Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 18
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18
Fyrir liðlega eitt hundrað
árum setti Albert Einstein
fram kenningu sína: E=mc².
Efni er orka. Grundvöllur
lífsins er orka. Albert Ein-
stein spáði því að lækning-
ar framtíðar snerust um að
leiðrétta orkusvið frum-
unnar. Brenglun orkusviðs
leiðir til sjúkdóma. Marg-
ir Nóbelshafar hafa spáð
eins og meistarinn. Það
er talið að 95% allra sjúk-
dóma megi rekja til streitu. Nei-
kvæðar tilfinningar valda streitu
og brengla orkusvið. Afleiðingin er
órökvís hegðun. Fólk er leiksoppur
neikvæðra tilfinninga. Það kann að
vilja vel en er ekki sjálfrátt.
Það var árið 1905 sem Einstein
setti fram kenninguna um efni og
orku. Samt ól 20. öldin af sér mestu
illmenni mannkynssögunnar; Hitler
og Stalín. Kommúnistar og nasist-
ar rændu völdum þegar Þýskaland
og Rússland loguðu stafna í milli.
Vald í Moskvu og Berlín var án
hirðis. Siðblint hugarfar komst til
valda. Kommúnistar hlekktu þjóð-
ir í fátækt, nasistar fóru með stríði.
Báðir ismar hötuðust við velgengni
og ofsóttu eigendur veraldlegra
gæða.
Stalín og Hitler voru siðblindir
nei-hugar, bullur sem gerðu út á
hinn lokaða huga fátæktarvitundar
sem jafnan selur sig undir öflugasta
nei-ið sem þó tortímir sér að lokum.
Hugarfar fátæktarvitundar ríkti í
Evrópu. Útkoman var ofsafengið
stjórnlyndi. Nei ómaði milli fjalls
og fjöru. Um álfuna fór kerling í
tötrum með Drekann frá Niðafjöll-
um í bandi og dæturnar Ágirnd og
Öfund og synina Spuna og Hrotta.
Það var myrkur í mannheimum.
Fátæktarvitund einkenndi ismana;
ofríki, ágirnd, öfund, reiði og illska.
Nei-hugur hatast við lýðræði. 20.
öldin var öld öfganna. Evrópa var
leiksoppur neikvæðra tilfinninga,
veröldin öll. Þegar allt kom til alls
voru þeir Stalín og Hitler bara að
agta út neikvæðar tilfinningar.
Þegar allt kemur til alls er illska
bara birtingarform nei-
kvæðra tilfinninga.
Lífsorkan í sinni tær-
ustu mynd er kærleikur
en neikvæðar tilfinningar
blokk era flæði lífsorkunn-
ar. Hinn opni hugur leitar í
ljósið en hinn lokaði hugur
í myrkrið. Þetta er lögmál
lífsins. Sigmund Freud kall-
aði nei afl dauða og illsku.
Kristur boðaði að lífsorkan
væri kærleikur.
Mannkyn er enn eina ferðina að
reisa múra, stöðugt hærri múra
þó sá illræmdasti hafi fallið fyrir
tæpum aldarfjórðungi. Stjórnlynd
öfl eru í sókn. Í Brussel er vald án
hirðis. Evrópa leikur sér enn að
eldi. Þangað sækir stjórnlynt fólk
eins og flugur í ljós. Við þessu er
varað í Váfugli.
Af spunarokkum
Eftir að áhrifamesti bísniss-
mógull landsins lenti fyrir ára-
tug í klóm réttvísinnar tók hann
að safna fjölmiðlum. Hann eign-
aðist Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgj-
una, DV og fjölda tímarita. Hann
gerði bandalag við pólitísk öfl
sem eiga stjórnlyndi og ofríki að
lögfesti; öfl með nei sem heim-
ilisfesti. Hann leitaði í myrkrið
og eignaðist öfluga bandamenn.
