sjóðandi og hryn-
heitri tónlist.
Hún er undir áhrifum frá níg-
erísku afróbíti, eþíópískum djassi,
brasilískum sambatöktum, banda-
rísku funki og stórsveitardjassi. Því
er blandað saman við ís lenska veð-
ursveiflu og þrjósku eyjaskeggja.
„Þetta er héðan og þaðan í þeim
stíl sem ég hef verið að fást við.
Þetta er afróskotin músík og það er
farið víða. Þarna eru eþíópísk, bras-
ilísk og nígerísk áhrif. Svo var ég í
Gíneu í janúar og það hafði áhrif á
þetta,“ segir forsprakkinn Samúel,
sem fór þangað ásamt konu sinni.
„Við vorum í dansskóla í tvær vikur
og í brúðkaupi líka. Þetta var svaka
ævintýri.“
Nafnið 4 hliðar er tilvísun í tvö-
falda vínilútgáfu plötunnar sem
kemur út eftir áramót. „Tíma-
lengdin passaði akkúrat á tvær
vínilplötur og þaðan kom titillinn.
Þetta hefði orðið ógeðslega löng
plata á geisladiski og ég þoli ekki
svona langar plötur sjálfur.“ Geisla-
diskurinn er því einnig tvöfaldur og
er nýkominn í búðir.
Útgáfutónleikar verða í Gamla
bíói fimmtudaginn 20. desember.
„Við ætlum að spila alla plötuna
og allt bandið verður mætt,“ segir
Samúel en átján hljóðfæraleikarar
eru í Big Bandinu. - fb
Sjóðandi og hrynheitt afróbít
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar hefur gefi ð út sína fj órðu plötu, 4 hliðar.
4 HLIÐAR Samúel J. Samúelsson Big
Band hefur sent frá sér plötuna 4 hliðar.
MYND/GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON
„Það er Sigurjón digri með Stuð-
mönnum. Ég er að læra það á bassa
því að Tómas Tómasson er uppá-
haldsbassaleikarinn minn.“
Ari Eldjárn spéfugl.
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Ég var þriggja ára þegar mamma
fór í Eurovision en man mjög vel
eftir því að hafa reynt að herma
eftir dansinum fyrir framan sjón-
varpið. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég horfði á keppnina en hef
verið mikill aðdáandi síðan,“ segir
dansarinn Þórey Birgisdóttir.
Þórey komst í sex manna úrslit í
danskeppninni Dans, Dans, Dans á
RÚV á dögunum. Hún á ekki langt
að sækja danshæfileikana. Móðir
hennar, Hlíf Þorgeirsdóttir, var
einn af dönsurunum sem lituðu
atriði Páls Óskars við lagið Minn
hinsti dans í Euro vision 1997. „Mér
fannst ótrúlega töff að mamma
mín væri að taka þátt í Eurovisi-
on. Ég rifja þetta upp í tíma og
ótíma og hún er oft ekkert rosalega
hress með það. Hún segir að þó að
þetta hafi verið mjög skemmtilegt
þá sé þetta ekki endilega eitthvað
sem hún vilji auglýsa mikið,“ segir
Þórey hlæjandi.
Minn hinsti dans átti ekki miklu
fylgi að fagna í keppninni árið 1997
og lenti hópurinn í síðasta sæti.
Margir segja þó atriðið hafa breytt
gangi keppninnar til framtíðar.
Klæðnaður Páls Óskars og dans-
aranna vakti hvað mesta athygli
en öll voru þau klædd í leður og
skildi klæðnaður stúlknanna afar
lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.
„Mamma á gallann niðri í geymslu
og ég hef einu sinni prófað að fara í
hann. Hann passaði á mig svo það
er aldrei að vita nema ég taki hann
upp ef rétt tækifæri gefst,“ segir
Þórey og hlær. Hún er mikill Euro-
vision-aðdáandi og segist hafa það
að markmiði að dansa í keppninni
einn daginn. „Ef ég næ því ekki
ætla ég að minnsta kosti að verða
áhorfandi í sal,“ segir hún.
Þórey hefur tekið þátt í Dans,
Dans, Dans í tvígang en segist
ekki eiga von á að skrá sig til leiks
í þriðja sinn. „Ég er að útskrifast
af listdansbraut í MH í vor og er að
skoða framhaldið. Mér finnst lík-
legt að ég fari út að læra eða reyni
að komast í ungmennadansflokk í
haust,“ segir hún spennt. Það er þó
nóg fram undan hjá henni þangað
til, því jafnframt því að vera í skól-
anum er hún líka í Listdansskóla
Íslands og tekur þátt í uppfærslu
Borgarleikhússins á Mary Poppins.
„Æfingarnar á Mary Poppins eru
alveg á fullu núna og ég var til
dæmis að læra að steppa í dag. Það
var geðveikt skemmtilegt,“ segir
Þórey að lokum.
tinnaros@frettabladid.is
Passar í leðurgallann
hennar mömmu
Dansaranum Þóreyju Birgisdóttur þótti mamma sín töff í Eurovision árið 1997.
MÆÐGUR Mæðgurnar Hlíf og Þórey eru báðar dansarar sem hafa komið fyrir augu þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI