Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 14
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
A
gnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram
áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í
Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan
hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Land-
spítalans.
Biskupinn benti á að Landspítalinn værir fyrir alla sem
byggju í landinu. „Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum
í þessu landi. Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að
vera leiðandi í söfnun til tækja-
kaupa á Landspítalanum í sam-
ráði við stjórnendur spítalans.
Samtakamáttur þjóðarinnar
hefur einatt skilað miklum
árangri,“ sagði hún.
Fréttablaðið fjallaði á síðasta
ári mikið um tækjaskortinn
á Landspítalanum. Í þeirri
umfjöllun kom meðal annars
fram að stórum hluta tækjakostsins væri haldið gangandi með
sífelldum viðgerðum. Dæmi væru um að tækjum væri tjaslað
saman með límbandi. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, sagði
að það hefði komið fyrir að fresta varð krabbameinsmeðferð
vegna þess að bæði geislatæki spítalans voru biluð á sama tíma.
Talið hefur verið að Landspítalinn þyrfti 2-3 milljarða króna
til að endurnýja tækjakost sinn með viðunandi hætti á þessu og
síðasta ári. Verulega vantar upp á það í fjárveitingum Alþingis
til spítalans, þótt eitthvað hafi verið komið til móts við þörfina
bæði í fjáraukalögum síðasta árs og fjárlögum þessa. Vand-
ræðaástand blasir því áfram við.
Okkur hættir stundum til að hugsa sem svo að með skött-
unum okkar, sem flestum þykja nógu háir, sé flestum þörfum
í velferðarþjónustunni mætt. Auðvitað er það samt ekki svo og
margvísleg starfsemi reiðir sig á bein framlög frá almenningi,
auk fjárveitinga af fjárlögum.
Áratugum saman hefur það raunar verið svo að stór hluti
af nýjum tækjum á Landspítalanum hefur verið keyptur fyrir
gjafa- og söfnunarfé einstaklinga og margvíslegra félaga-
samtaka, sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf. Núna
er þörfin hins vegar svo brýn og ástandið svo slæmt, að full
ástæða er til að efna til þjóðarátaks á borð við það sem Agnes
biskup leggur til.
Það er vel til fundið af forystu þjóðkirkjunnar að beita sér
fyrir þjóðþrifamáli eins og þessu. Það er liður í því að kirkjan
færi sig nær almenningi og taki beinan þátt í að vinna að
margs konar góðum málum, sem snerta almannahag.
Engum stendur nær en kirkjunni að minna á hlutverk sam-
kenndar og samhjálpar í þjóðfélaginu. „Samkennd er nauðsyn-
leg í samfélagi okkar. Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagn-
vart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur
haft áhrif,“ sagði Agnes Sigurðardóttir í nýárspredikuninni.
Það er rétt hjá biskupi. Í myndarlegu þjóðarátaki í þágu
Landspítalans er hægt að virkja samtakamáttinn og tryggja að
við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, þurfi vinur okkar eða
ættingi á þjónustu spítalans að halda, að tækin séu ekki til eða
virki ekki sem skyldi.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nú um jólin fögnuðu aðdáendur enska
skáldjöfursins J.R.R. Tolkiens frumsýn-
ingu á mynd sem byggð er á bók hans
um hobbitann Bilbó Bagga. Bókin kom út
fyrir margt löngu og hefur heillað jafnt
börn sem fullorðna. Eins og kunnugt er
þá leitaði höfundurinn víða fanga við
smíði Hobbitans, m.a. í íslenskum forn-
bókmenntum. Nöfn dverganna eru m.a.
fengin úr Eddukvæðum og sjálfur var
Tolkien mikill aðdáandi íslenskrar tungu.
Það er því sjálfsögð kurteisi við þennan
snilling enskra bókmennta að þýðingar á
verkum hans á íslensku séu vel úr garði
gerðar. Þetta á ekki síður við um þýðingar
á kvikmyndum sem byggðar eru á bókum
Tolkiens.