Hámarki náði spuninn þegar
starfsmenn Baugsmiðla lögðu ban-
ana að Alþingi, húsbónda sínum
til stuðnings. Þeir þöndu rokkinn
ásamt Ríkisútvarpinu. Þeir mögn-
uðu upp neikvæða orku. Nú situr
nei í söðli íslensks samfélags og
rekur hjörðina í réttir.
Helsta markmið þeirra sem sitja
við rokkana í Skaftahlíð og Efsta-
leiti er að koma Íslandi í ESB sem
er að verða stórríki. Allt er gert
til þess að draumurinn rætist þó
þjóðin sé full efasemda. Kolbeinn
Proppé, blaðamaður Fréttablaðs-
ins, sakar mig um að vera með
evrófóbíu. Það auðvitað eru for-
dómar blaðamanns. Ef ESB væri
bandalag um frjálsa markaði með
frelsi í öndvegi þá væri ég fyrstur
til að styðja aðild Íslands að ESB.
Svo er því miður alls ekki.
Hingað kom á dögunum bresk
þingkona sem sagði: „Lýðræði er
of dýrmætt að glata.“ Hún varaði
okkur við „Brussel-maskínunni“
sem hún segir að sé ólýðræðisleg.
Bretar eru fullir efasemda um
þróun mála í Brussel sem stöð-
ugt sogar til sín meira vald. Tveir
af hverjum þremur vilja út. Auð-
vitað vildu hvorki Baugsmiðlar
né RÚV ræða við Kate Hoey. Þeir
taka ekki málefnalega rökræðu en
eru áróðurs stofur stjórnlyndra afla.
Það er misskilningur hjá Kol-
beini Proppé að Evrópusambandið
sé váfugl í samnefndri sögu minni.
Það er mikill misskilningur. Váfugl-
inn býr djúpt, djúpt í myrkviðum
mannlegrar vitundar. Váfuglinn
unnir sér aldrei hvíldar.
Váfugl í véum
kreppir lýðræði
vald án hirðis,
vá fyrir dyrum.
Vargur dritar
í hreiður þjóðar.
En ljósið vinnur alltaf. Viðsnún-
ingurinn hefst þegar spádómur
Einsteins rætist. Þá byrjar mann-
kyn að vinda ofan af neikvæðum til-
finningum og múrar hrynja. Þekk-
ingin er komin til mannheima. Gott
væri ef þingmenn hæfust handa að
vinda ofan af eigin neikvæðum til-
finningum í stað þess að agta þær
út við Austurvöll.
Þá á forsætisráðherra ekki á
hættu að vera kýldur í þingsal né
verður efnt til pólitískra réttar-
halda. Eða forsætisráðherra hlaupi
á eftir villiköttum á göngum þing-
hússins.
Af Einstein og spunarokkum
Betsson er fyrirtæki sem
býður viðskiptavinum um
allan heim spilaþjónustu á
netinu frá höfuðstöðvum
sínum á Möltu. Við teljum
rétt að segja okkar skoðun
á nýlegu frumvarpi innan-
ríkisráðherra Íslands um
breytingar á happdrættis-
lögum landsins en fjalla
líka um algengan mis-
skilning um spilamennsku
á netinu og útskýra fyrir
hvað Betsson stendur sem
fyrirtæki.
Ef tilgangur frumvarps innan-
ríkisráðherra á að vera vernd fyrir
þá sem spila á netinu þá mun það
óhjákvæmilega mistakast eins og
hefur sýnt sig annars staðar. Það
er líka ástæðan fyrir því að Dan-
mörk, Bretland, Eistland, Ítalía,
Frakkland, Belgía, Þýskaland, Sví-
þjóð, Holland og Spánn hafa breytt
(eða munu breyta) fyrri einkarétt-
arstöðu og hafa innleitt leyfiskerfi
án mismununar undir innlendri
stjórn.
Slík kerfi eru ekki aðeins í
flestum tilvikum í samræmi við
evrópsk lög heldur tryggja þau
að sem flestir spili á netsvæð-
um sem heyra undir lög og eftir-
lit hvers lands, og hafi að auki val
um hvert þeir kjósa að beina við-
skiptum sínum.
