Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 1
SLYS „Hefði ég ekki verið með gler-
augu hefði flugeldurinn farið inn
í augntóftina og hreinlega rifið af
mér höfuðið – ég hefði aldrei lifað
það af,“ segir Baldur Sigurðarson
sem slasaðist þó nokkuð þegar
hann fékk skoteld í andlitið á gaml-
árskvöld. „Gleraugun björguðu lífi
mínu.“
Baldur telur tertuna hafa verið
gallaða því hann hafi ekki náð
að standa upp áður en hún skaut.
„Þetta var svona terta á stærð við
Yaris, sú allra stærsta frá björgun-
arsveitunum.“
Hann segist hafa stillt skot-
tertunni upp, kveikt á þræðinum
og búist við að tertan myndi byrja
að skjóta á hinu horninu. „Ég var
varla risinn upp þegar hún skaut
úr sama horni og kveikurinn var
á. Hún var greinilega biluð.“ Hin
skotin flugu ekki hátt og sprungu
á jörðinni.
Spurður hvort hann sé mikið
slasaður segir hann að það fari
eftir því hvernig á það sé litið.
Hann sé heppinn að vera á lífi. „Það
er álíka afl í þessu og í haglabyssu
og hún skaut mig á tveggja metra
færi beint í hausinn,“ segir Baldur.
Hann hafi fundið strax að hægra
augað var ekki lagi. Hann hélt því
fyrir augað svo börnin í kring sæju
ekki hversu slasaður hann var.
Augnlæknir á Landspítalanum
hefur sagt Baldri að hann muni sjá
þrátt fyrir slysið. Baldur er hress
og ánægður með að vera á lífi. „Þér
að segja þá er ég í besta skapi lífs
míns.“ - bþh
FRÉTTIR
Heilsuhótel
Íslands
næstu námskeið
Eitt helsta verkefni Heilsuhótels Íslands, að Ásbrú í Reykjanesbæ, er að bjóða upp á nýjan lífsstíl þar sem sérstök rækt er lögð við breytt mataræði, hreyfingu, fræðslu og jákvæða hugsun.
Heilsuhótel Íslands er í fyrsta
flokks húsnæði sem hentar vel
fyrir starfsemi þess. Gestir sækj-
ast gjarnan eftir því að komast úr
daglegu amstri og streituvaldandi
umhverfi. Á Heilsuhótelinu geta
gestir dvalið í ró og friði. Á hótelinu eru 42 herbergi, eins
eða tveggja manna. Rými er fyrir
55 gesti hverju sinni. Öll herberg-
in eru rúmgóð og með baði. Að-
gangur er að heilsulind hótelsins
eins og heitum potti, gufubaði,
innrauðum klefum, gufubaði og
slökunarrými.
Hótelið er með leyfi sem heilsu-
stofnun en einnig sem ferðaskipu-
leggjandi. Félagið hlaut nýver-
ið hvatningarverðlaun ráðherra,
viður kenningu fyrir áhugaverð-
ustu hugmynd að heilsutengdri
ferðaþjónustu.
Heilsudvöl bý
Aukin lífsorka og gleði
Heilsunámskeið vorönn 2013 – tvær vikur
4.-18. janúar
8.-22. mars
Betra er að panta tímanlega vegna aðsóknar á vornám-skeiðin
Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur.
Heilsuhelgar í janúar18.-20. janúar Hjónahelgi – bóndadagur
25.-27. janúar Gyðjudagar, bara stelpur
Tilboðsverð kr. 22.500 á mann, tvær saman í herbergi.
Aðgengi að Heilsulind. Bláa lónið.
Hollt og gott fæði f ð
Heilsuh tel Íslands
GRILLAÐUR LAX
Nú tekur hollustan völdin og þá er ekki úr vegi að grilla lax, til dæmis á grillpönnu, og bera fram með mintusósu. Kryddið laxinn með tandoori-kryddi, salti og pipar. Sósan er gerð úr hreinni jógúrt, fínt söxuðum mintublöðum, salti og pipar. Einfaldur en afar hollur réttur.
