Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 8
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
FAGRÁÐ KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR Á ÍSLANDI
INNKÖLLUN
Hinn 2. nóvember sl. kom út skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð og starfshætti
kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna eða annarra
starfsmanna kirkjunnar. Í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar skipaði biskup kaþólsku kirkjunnar fagráð
kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hlutverk fagráðsins er m.a. að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða an-
nars ofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er sett á fót að frumkvæði kirkjunnar sjálfrar án sérstakrar lagaskyldu þar að
lútandi. Um fagráðið gilda því ekki sérlög (eins og t.d. voru sett af Alþingi um skipan nefndar til að kanna starf-
semi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, lög nr. 26/2007, og um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða
heimilum, lög nr. 47/2010). Fagráðið veitir kirkjunni álit sitt á þeim erindum sem berast og í framhaldinu mun kirkjan
svara viðkomandi um hvort um bótaskyldan atburð sé að ræða og hvort greiddar verði bætur. Áliti fagráðs verður ekki
skotið til annarrar nefndar.
Með birtingu á innköllun þessari er þeim, sem telja sig eiga kröfu eða vilja leggja fram kvörtun á hendur kaþólsku
kirkjunni á Íslandi vegna hvers kyns ofbeldis eða misgjörða af hálfu kirkjunnar, hér með gefinn kostur á að lýsa þeim
misgjörðum fyrir fagráði kirkjunnar og eftir atvikum gera kröfu vegna þessa. Í lýsingu á slíkum athæfum skal, eftir
því sem við á hverju sinni, upplýsa um:
1) nafn, kennitölu og búsetu viðkomandi, 2) upplýsingar hvar unnt er að ná í viðkomandi, t.d. símanúmer og/eða
netfang, 3) tengsl viðkomandi við kaþólsku kirkjuna á Íslandi á þeim tíma sem atburðir, sem byggt er á að séu bótas-
kyldir, áttu sér stað, 4) hvaða vígðu þjónar eða aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi voru gerendur í hinum
bótaskylda atburði/atburðum eða ábendingu að öðru leyti sé ekki kunnugt um nafn viðkomandi, 5) tegund bótakröfu
ef um kröfu er að ræða, 6) þau atvik og rök, sem eiga við um erindið/bótakröfuna, 7) lýsingu á eldri tilkynningum um
atvik og/eða tilraunum viðkomandi til að fá áheyrn hjá kirkjunni eða starfsmönnum hennar og 8) gögn, sé þeim til að
dreifa, sem viðkomandi telur að leiði til þess að hann eigi bótarétt á hendur kaþólsku kirkjunni á Íslandi.
Gætt verður fyllsta trúnaðar og þagmælsku um allar kröfur og allar fyrirspurnir eða ábendingar sem berast fagráðinu.
Bent er á að eyðublað til að senda fagráði er að finna á heimasíði kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, www.catholica.is. Er
eyðublaðið sett fram til að auðvelda fólki að gera kröfu eða koma sjónarmiðum á framfæri að öðru leyti. Ekki er þó
skilyrði fyrir afgreiðslu erindis að slíkt eyðublað sé notað. Á heimasíðu kirkjunnar er einnig að finna frekari upplýs-
ingar um hvernig skal fylla út eyðublaðið, sem og um fagráðið, hlutverk þess og málsmeðferð. Auk þess er að finna á
síðunni svör við algengum spurningum er varða þetta ferli. Vakni spurningar að öðru leyti er aðilum bent á að senda
fyrirspurn á fagráðið sem mun aðstoða eftir því sem frekast er kostur.
Frestur til að senda inn erindi er til og með 15. mars 2013. Stefnt er að því að fagráð ljúki sínum störfum með því að
veita álit sitt í hverju og einu máli fyrir 1. júní 2013.
Erindi skulu send annað hvort rafrænt á netfang fagráðsins, fagradkk.is@fagradkk.is, eða í pósti á pósthólf fagráðs
kaþólsku kirkjunnar á Íslandi 303, 121 Reykjavík.
Innköllun þessi er birt í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Reykjavík, 8. janúar 2013,
fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
HEILBRIGÐISMÁL Meirihluti við-
tala fjölskyldu- og leiklistarráð-
gjafa hjá Samtökunum 78 snýr að
transmálum. Hlutfallið hefur auk-
ist mikið síðustu tvö ár, en fyrir
þremur árum síðan var um það
bil eitt viðtal á ársgrundvelli sem
sneri að málefnum transfólks.