Vernd notenda
Megintilgangur þessara laga-
breytinga í Evrópu er vernd not-
enda sem fer að fullu saman við
gildi og skuldbindingar Bets-
son. Árið 2009 fékk Bets-
son æðstu viðurkenningu
leikjageirans fyrir félagslega
ábyrga starfsemi. Við leitumst
stöðugt við að vera í forystu á því
sviði.
Betsson AB, hið sænska móður-
félag Betsson Möltu, býr yfir 50
ára sögu og er skráð í Norrænu
kauphöllinni OMX í Stokkhólmi.
Betsson Malta er undir strangri
stjórn Lottó og spilayfirvalda
Möltu (LGA) sem felur til dæmis
í sér að sjóðir viðskiptavina eru
aðskildir. Við erum einnig með
staðbundin leyfi í Danmörku, Eist-
landi og Ítalíu með álíka eða jafn-
vel enn strangari reglum. Enda er
öryggi viðskiptavina Betsson mjög
mikið.
Við erum í stöðugum viðræðum
við stjórnvöld víða um hvernig
hægt er að útfæra reglusetningu
á netspilamennsku á ábyrgan
og árangursríkan hátt. Við von-
umst til að einhvern daginn gef-
ist tækifæri á slíku samráði við
íslensk stjórnvöld til hagsbóta
fyrir íslenska notendur og skatt-
greiðendur.
Ábyrg spilamennska
með Betsson EVRÓPUMÁL
Hallur
Hallsson
höfundur Váfugls
SPILAMENNSKA
Ulrik
Bengtsson
forstjóri Betsson
Opið svarbréf til fv. for-
manns Nesklúbbsins,
Eggerts Eggertssonar.
Sakleysislegur saman-
burður minn á tekjum Nes-
klúbbsins sem ég tilheyri
og tekjum Nesprestakalls
þar sem ég þjóna virðist
hafa valdið þér nokkru
hugarangri. Lunginn í
grein þinni er góð kynning
á starfi klúbbsins en inn-
gangurinn er lítið annað
en misskilningur og þar
örlar einnig á fordómum
gagnvart kirkjunni.
Ekkert í minni grein var hugsað
sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins
og því kom það mér á óvart að þú
skyldir bregðast við með þessum
neikvæða hætti og nota tækifærið
til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu
þjónustustofnun þjóðarinnar, sem
yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna tilheyrir.
Ríkið í samkeppni við trúfélög
Markmið mitt með greininni var
að sýna fram á hvað rekstur ann-
arrar stærstu sóknar í Reykjavík
kostar í raun lítið. Samanburður-
inn er Nesklúbbnum í hag því þar
sést svart á hvítu hverju fámennur
hópur getur áorkað sé brennandi
áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig
getað sýnt fram á að heildartekjur
Nesprestakalls væru álíka miklar
og laun fjögurra einstaklinga sem
hver um sig hefur eina milljón á
mánuði og þeir eru fleiri í þjóð-
félaginu en margan grunar.
Þú talar um ríkiskirkju og það
sýnir að þú hefur ekki lesið grein-
ar mínar af nógri athygli. Ríkið
innheimtir sóknargjöld fyrir öll
trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn,
bahá’í-söfnuðinn, aðventista, hvíta-
sunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku
kirkjunnar, fríkirkjur af
ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna
o.fl. Vilt þú þar með kalla
þessi félög ríkistrúfélög
vegna þjónustunnar sem
ríkið veitir þeim?
Þú gagnrýnir að börn
séu skráð í trúfélög og
verði að greiða sóknar-
gjald til trúfélags þegar
þau eldast. Skv. lögum
tilheyra börn trúfélagi
móður eða eru utan trú-
félaga sé hún það. En
hvað greiðslu varðar þá
er það rangt að þau þurfi full-
orðin að greiða til trúfélags gegn
vilja sínum eins og sannast á þér
sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald
þeirra sem kjósa að vera utan allra
skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð
hjá Háskóla Íslands en þessu var
breytt illu heilli af löggjafanum og
rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið
er þar með komið í samkeppni við
trúfélög í landinu. Gjaldið er sem
nemur verði tveggja til þriggja
kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það
jákvætt að fólki utan trúfélaga sé
gert að greiða lítilræði til göfugra
málefna eins og var gert með hinu
eldra fyrirkomulagi en er andvíg-
ur núverandi kerfi.
