Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 24
2. JANÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR2 ● Heilsuhótel Íslands Gestir Heilsuhótelsins njóta meðal annars aðstoðar heilsuráðgjafa. Þeir leiðbeina gestum um mataræði og hreyfingu auk þess að veita góðar leiðbeiningar eftir að dvöl lýkur þar. S tarf heilsumarkþjálfa er ansi fjölbreytt og koma þeir að ýmsum þáttum í starfsemi Heilsuhótelsins. Stein- unn Aðalsteinsdóttir hefur starf- að þar frá haustinu 2009. „Ég nýti þekkingu mína til að miðla henni áfram til viðskiptavina Heilsu- hótelsins, meðal annars í formi fyrirlestra. Einnig stýri ég leik- fimi ásamt öðrum og ýmsum líkams meðferðum. Ég lærði snyrtifræði og einkaþjálfun á sínum tíma og allt nýtist þetta vel í starfi mínu hér á Heilsu- hótelinu.“ MEÐFERÐ Í TVÆR VIKUR Viðskiptavinir Heilsuhótelsins stoppa yfirleitt í tvær vikur. Einn- ig er hægt að koma yfir helgi. Steininn segir að hægt sé að kenna gestum margt nytsamlegt á þess- um tíma, eins og að lesa utan á umbúðir matvæla, fara yfir ýmis atriði er snúa að umhirðu húðar- innar og auðvitað að mataræði og hreyfingu sem skiptir vitanlega miklu máli. MATARRÆÐI SKIPTIR MÁLI Að sögn Steinunnar skiptir matar æði mjög miklu máli og í mörgum tilfellum þarf að taka það til endurskoðunar hjá gestum Heilsuhótelsins. „Í raun er þetta einfalt. Borði maður hollt og næringar ríkt fæði öðlast maður um leið orku til að hreyfa sig. Ef maður hreyfir sig borðar maður ósjálfrátt hollari mat þannig að úr verður góð hringrás. Ef maður er hins vegar allt- af á næringarsnauðu fæði verð- ur maður orkulaus og líkaminn biður um meiri orku svo að þrátt fyrir að borða jafnvel fullt af hitaeiningum eru þær næringar- snauðar. Það leiðir til þess að maður borðar bara meira, þar sem líkaminn þarf næringu og mikil orka fer í að melta og við verðum orkulausari. Það er ekki góður hringur að vera fast- ur í. Mataræði er því gríðarlega mikil vægt og þess virði að gefa sér tíma í að skipuleggja það vel, jafnvel nokkra daga fram í tím- ann.“ EFTIRFYLGNI EFTIR LOK DVALAR Eftir að dvöl lýkur á Heilsu- hótelinu fá gestir þess góðar leið- beiningar um framhaldið, sér- staklega varðandi hreyfingu og mataræði. „Við leggjum mikla áherslu á að leiðbeina fólki varð- andi hvaða matvælum má skipta út og hvar er hægt að breyta til. Það þarf ekki að skipta öllu út strax heldur er hægt að taka þetta í þrepum. Mestu skiptir þó að taka út unnin matvæli, hvítt hveiti og sem mest af sykri.“ Á Facebook-síðu sinni, Heilsu- hótel Íslands – Steinunn heilsu- markþjálfi, mun Steinunn meðal annars veita gestum Heilsu- hótelsins stuðning eftir að dvöl lýkur. „Þar mun ég meðal annars setja inn hollar uppskriftir, góð ráð og svara fyrirspurnum. Ég hvet alla til að kíkja þangað inn.“ Heilsuhótel Íslands hefur síðast- liðin þrjú ár unnið með fólki sem vill bæta eigin lífsstíl, draga úr streitu og bæta svefn. STREITA Ástæður streitu geta verið marg- vís legar, meðal annars áhyggjur af vinnu, fjölskyldu og fjármálum. Dæmi um einkenni sem geta gefið til kynna streitu eru einbeitingar- leysi, tilfinning um að ráða ekki við aðstæður, lítið sjálfstraust, vandræði með svefn eða svefn- leysi, hár blóðþrýstingur, höfuð- verkur, meltingar truflanir, aukin áfengis neysla og slæmt matar æði. Einstaklingur þarf að finna fyrir einu eða fleirum af ofan töldum einkennum til að teljast þjást af streitu. Einföld skýring á streitu er uppsöfnuð þreyta í líkama og sál. Streita líður oft hjá, svo sem þegar streituvaldur er ekki lengur til staðar. Gestir á Heilsuhóteli Ís- lands hafa náð góðum árangri og unnið sig út úr streituvaldandi aðstæðum og áttað sig á að raun- verulegra breytinga var þörf. Þetta hafa þeir gert með því að mæta á tveggja vikna námskeið sem nú eru haldin fyrsta föstu- dag í hverjum mánuði og hafa um 3.000 manns sótt slík námskeið. Dvöl á Heilsuhóteli Íslands, sem byggir á hvíld og slökunar- meðferðum svo sem heilsu bætandi nuddi, jóga og fleiru en umfram allt jákvæðu og skemmtilegu umhverfi, hefur víðtæk áhrif á árangur til enn betri heilsu. Streitu og þreytu gefið hornauga Gestir á Heilsuhóteli Íslands hafa náð góðum árangri og unnið sig út úr streituvaldandi aðstæðum. ● HEILSURÁÐ ÁSDÍSAR RÖGNU Ásdís Ragna Einarsdótt- ir, grasalæknir BSc, er einn af fyrir lesurum við Heilsu- hótel Íslands og hefur gefið fjölda manns heilsu- ráð um betri heilsu og líðan. Á nýja árinu er gott að hafa eftirfarandi í huga þegar kemur að heilsunni. - Tökum skref fyrir skref í átt að betri heilsu en þannig er auðveldara að temja sér nýjar og betri venjur. - Reynum að draga úr streitu og álagi og finna leiðir til að slaka á eins og með hugleiðslu og hvíld. - Borðum litríkan, hreinan og fjölbreyttan mat og reynum að velja lífrænt eins og hægt er. - Finnum okkur hreyfingu við hæfi og förum reglulega út til að fá dags- birtuna og fylla okkur af fersku súrefni. - Vatn, vatn, vatn! Einnig er gott að drekka jurtate og nota kaffi og aðra koffíndrykki í hófi. www.facebook.com/grasalaeknir.is Hugmyndafræði heilsueflingar „Borði maður hollt og næringarríkt fæði öðlast maður um leið orku til að hreyfa sig,” segir Steinunn Aðalsteinsdóttir, heilsu- markþjálfi hjá Heilsuhóteli Íslands. MYND/ARNOLD BJÖRNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.