Óhætt er að segja að þýðingin á kvik-
myndinni Hobbitanum hafi ekki tekist sem
skyldi. Satt að segja leynast þar fjölmarg-
ar ambögur og víða gætir herfilegs mis-
skilnings á frumtexta, svo mikils að jafn-
vel meðaljónar í enskri tungu eru furðu
lostnir. Hér skulu nefnd fáein dæmi. Gand-
álfur segir við ferðafélaga sína: „Áum
hér“ þegar ætlunin er að æja, ætti sem
sagt að vera: æjum hér. Gandálfur spyr
sig líka eins og unglingur að því „hvað sé í
gangi“ þegar hann reynir að átta sig á því
hvað sé um að vera. Margsinnis eru ensk
orð þýdd beint á íslensku án þess að hirt sé
um ólíka merkingu orðanna. Þannig færir
Gandálfur Bilbó sverð, „a sword of your
size“ eða sverð sem hæfir smæð hobbit-
ans. Í íslensku þýðingunni segir: „Sverð
á stærð við þig“. Ein aðalpersónan meðal
dverga er Thorin Oakenshield eða Þórinn
Eikinskjöldur. Ekki verður betur séð en
að nafn Eikinskjaldar komi fyrir óbeygt
eða jafnvel sem Eikinskjölds í eignarfalli.
Þannig mætti lengi telja.
Eins og siður er í bókum Tolkiens
bregða dvergar fyrir sig bundnu máli.
Þýðandanum virðist kunnugt um ljóð-
stafi í íslensku en kann ekki að nota þá.
Þannig eru ýmist engir stuðlar né höfuð-
stafir í ljóðlínum eða ofstuðlunin keyrir
um þverbak; sami samhljóði er notaður í
næstum hverju orði einnar braglínu. Þetta
hefði Tolkien aldrei sætt sig við fyrir hönd
íslenskrar tungu.
Það er tillaga mín að þeir sem eiga
sæmd Tolkiens sem höfundar að verja hér
á landi láti laga þýðinguna á kvikmyndinni
eða stöðvi sýningu hennar að öðrum kosti.
Slíkt virðingarleysi við frábæran rithöf-
und á borð við J.R.R. Tolkien er okkur
Íslendingum ekki sæmandi. Í það minnsta
ætti Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO,
að firra sig slíkri lágkúru.
Tolkien sýnd nægileg virðing?
MENNING
Gunnsteinn
Ólafsson
tónlistarmaður
Velkomin í núið
– frá streitu til sáttar
Byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy sem tvinnar saman
aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku.
Námskeiðið er í 8 vikur
á Hilton Reykjavík Nordica kl.17:30 til 19:00.
Innifalið er geisladiskur með árvekniæfingum og handbók
Skráning er hjá Nordica Spa í síma 444 5090
og á http://nordicaspa.is
Verð: 49.000 kr.
Meðlimir Nordica Spa fá 10% afslátt
Næstu námskeið verða:
9. janúar.
Leiðbeinendur verða Anna Dóra Frostadóttir
og Guðbjörg Daníelsdóttir sálfræðingar.
27. febrúar.
Leiðbeinendur verða Herdís Finnbogadóttir
og Margrét Bárðardóttir sálfræðingar.
N Á M S K E I Ð
Innifalið
1 vika ók
eypis
aðgangur
í alla opn
a
tíma Nord
ica Spa,
gufu og h
eita potta
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Biskup vill safna fyrir betri tækjum Landspítala:
Söfnun undir
merki samkenndar
Ekki óvænt
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er hætt
á þingi frá með gærdeginum. Það
þarf ekki að koma neinum á óvart
– hún hefur strítt við ríkisstjórnina í
hverju málinu á fætur öðrum, ver-
ið jaðarsett í þingflokki Vinstri
grænna svo til allt kjörtímabilið
og átti þar fáa bandamenn undir
það síðasta eftir að þremenn-
ingarnir Atli, Ásmundur og Lilja
hurfu á braut. Í apríl 2011 kom
Guðfríður Lilja úr fæðingaror-
lofi og var um leið sett af
sem þingflokksformaður
Vinstri grænna. Það hefur
líklega ekki aukið ánægju
hennar.
Tvær vinnur ei meir
Það er samt ekki svo að Guð-
fríður hafi ekkert að gera. Hún var
nefnilega ráðin í vinnu í sumar sem
leið við að kortleggja mannrétt-
indamál fyrir innanríkis-,
utanríkis- og velferðarráðu-
neytið. Það er býsna
óvenjulegt að sitjandi
þingmenn séu ráðnir
í vinnu við þess-
lags verkefni og
kannski er ágætt
að hún þurfi
ekki lengur að
sinna tveimur
störfum sam-
tímis.
Árangurslítið
Gegnumgangandi stef í Áramóta-
skaupi sjónvarpsins var ádeila á
umræðuhefðina á netinu, dónaskap
og gífuryrði. Til að glöggva sig á
kveikjunni að því gríni þurfti ekki
annað en að fara á netið eftir að
Skaupinu lauk og lesa skoðanir
manna á því. Það var ekki að sjá að
margir hefðu tekið ofanígjöfina til
sín. stigur@frettabladid.is