Kostnaðarsöm innheimta
Börn eru oft skráð í íþróttafélög
og fjöldi barna sem ég skíri í Vest-
urbænum er kominn í KR-bún-
ing áður en þau losna úr bleyju.
Íþróttafélög fá gríðarlegar upp-
hæðir úr opinberum sjóðum. Mörg
stór íþróttamannvirki eru byggð af
hinu opinbera en kirkjur af söfn-
uðunum sjálfum. Konurnar sem
bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. ára-
tug liðinnar aldar og seldu afurðir
sínar og karlarnir sem gáfu vinnu
sína byggðu Neskirkju ásamt
öðrum sóknarbörnum sem greiddu
sitt félagsgjald.
Þú segir: „Ef trúfélög og þá sér-
staklega Þjóðkirkjan vill hafa golf-
hreyfinguna að leiðarljósi þá ætti
hún að segja skilið við ríkisvald-
ið, hætta að láta Hagstofuna skrá
félaga og innheimta sjálf félaga-
gjaldið.“
Þessu er til að svara að Þjóð-
kirkjan og ríkið skildu árið 1997
er þau gerðu með sér samning
þar um. Ríkið innheimtir að vísu
áfram sóknargjöldin en tekur nú
af þeim rúmlega 36% hlut. Það
er ærið kostnaðarsöm innheimta
svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið.
Kirkjan gæti auðvitað séð um inn-
heimtuna sjálf eða framselt hana
til banka eins og Nesklúbburinn
gerir. Þannig vinna félagasam-
tök gjarnan í dag. En þá spyr ég:
Muntu þá segja að kirkjan verði á
framfæri bankanna?
Ég ítreka að í umræddum grein-
um mínum var ekkert sem túlka
má sem gagnrýni á Nesklúbbinn,
ekkert, Eggert!
Ég óska þér farsældar á nýju
ári. Við munum vonandi taka golf-
hring saman næsta sumar eins og
oft áður og njóta útiveru á Nes-
inu innan um kríur og aðra fugla,
fiðraða sem ófiðraða.
Ekkert, Eggert
ÞJÓÐKIRKJAN
Séra Örn
Bárður Jónsson
sóknarprestur í
Neskirkju
➜ Um álfuna fór kerling
í tötrum með Drekann frá
Niðafjöllum í bandi og dæt-
urnar Ágirnd og Öfund og
synina Spuna og Hrotta. Það
var myrkur í mannheimum.
➜ Við erum í stöðug-
um viðræðum við
stjórnvöld víða um
hvernig hægt er að
útfæra reglusetningu
á netspilamennsku
á ábyrgan og
árangursríkan hátt.
3. janúar 2013
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Opinn fundur – aðgangur ókeypis
Fyrirlestrar fyrir almenning á 16. ráðstefnunni um
rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla
Íslands.
Fimmtudaginn 3. janúar 2013, kl. 15.50–17.20
í sal 104 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands.
Erindi flutt af Guðmundi Þorgeirssyni, prófessor
Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum
Erindi flutt af Halldóri Jónssyni jr, prófessor
Skurðaðgerðir á Íslandi við slitgigt, nýjar
fóðringar eða staurliður
Dagskrá ráðstefnunnar og ágrip rannsókna,
á slóðinni:
http://www.laeknabladid.is/fylgirit/fylgirit/2013/
fylgirit-73
➜ Þá tel ég það jákvætt
að fólki utan trúfélaga sé
gert að greiða lítilræði til
göfugra málefna eins og
var gert með hinu eldra
fyrirkomu lagi en er and-
vígur núverandi kerfi .
Save the Children á Íslandi