Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 26
2. JANÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR4 ● Heilsuhótel Íslands PI PA R\ TB W A -S ÍA - 1 2 3 8 2 9 Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú? Aðeins 4 mínútur frá Keflavíkurflugvelli – sparar þér tíma og peninga KEFLAVÍKUR- FLUGVÖLLUR Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ásbrú í Reykjanesbæ er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er umbreytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnu lífs. Svæðið hentar einstaklega vel fyrir flutningafyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem sjá hag sinn í að vera nálægt alþjóðaflugvelli. Á Ásbrú er hlið beint inn á flugsvæði Keflavíkurflugvallar og góð tenging við stórskipahöfnina í Helguvík. Allar gerðir húsnæðis eru á svæðinu, bæði til útleigu og sölu, s.s. geymslu húsnæði og skrifstofu húsnæði. Mikil upp bygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna fjölmörg sprotafyrirtæki og menntastofnanir. Nánari upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is. Chad Kailen, einkaþjálfari, nuddari og nær- ingarfræðingur á Heilsuhóteli Íslands, notar ýmsar leiðir til að ná árangri við að bæta heilsu fólks. „Á hverjum morgni fer ég með hópinn minn í göngutúr. Eftir það förum við í gegnum léttar styrktar- og teygjuæfing- ar. Markmiðið er að losa um liðina og koma líkamsvökvum af stað. Þannig fáum við nýjan vökva inn í liðina og komum hreyfingu á vökvaflæðið.“ Æfingarnar eru einfaldar og til þess gerðar að fólk geti tileinkað sér þær og framkvæmt þær heima hjá sér eftir að dvöl á hótelinu lýkur. „Fólk sem kemur hingað öðlast þekkingu og færni til ná betri heilsu og líðan.“ Önnur og ár- hrifarík aðferð sem Chad notar er nudd. „Nudd er tilvalin leið til að endurhlaða líkamann og koma hreyfingu á líkamsvökva. Með því er hægt að leiðrétta spennu í líkamanum. Stíf- ar axlir síga niður við að vera nuddaðar og fólk verður eðlilegra og slakara. Nudd er samt ekki bara til þess gert að slaka á, heldur hefur mun meiri áhrifamátt en það. Þetta finnur fólk þegar það er nuddað; það er endurnært.“ Áhrifaríkar aðferðir til uppbyggingar Chad notar til dæmis svona keilur við styrktar- og liðleikaæfingar ásamt því að beita nuddi. ● PERSÓNULEG RÁÐ GJÖF VIÐ AÐ HÆTTA TÓBAKSNOTKUN Ráð- gjöf í reykbindindi hefur starf- að óslitið frá árinu 2000 og er því að hefja fjórtánda starfsár sitt. Þjónusta Reyksímans bygg- ir á heimasíðunni www.reyk- laus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá klukkan 17-20 alla virka daga og svara sérþjálfaðir ráðgjafar í símann. Fyrstu tvær vikurnar í janúar er lengri opnun eða frá klukkan 16-21. Þjónustan er sér- sniðin að þeim sem vilja hætta tóbaksnotkun, en margar leiðir eru til þess. ● FYRIRLESTRAR AUÐAR HEILSUKOKKS Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur hefur haldið vinsæl námskeið í hollri matargerð og lífsstíl undanfarin ár. Hún hefur gefið út tvær spennandi upp- skriftabækur sem báðar seld- ust upp. Bókin Heilsudrykkir kom út 2012 og nú fyrir jól kom út bókin Heilsusúpur og salöt. Auður verður með fyrirlestra á helgarnámskeiðum Heilsu- hótels Íslands í janúar og febrú- ar á næsta ári. Sjá nánar á www. heilsukokkur.is. ● EIN GLÆSILEGASTA LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ LANDSINS Sporthúsið Reykjanesbæ var opnað þann 15. september síðastliðinn eina glæsilegustu heilsu- og líkams- ræktarstöð landsins á Ásbrú. Stöðin er í rúmlega 2.000 fer- metra húsnæði sem hefur allt verið endurgert. Sporthúsið býður upp á allt það helsta í heilsurækt í dag svo sem full- kominn tækja- sal, einka- þjálfun, Hot- yoga, skvass, spinn- ing, fit pilat- es, ketil- bjöllur auk fjölda opinna hóptíma og nám- skeiða. Þá hafa bæði Crossfit- og Superform-námskeiðin sleg- ið rækilega í gegn. Sporthúsið er í nánu samstarfi við Íþrótta- og heilsuskóla Keilis sem býður upp á ÍAK-þjálfaranám.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.