Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 32
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. labb, 6. bardagi, 8. áverki, 9. rúm ábreiða, 11. bókstafur, 12. krapi, 14. frumefni, 16. sjó, 17. regla, 18. heyskaparamboð, 20. stöðug hreyfing, 21. tónleikar. LÓÐRÉTT 1. dans, 3. mannþvaga, 4. vopn, 5. viður, 7. raddbönd, 10. óvild, 13. eiga heima, 15. titra, 16. pumpun, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. rölt, 6. at, 8. sár, 9. lak, 11. sé, 12. slabb, 14. flúor, 16. sæ, 17. agi, 18. orf, 20. ið, 21. gigg. LÓÐRÉTT: 1. vals, 3. ös, 4. lásbogi, 5. tré, 7. talfæri, 10. kal, 13. búa, 15. riða, 16. sog, 19. fg. Ég hef aðeins verið að spá í mömmu þína Jói! Hún er yfir 60 ára og rekur nuddstofu í eldhúsinu hjá sér! Mhmm! Mhmm! Hún tekur á móti ókunnugum mönnum ... allan sólarhringinn... í náttsloppnum! Og nuddar þá! Á eldhús- borðinu? Er það ekki svolítið furðulegt? Ekki frá mínum bæjardyrum séð! OPIÐ HÚS OPIÐ Einmitt þegar maður hélt að heimurinn gæti ekki orðið heimskari... Ég hef fundið mína köllun í lífinu. Ég heyri raddir í höfðinu á mér. Ekki hafa áhyggjur af hádegismatnum, pabbi. Ég er búinn að setja hann í töskuna þína. Í alvöru? Frábært!! Takk, Hannes. Þú þurftir ekki að borða þetta allt! Um kvöldið... Fjórar gosdósir, ostsneið, tvær kökusneiðar og smjörstykki. Eldamennskan hófst þá um morgun-inn, þetta skyldi verða flott. Rótar- grænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjór- ar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftir- rétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. VIÐ erum fjögur í fjölskyld- unni. Þar af tvö það langt undir fermingu að bragð- laukar þeirra gefa lítið fyrir timían, hvað þá fennel. Það var því augljóst frá upphafi að afgangarnir yrðu einhverj- ir en það var með ráðum gert. Kaldir kjötafgangarnir skyldu nýttir í jólalokuna svoköll- uðu en það er sérlega vel útilátin samloka sem hefð hefur skapast fyrir hjá okkur á jóladag. Tilhlökkunin vegna jólalokunnar er ekki minni en vegna jóla- máltíðarinnar sjálfrar. Stundum er hún margra hæða með súrum gúrk- um og sætu sinnepi og kjöt áleggið í svo þykkum sneiðum að það hálfa væri nóg. Það var eingöngu vegna jólalokunn- ar að hvorki meira né minna en fjórar tegundir kjöts kraumuðu nú í ofni og í pottum og pönnum. Lokan þessi jólin yrði rosaleg. HÚSBÓNDINN mundaði því kjöthita- mælana og fylgdist með hverri gráðu. Það er ekki sama hvernig þetta er gert, mismunandi hiti á við hverja tegund og ekkert má út af bera. Hann gaf sér varla tíma til að skipta í betri fötin, svo umhugað var honum um bragðgæði, meyrni og áferð. Þegar jólin komu með klukknaómi og kræsingarnar skyldu á borðið var kjöt- ið það eina sem stóð klárt. Grjónin í rjómalagaða möndlugrautinn sem átti að vera í forrétt voru enn í pakkanum. Rótargrænmetið sem átti að lagast með timíani og fenneli var enn í sínu upp- haflega formi inni í ísskáp og sömuleiðis kartöflurnar! En það þýðir ekkert að láta svona lagað slá sig út af laginu. Krakkarnir fengu það sem til var enda hefði þeim ekki getað staðið meira á sama um fjarveru fennelsins. Við tvö borðuðum síðar, sama kvöld þó, þegar kartöflurnar voru soðn- ar og slepptum forréttinum. Fyrir vikið var jólamáltíðin talsvert á annan veg en til stóð en það gerði ekkert til. Jólin snú- ast jú um annað og meira. Jólalokan var hins vegar rosaleg! Jólalokan mikla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.