Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 6
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín ÖRYGGISMÁL Hætta skapaðist á Sauðárkróki í fyrrinótt þegar mörg þúsund lítrar af saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafn- arsvæði bæjarins. Hagstæð vind- átt kom í veg fyrir að eiturgufur bærust í átt að byggð. Það voru vegfarendur sem gerð- ur slökkviliðinu viðvart um klukk- an eitt um nóttina, eftir að þeir tóku eftir torkennilegri gufu frá gáminum. Vernharð Guðnason slökkviliðs- stjóri lýsir viðbrögðum slökkviliðs svo að eftir að svæðinu var lokað voru sendir inn í gáminn tveir reykkafarar sem könnuðu aðstæð- ur; hvar lekinn væri og hvernig hann yrði best stöðvaður. Kom í ljós að leki var í botni tanks vegna tæringar, að því er virtist. Talið er að þrjú til fimm þúsund lítrar af saltsýru hafi lekið út en alls voru um átján þúsund lítrar í gáminum. Efnið átti að flytja til Siglufjarðar til efnaúrvinnslu úr rækjuskel. Saltsýra er ætandi efni og afar hættulegt. Hagstæð vind- átt bægði hins vegar eiturgufum frá bænum. „Við erum heppnir með vindátt því vind leggur frá bryggjunni og út á sjó. En þetta er hættulegt efni, bæði uppgufun þess og efnið sjálft ef það lendir á húð eða öðru,“ segir Vernharð. - hks, vj VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað laðar helst íslenska lækna aftur heim frá útlöndum? 2. Hvaða hljómplata er söluhæsta frumraun listamanns á Íslandi? 3. Hvað fara margir nýliðar með íslenska handboltalandsliðinu á HM á Spáni? SVÖRIN 1. Fjölskylda og vinir. 2. Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. 3. Fjórir. LÖGREGLUMÁL Forsvarsmenn Ice- landair hafa ákveðið að leggja fram kæru til lögreglu á hendur flugdólginum sem lét öllum illum látum á leiðinni til New York fyrir helgi. Hann fær ekki að fljúga með félaginu um óákveðinn tíma. Fréttin um manninn fór eins og eldur í sinu um vefmiðla á föstudag eftir að bandarískur farþegi í vél- inni birti mynd af flugdólginum þar sem áhöfn vélarinnar, með aðstoð farþega, hafði tjóðrað hann fastan við sæti sitt með límbandi og plast- böndum. Þá hafði verið límt fyrir munn hans. Lögregla í New York handtók manninn en sleppti honum lausum eftir heimsókn á spítala. Ice- landair hefur ákveðið að kæra hann til lögreglunnar hér á landi. „Þegar farþegar ógna öðrum far- þegum og áhöfninni, og þar með öryggi flugsins, þá er réttast að það fari til réttra yfirvalda,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi loftfars er sex ára fang- elsi. - sh Hámarksrefsing fyrir að ógna öryggi flugfars er sex ára fangelsisdómur: Dólgurinn kærður til lögreglu TJÓÐRAÐUR Maðurinn er 46 ára Íslendingur búsettur í Karíbahafinu. Hann réðst á farþega, hrækti og öskraði að vélin væri að farast. DÓMSMÁL Sakborningarnir fjórir í Aurum-máli sérstaks saksókn- ara neituðu sök við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var yfir fyrir- tækjasviði bankans, eru ákærðir sem aðalmenn í umboðssvikum með því að hafa lánað FS38, dótt- urfélagi Fons, sex milljarða til að kaupa hlut Fons í skartgripakeðj- unni Aurum á yfirverði. Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson, sem var við- skiptastjóri hjá Glitni, eru ákærð- ir fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja. Fjórmenningarnir voru allir viðstaddir þingfestinguna. Verjendur sakborninganna lögðu fram bókun í þinghaldinu og mótmæltu því að saksókn- ari fengi að leggja fram ógrynni gagna sem alls eru á sjötta þús- und talsins. Þá fór Lárus fram á að málinu yrði frestað, þar sem hann væri til rannsóknar í fjöl- mörgum málum og hefði rétt á að málin væru öll sameinuð í eitt ef til ákæru kæmi. Tekist verður á um þessi atriði í sérstöku þinghaldi 16. janúar. Saksóknari heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, hafi hagnast persónulega, hvor um sinn milljarðinn, á viðskiptun- um. FS38 er gjaldþrota og ekkert fékkst upp í sex milljarða kröf- una. stigur@frettabladid.is Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar. Í HÉRAÐSDÓMI Í GÆR Allir sakborningarnir voru viðstaddir þingfestinguna í gær. Þeir eru, frá vinstri, Bjarni Jóhannesson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þessi samskipti mín við Lárus voru í samræmi við samskipti mín við aðrar bankastofnanir hér á landi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson um þrýsting sem hann er sagður hafa beitt Lárus Welding, meðal annars í tengslum við Aurum-lánið. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við hann á Vísi í gær. Hann segist munu sýna fram á það við aðalmeðferð málsins að samskipti hans við Lárus hafi verið eðlileg. Þá segir Jón Ásgeir að hann hafi ekki haft umboð til að skuldbinda Glitni og geti því varla hafa gerst sekur um hlutdeild í umboðssvikum. Ekk- ert sé til sem heitir skuggastjórnandi. „Ef saksóknari ætlar að ákæra mig fyrir frekju þá verður hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu.“ Átti eins samskipti við Lárus og aðra TAÍLAND, AP Lögregla í Taílandi hefur handtekið alsírskan tölvu- þrjót sem eftirlýstur er af banda- rísku alríkislögreglunni (FBI). Maðurinn var handtekinn á sunnudag en hann er sagður hafa stolið hundruðum milljóna dollara með því að brjótast inn á vefsíður banka. Hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Malasíu en milli- lenti í Taílandi. Lögregla gerði upptækar tvær fartölvur, spjald- tölvu, gervihnattasíma og nokkur laus drif. - óká Hakkari tekinn í Taílandi: Stal fúlgum frá bönkum heims FÓLK Þremenningarnir sem skip- uðu Útsvarslið Grindavíkurbæjar hafa verið valdir sem Grindvík- ingar ársins 2012. Liðið sigraði í spurningakeppninni Útsvari hjá RÚV í fyrravetur. „Frábær liðssamvinna og liðs- andi voru grunnurinn að sigri Grindavíkur. Þá kom Siggeir símavinur sterkur inn. Liðið var ekki einungis vel gefið heldur vakti það athygli fyrir léttleika og sló í gegn í sjónvarpinu!“ segir á vef Grindavíkurbæjar. Liðið skipuðu Agnar Steinars- son, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir. - gar Grindvíkingar ársins 2012: Bærinn heiðrar sigurlið Útsvars VIÐSKIPTI Auglýsingar frá Griffli þar sem vísað var til sona Egils og „gert að því grín hvað hann væri klaufskur og hvort eitthvað væri að honum,“ hafa verið bannaðar. Neytendastofu barst erindi frá Egilsson ehf. sem rekur ritfanga- verslanirnar A4 þar sem kvartað var yfir auglýsingunum og fallist var á það með Egilsson að auglýs- ingarnar væru andstæðar góðum viðskiptaháttum. Þá kvartaði Egilsson einnig yfir slagorði Griffils „Griffill, alltaf ódýrari“. „Neytendastofa taldi fullyrðinguna of víðtæka þar sem Griffill selur mun fleiri vörur en skólabækur og ekki höfðu verið lögð fram nein gögn til að sýna fram á að þær vörur væru ódýr- ari í Griffli en hjá keppinautum,“ segir á vef Neytendastofu. - óká Gerðu grín að sonum Egils: Auglýsingar og slagorð Griffils sæta banni NS EFNAHAGSMÁL Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 75,7 millj- arða fyrstu ellefu mánuði ársins 2012, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Í nóvember voru fluttar út vörur fyrir 54,6 milljarða króna og inn fyrir tæpa 44 milljarða. Vöru- skiptin voru því hagstæð um 10,6 milljarða. „Í nóvember 2011 voru vöruskiptin hagstæð um 8,3 millj- arða króna á sama gengi,“ segir á vef Hagstofunnar. Fyrstu ell- efu mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 581,3 milljarða króna en inn fyrir 505,7 milljarða króna. Afgangur á vöruskiptum var því 23,3 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. - óká Nýjar tölur um nóvember: Vöruskipti hag- stæð um 75,7 milljarða króna ÍSRAEL, AP Bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Rand Paul talaði fyrir niðurskurði á fjárveit- ingum Bandaríkjanna til Ísraels á fundi með Markaðsrannsókna- stofnun Jerúsal- ems í gær. Paul segir Bandaríkin ekki hafa efni á að fá stöðugt lánaða peninga, sem síðan séu afhentir öðrum, jafnvel þótt það séu bandamenn. „Það verður erfiðara að vera vinur Ísraels ef við eigum enga peninga. Það verð- ur erfiðara að verja Ísrael ef við eyðileggjum eigið land í leiðinni,“ sagði hann á fundi með stofnun- inni. Paul kvaðst um leið meðvit- aður um að vera í minnihluta með skoðanir sínar. Hann hefur lengi barist gegn hvers konar þróunar- hjálp. Ísrael fær þrjá milljarða dollara á ári í hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. - óká Ísrael fái minni stuðning: Vill draga úr fjáraustrinum RAND PAUL Þúsundir lítra af saltsýru láku úr gámi á Sauðárkróki og hætta skapaðist: Vindur bægði gufum frá byggð AÐ STÖRFUM Vítissódi er notaður gegn sýrunni og spurningar vakna um umhverf- ismál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.