Fréttablaðið - 02.01.2013, Blaðsíða 34
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26MENNING
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur:
www.reykjavik.is
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum.
Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum
bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Rafræn Reykjavík
fyrir þig
LEIKHÚS ★★★★ ★
Mýs og menn
Höfundur: John Steinbeck. Þýðing:
Ólafur Jóhann Sigurðsson. Helstu
hlutverk: Ólafur Darri Ólafsson. Hilmar
Guðjónsson og Álfrún Örnólfsdóttir.
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Jólasýning Borgarleikhússins í ár
er Mýs og menn eftir John Stein-
beck. Leikstjóri og dramatúrg
sýningarinnar, nafnarnir Jón
Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónas-
son, hafa umritað verkið nokkuð,
t.d. hafa þeir lýst því í fjölmiðl-
um að vilja ekki hengja sig í rit-
unartíma sögunnar, saga farand-
verkamannanna George og hins
vitgranna Lenny gæti gerst hvar
sem er, menn í þeirra stöðu til-
heyri alls ekki fortíðinni. Þann-
ig liggur það á milli hluta hvar
félagarnir vinna, það gæti verið
hvers konar illa launuð stóriðja,
frekar en stórbýli upprunalegu
útgáfunnar.
Í þessari staðleysutilraun gekk
reyndar illa upp að breyta „negr-
anum“ Crooks í útlending af ann-
arri kynslóð innflytjenda. Þetta
var virðingarverð tilraun en
sá andlegi farangur sem fylgir
þrælahaldi suðurríkjanna verður
illa fluttur yfir á (íslenskan) ras-
isma með því að skipta einu orði
út fyrir annað. Þannig var ekk-
ert vit í því í að „útlendingurinn“
mætti ekki nota sama kamar og
hinir eða sofa nálægt þeim. Og af
því að ekki tókst að yfirfæra hatr-
ið, framandleikann og kúgunina
sannfærandi frá einum minni-
hlutahópi yfir á annan varð rödd
útlendingsins hjáróma og þáttur
hans í verkinu óljós. Einnig voru
breytingar á lokaatriðinu ekki til
bóta, þótt það hafi vissulega verið
áhrifamikið.
En sýningin er flott, missir
aldrei dampinn og er í raun mjög
trú upphaflega verkinu. Breyting-
arnar sem hafa verið gerðar eru
smávægilegar þegar horft er til
tilfinninganna sem urðu Stein-
beck yrkisefni og þær skila sér
svikalaust til áhorfenda.
Uppfærsla á Músum og mönn-
um hangir alltaf á samspili aðal-
leikaranna tveggja. Fyrstan verð-
ur að nefna Lenny Ólafs Darra
sem stígur fullskapaður fram eig-
inlega um leið og bárujárnstjaldið
lyftist. Fjarskalega fín vinna þar
sem hver augngota er úthugsuð
og vel heppnuð. Það er ekki laust
við að ugg setji að áhorfendum,
hvort Hilmar Guðjónsson nái að
halda í við félaga sinn á sviðinu,
en hann veldur ekki vonbrigðum
og vex í hlutverkinu með hverri
mínútu. Líkamsmál þeirra og
óyrt samskipti skiluðu áralangri
sambúð áreynslulaust.
Einungis eitt kvenhlutverk
er í leiknum og fer Álfrún Örn-
ólfsdóttir með hlutverk hinnar
léttúðugu frúar sem öllu hleyp-
ir í bál og brand. Nokkuð skort-
ir á raddbeitingu Álfrúnar, hún
streðar merkjanlega við að láta
kveða að raust sinni. Hún kom
sakleysi frúarinnar vel til skila
og lífsleiða hennar, en nokkuð
skorti á daðurdrósina. Aðrir leik-
arar stóðu sig vel, Theodór Júlí-
usson var ágætur sem smæling-
inn Candy og Þórir Sæmundsson
gladdi sem fautinn Curley.
Leikmynd Ilmar Stefánsdótt-
ur var stórfengleg, hún end-
urspeglaði aftur þessa óræðu
stóriðju sem piltarnir unnu við,
stórir sekkir mynduðu annars
vegar hrikalegt landslag og hins
vegar þröng híbýli verkamann-
anna. Lýsing Bjarnar Bergsteins
Guðmundssonar var glæsileg og
hljóðmynd Davíðs Þórs Jónsson-
ar var mjög nostursamlega unnin,
minnti á háværan véladyn á rétt-
um stöðum án þess að drekkja
áhorfendum í hávaða.