BJÓR FYRIR
Ó
SÓL OG JÓL Stórfjölskyldan á Nýja-Sjálandi við bát fjölskyldunnar.MYND/ÚR EINKASAFNI
BRÚÐKAUPSGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum boðumtil% afs10 átturl
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
14
2 SÉRBLÖÐ
Fólk | Heilsuhótel Íslands
Sími: 512 5000
2. janúar 2013
1. tölublað 13. árgangur
Fannfergi fyrir vestan
Unnið var að viðgerð á raflínum á
Vestfjörðum í gær. Íbúar í Árnes-
hreppi voru án rafmagns í nær fjóra
sólarhringa. 2
Ómögulegt frumvarp Forseti
Íslands gagnrýnir stjórnarskrárfrum-
varpið harðlega og segir að með því
yrði stjórnkerfi landsins kollvarpað. 4
Hugur í Abe Nýr forsætisráðherra
Japans ætlar að hefja kjarnorku-
vinnslu af fullum krafti til að ná
efnahagslífinu á strik og standa uppi
í hárinu á Kínverjum. 6
Samkomulag á nýársnótt Demó-
kratar og repúblikanar náðu saman
um ný skattalög á síðustu stundu. 6
Það er álíka afl í
þessu og í haglabyssu og
hún skaut mig á tveggja
metra færi beint í hausinn.
SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir skrifar um
svívirðingaregn yfir Hetju ársins að
mati lesenda DV. 15
MENNING Jólasýning Borgarleikhúss-
ins, Mýs og menn, fær fjórar stjörnur í
leikdómi. 28
SPORT Spjótkastskonan Ásdís
Hjálmsdóttir hefur fundið sér nýjan
þjálfara í Sviss. 32
FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirhuguð 300
metra löng ísgöng í Langjökli yrðu
stærstu manngerðu ísgöng í heimi,
verði af framkvæmdinni. Verk-
fræðistofan Efla hefur unnið að
verkefninu ásamt nokkrum ferða-
þjónustuaðilum frá 2010. Umhverf-
isstofnun telur framkvæmdina
ekki hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif og hún sé ekki háð
mati á umhverfisáhrifum.
Í tilkynningu Eflu til Skipulags-
stofnunar kemur fram að með
verkefninu eigi að gera Lang jökul
aðgengilegan ferðamönnum og
vísindasamfélaginu á nýjan hátt,
þar sem hægt verði að ganga ofan
í jökulinn.
„Inni í göngunum mun fólk sjá
hvernig jökullinn er að innan,
hvernig snjór sem fellur á jökulinn
verður að hjarni og loks að þéttum
ís. Ætlunin er að inni í göngunum
verði einnig settur fram fróðleik-
ur um jöklana og áhrif hlýnunar
andrúmsloftsins,“ segir í skýrsl-
unni. Þá mætti einnig móta lista-
verk í ísinn.
Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu
eru hvatamenn að hugmyndinni,
en líklega yrðu þetta fyrstu göng
í hveljökli í heiminum sem yrðu
opin almenningi. Í grófri rekstrar-
áætlun kemur fram að áætlað sé
að um tuttugu þúsund gestir sæki
göngin heim á ári, en allt að áttatíu
prósent þeirra heimsæki jökulinn
hvort eð er. Aukningin væri því
um 4.000 manns.
Stærstur hluti gesta mun koma
upp á jökulinn við fjallaskálann
Jaka á Geitlandi, en göngin yrðu
staðsett í 1.250 metra hæð.