Sigríður Birna Valsdóttir starf-
ar sem ráðgjafi hjá Samtökun-
um. Hún vinnur meðal annars
með transfólki og aðstandendum
þeirra.
Sigríður segir mikla vitundar-
vakningu hafa átt sér stað varð-
andi málefni transfólks á síðustu
árum. „Fyrir þremur árum síðan
var ég kannski að taka eitt við-
tal yfir árið sem hafði að gera
með transfólk. Undanfarin tvö ár
hefur meira en helmingur viðtal-
anna eitthvað að gera með trans-
mál, bæði hjá börnum og fullorðn-
um,“ segir Sigríður.
Umræðan undanfarin tvö ár
hafi meðal annars hafa gert það
að verkum að foreldrar séu nú
fyrri til að bregðast við ef vandinn
kemur upp hjá barni í stað þess að
bæla tilfinningarnar niður. Slíkt
geti oft haft mjög slæmar afleið-
ingar seinna í lífi barnsins. Sig-
ríður hvetur foreldra og aðstand-
endur til að leita sér aðstoðar sem
fyrst ef grunur leikur á kynáttun-
arvanda hjá barni þeirra.
Erlendur Egilsson, sálfræðing-
ur hjá Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans, segir kynáttunar-
vanda barna og unglinga mjög
margþættan og misjafnan eftir því
hvenær hann kemur fram hjá ein-
staklingunum.
„Nú erum við að byrja að vinna
með þetta, búa til vinnulag og klín-
ískar vinnuleiðbeiningar fyrir
þessi börn,“ segir hann. „Barna-
og unglinganálgunin er í raun og
veru frekar ný um allan heim.
Áður fyrr var unnið að því að
„leiðrétta“ vandann eða fá börn-
in ofan af því að skynja hann, sem
var gömul rétttrúnaðarhugsun.
En það hefur breyst og við erum
að feta inn á nýjar slóðir í þessum
málum og þurfum því að vanda
okkur sérstaklega vel.“
Sigríður og Erlendur munu
halda erindi um kynáttunarvanda
barna og unglinga á ráðstefnu
BUGL, Réttast væri að flengja
ræfilinn – viðhorf til barna með
geðræn vandamál, föstudaginn 11.
janúar. sunna@frettabladid.is
Umræðan
hefur opnað
augu foreldra
Viðtölum vegna transmála hjá Samtökunum 78 hefur
fjölgað mikið. Unnið er að nýjum verkferlum innan
BUGL vegna kynáttunarvanda barna og unglinga.
Þann 11. júní 2012 samþykkti Alþingi lög um réttarstöðu fólks með kyn-
áttunarvanda. Markmið laganna er að tryggja transfólki jafna stöðu fyrir
lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi. Tekið var á
atriðum eins og réttarstöðu einstaklings eftir að hann hefur hlotið stað-
festingu á að tilheyra gagnstæðu kyni, réttarstöðu barna sem eiga foreldri
með kynáttunarvanda og hvernig bregðast skuli við þeim aðstæðum þegar
einstaklingur sem hlotið hefur staðfestingu á að hann tilheyri gagnstæðu
kyni vill hverfa aftur til fyrra kyns.
Lög um réttindi transfólks samþykkt
ÁTTAÐI SIG FLJÓTT Kai Lechelt, átta ára stúlka frá Idaho sem fæddist í líkama
drengs, er ein fjölmargra barna sem kljást við kynáttunarvanda í heiminum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Skattur áætlaður á glæpagengi
1 SVÍÞJÓÐ Fyrstu 11 mánuði síðasta árs áætluðu skattayfirvöld í Svíþjóð skatt upp
á 340 milljónir sænskra króna, jafngildi um 6,8
milljarða íslenskra króna, á einstaklinga og fyrir-
tæki tengd skipulagðri glæpastarfsemi og svartri
atvinnustarfsemi.
Í fréttum sænskra fjölmiðla segir að um sé
að ræða marga sem tengjast greinilega glæpa-
gengjunum Bandidos, Outlaws, Black Cobra og
Syndicate Legion. Engir þeirra höfðu skilað inn
upplýsingum um tekjur. Skattayfirvöld áætluðu
skatt miðað við lífsstíl viðkomandi.
Danir sæki um vinnu í Noregi
2 DANMÖRK Danskir stjórnmálamenn hvetja
vinnumiðlanir í Danmörku til
að aðstoða atvinnuleitendur
við að finna störf í nágranna-
löndunum.