Mýs og menn er leikverk sem
er beinlínis skrifað til að koma
út tárunum á áhorfendum. Í með-
förum hóps listamanna sem getur
sagt langa sögu með orðalausri
tannburstun – þá eru tárin ein-
hvers virði, frekar en afleiðing
af merkingarsnauðu melódrama.
Arndís Þórarinsdóttir
NIÐURSTAÐA: Alvörustórsýning á
klassísku verki. Svona á jólagóðgæti
atvinnuleikhúss að vera.
Almennileg þriggja vasaklúta sýning
BÆKUR ★★★★ ★
Nútíminn er trunta
Jennifer Egan Þýðing: Arnar Matthías-
son
BJARTUR
Jennifer Egan hefur hlotið mikið
lof og verðlaun fyrir bók sína A
Visit from the Goon Squad frá
2010 sem nú er komin út í íslenskri
þýðingu undir nafninu Nútíminn
er trunta. Sagan er samsett úr
stuttum köflum með mismunandi
sögumönnum sem allir tengjast
á einn eða annan hátt. Sá sem er
aukapersóna í einum kafla verð-
ur aðalpersóna í öðrum og þannig
koll af kolli. Kaflarnir eru ólíkir
í stíl og frásagnarhætti og hver
persóna fær eigin rödd sem skil-
ur hana frá öðrum. Heill kafli upp
á um 80 síður er til dæmis byggð-
ur upp sem Power Point skyggnur
og svo merkilega sem það kann að
hljóma er hann einn áhrifamesti
kafli bókarinnar.
Sögusviðið er New York sam-
tímans en það er rásað fram og til
baka í tíma og staðsetningum og
leikurinn berst um víðan völl, til
Afríku, San Fransisco, Napólí og
Los Angeles, svo dæmi séu tekin.
Miðja sögunnar er tónlistarbrans-
inn í USA frá tímum Nirvana til
um það bil 2020 og þær breyting-
ar sem verða á honum endurspegl-
ast í lífi persónanna á mismunandi
hátt. Framtíðarsýn höfundar er
ekki björt, tæknin tekur völdin,
siðferði verður hlægilegt, pening-
arnir tala sem aldrei fyrr og allt
og allir fást keyptir fyrir rétt verð.
Samskipti molna og fara mestan
part fram með rafrænum bylgj-
um. Þeir fáu snertifletir sem fólk
hafði hvort við annað í „þá gömlu
góðu daga“ eru í útrýmingarhættu
í lok bókar.
Persónurnar eru mjög mis-
áhugaverðar og sömuleiðis sögur
þeirra og framan af klórar lesand-
inn sér í höfðinu yfir vinsældum
bókarinnar: hvað er svona æðis-
legt? En smátt og smátt flækir
Egan lesandann í net sitt, persónur
sýna á sér nýjar hliðar og stíllinn
verður knappari og magnaðri. Það
er þrýst á alla auma bletti samtím-
ans og miskunnarlaust sýnt hvern-
ig hver og ein persóna missir sjón-
ar á æskudraumunum, selur sál
sína á einn eða annan hátt; verð-
ur hlægileg skrumskæling á fyrra
sjálfi. Tíminn, sú trunta, er harð-
ur húsbóndi og fólk fylgir honum
nauðugt viljugt í þá átt sem hann
vísar því. Og öllu eru þessu komið
til skila án nokkurra predikana
eða yfirlýsinga, saga persónanna
endurspeglar breytingarnar full-
komlega, jafnvel þær sögur sem
eru í raun aðeins leiftur af langri
ævi. Virkilega glæsilega gert.
Þýðing Arnars Matthíassonar
rennur prýðilega, þótt dálítið beri
á því að hrá ameríska frumtext-
ans taki völdin og úr verði hin ill-
ræmda ísl/enska. Þýðandanum er
þó sannarlega vorkunn því amer-
ískari saga er vandfundin og ekk-
ert skrýtið þótt krítíkerar vest-
anhafs hafi kallað bókina „nýtt
meistaraverk amerískra bók-
mennta“. Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Magnað verk sem
endurspeglar samtímann með áhri-
faríkum hætti.
Leiðin frá A til B