„Gert er ráð fyrir að fyrst verði
grafin út um 300 m löng göng í
ísinn. Innsti hluti þeirra verður
þá á um 30 metra dýpi í jöklinum,
í þéttum jökulís, og þar er gert ráð
fyrir að útbúnir verði eins konar
hellar þar sem tekið verður á móti
ferðamönnum,“ segir í skýrslu
Eflu. - kóp
Stærstu manngerðu ísgöng
heims áætluð í Langjökli
Umhverfisstofnun er jákvæð í garð 300 metra langra ísganga og hella í Langjökli. Heilbrigðiseftirlit hefur
áhyggjur af mengun. Á að laða að 20 þúsund gesti á ári, en þó lítið umfram þá sem fara á jökulinn.
➜ Heilbrigðiseftirlit óttast slæma umgengni
Við undirbúning verkefnisins hefur hugsanleg mengun á Langjökli verið
borin saman við mengun á Bláfjallasvæðinu. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
(HeV) telur að það sé ekki sambærilegt án betri gagna og að of margir
óvissuþættir séu til staðar við verkefnið sem kanna þurfi nánar.
Heilbrigðiseftirlitið vísar í starfsemi sem starfrækt var í fjallaskálanum
Jaka í Geitlandi við Langjökul, þar sem boðið var upp á afþreyingu fyrir
ferðamenn ásamt takmörkuðum veitingum. Snyrtiaðstaða var fyrir
gesti. Jökullinn hefur nú hopað svo mikið að mannvirkin standa nokkur
hundruð metrum utan við hann.
„Á þessum stað var umgengni það slæm 2008 að HeV varð að beita
sérstökum úrræðum. Þar var olíumengun í jarðvegi utan jökulsins. Hvað
hefði gerst ef viðkomandi mannvirki hefðu verið inni í jöklinum?“ segir í
umsögn eftirlitsins.
Námskeið
- innifalin í áskrift -
www.badhusid.is
Fékk öflugan skoteld í andlitið þegar kveikt var á risatertu á gamlárskvöld:
Gleraugun björguðu lífi Baldurs
LÁNSAMUR Auga Baldurs skaddaðist nokkuð þegar hann fékk aflmikinn flugeld í andlitið á gamlárskvöld. Hann áttaði sig á því
strax og huldi áverkann fyrir börnunum í kring. Einnig er hann illa kinnbeinsbrotinn en segir hlífðargleraugun hafa bjargað lífi
sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BANDARÍKIN, AP Dagblað í Penn-
sylvaníu í Bandaríkjunum fékk
póstsent dagatal frá lestarfyrir-
tæki fyrir áramót. Gallinn var sá
að dagatalið var fyrir árið 1950.
Dagatalið var póstsent fyrir
áramótin 1949 og 1950 til rit-
stjóra Scranton Times. Sá lést
hins vegar áður en árið 1950 gekk
í garð. Engar vísbendingar eru þó
um hvar dagatalið hefur verið í
þessi 63 ár. - bþh
Póstsending skilar sér:
Fengu 63 ára
gamalt dagatal
FÓLK „Eftir að
viðtalið birt-
ist við mig í
Íslandi í dag
fór gjörsam-
lega allt af
stað,“ segir
Andri Hrafn
Agnarsson, sem
greindist ófrjór
í haust og hefur
einsett sér að
hjálpa fólki í sömu sporum.
„Fyrir utan stuðning frá fjöl-
skyldu og vinum þá hefur þvílík-
ur fjöldi fólks sem við þekkjum og
sem við þekkjum ekki neitt skrifað
mér og Söru á Facebook, og meira
að segja fékk ég símtal frá manni
utan af landi sem ég þekki ekkert,“
segir Andri. - þeb / sjá síðu 10
Ófrjósamur og hjálpfús:
Nýtir erfiða
reynslu til góðs
ANDRI HRAFN
AGNARSSON
Bolungarvík -1° NA 5
Akureyri 0° SSV 3
Egilsstaðir 1° SA 6
Kirkjubæjarkl. 1° SSA 3
Reykjavík 3° SV 4
Minnkandi úrkoma og vindur en
bætir aftur í úrkomu og vind síðdegis
eða í kvöld. Hlýnandi. 4
Útvarps
þátturinn
Snorri með
Orra
frá hádegi
alla virka
daga