Margrethe Vestager, efna-
hags- og innanríkisráðherra,
segir í viðtali við Politiken að
það sé hluti af lausninni að
senda atvinnulausa til Noregs.
Mette Fredriksson atvinnumálaráðherra segir það
gagnlegt að afla sér reynslu og halda kunnáttu
við þar til vinnu sé aftur að fá í Danmörku.
Christian Juhl, talsmaður Einingarlistans í
atvinnumálum, segir að ekki megi neyða fólk til
að starfa í Noregi bjóðist vinna þar.
Geta varist í nokkrar klukkustundir
3 FINNLAND Alpo Juntunen, fyrrverandi pró-fessor við varnarmálaháskólann í Finnlandi,
segir finnska herinn aðeins geta tryggt öryggi á
vissum svæðum í suðurhluta Finnlands við árás
en ekki lengi.
Í frétt á vef Hufvudstadsbladet er haft eftir
Juntunen að Rússar hafi yfir að ráða vopnum
sem gætu lamað varnir Finna mjög fljótt. Hægt
yrði að verja svæðið frá Freden í Nöteborg en
einstakar hersveitir gætu aðeins varist í nokkrar
klukkustundir.
Það er mat Juntunen að efla þurfi sjóvarnir.
Aðeins flugherinn sé í lagi.
DANMÖRK Norskur fíkniefna-
smyglari var skotinn til bana í
aðgerð lögreglu á Jótlandi í Dan-
mörku á sunnudagskvöld. Annar
tveggja manna sem voru handtekn-
ir hlaut einnig skotsár í aðgerðinni.
Danska lögreglan fór yfir atburða-
rásina á blaðamannafundi í gær.
Til skotbardaga kom milli
smyglaranna og lögreglu þegar
hún lagði til atlögu í höfninni í
Ålbæk í Danmörku. Þar kom að
landi í hraðbát smyglarinn sem
beið bana. Að því er fram kemur í
frásögn Aftenposten í Noregi biðu
hinir tveir mennirnir í landi með
250 kíló af marijúana sem talið er
að hafi átt að smygla til Noregs.
Maðurinn sem beið bana var 49
ára gamall, frá Arendal í Noregi.
Fréttaveita AP greinir frá því að
hann hafi fengið tvö skot í höfuðið
og tvö í brjóstkassann. Hinir eru
líka Norðmenn, en sá sem særðist
fékk skot í brjóstkassann. Sá er 36
ára gamall.
Þá slasaðist einnig danskur lög-
regluþjónn í skotbardaganum.
Hann fékk skot í handlegg, mjöðm
og bak. Hann liggur á sjúkrahúsi
en er ekki í lífshættu.
Fram kom á blaðamannafundin-
um að mennirnir hafi verið undir
eftirliti dönsku lögreglunnar eftir
að ábending barst frá norsku lög-
reglunni. - óká
Þrír ætluðu að smygla 250 kílóum af marijúana:
Danska lögreglan drap
norskan dópsmyglara
BÍLAR Frá hruni hefur neyðaraðstoð FÍB
við félagsmenn aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NEYTENDUR Á nýliðnu ári sinnti
FÍB-aðstoð tæplega 1.800 aðstoð-
arbeiðnum félagsmanna Félags
íslenskra bifreiðaeigenda. Fram
kemur á vef FÍB að á fyrsta
starfsári FÍB-aðstoðar árið 1999
hafi aðstoðarbeiðnirnar verið 762.
FÍB-aðstoð er neyðarþjónusta
við félagsmenn og veitir þeim
hjálp við að ræsa rafmagnslausa
bíla, aðstoð við dekkjaskipti og
kemur með eldsneyti til fólks sem
orðið hefur bensínlaust.
„Frá árinu 2007 hefur aðstoð-
arbeiðnum fjölgað stöðugt ár frá
ári,“ segir á vef FÍB og aukningin
rakin til hækkandi aldurs íslenska
bílaflotans. „Frá árinu 2008 til
2012 varð fjölgunin í prósentum
talið tæp 60 prósent og milli 2011
og 2012 varð hún 25,3 prósent.“ - óká
Fleiri reiða sig á FÍB:
Beiðnum um
aðstoð fjölgar
BÁTURINN Lögreglumaður á vettvangi
skotbardaga sem átti sér stað í Dan-
mörku á sunnudagskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NORÐURLÖND
1
2
3