Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2013 | SKOÐUN | 13 Við erum öll sammála því að það er nauðsynlegt að hugsa um öryggi, heilsu og velferð starfs- manna, auk þess sem slíkt er lög- bundið hérlendis og hefur verið um árabil. Skipulögð nálgun og svokallað áhættumat starfa er lykillinn að því að hafa yfirsýn yfir þau atriði sem skipta máli, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Vinnueftirlit ríkisins hefur meðal annars eftirlitshlut- verk gagnvart þessum þætti og byggir það á lögum nr. 46/1980 með síðari breytingum og leggja þau lög ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda sem og starfs- manna að tryggja eins og segir í lögunum „öruggt og heilsusam- legt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu“. Vinnueftirlit ríkisins setti sér háleit og góð markmið og hefur unnið samkvæmt stefnumótun sem gilti fyrir árin 2009-2012 þar sem meðal annars kom fram að fækka skyldi dauðaslysum og vinnuslysum umtalsvert, auk þess sem slys sem leiða til beinbrota skyldu líka lækka á því sama tímabili. Þá var stefnt að því að draga úr atvinnu- tengdum sjúkdómum og fækka nýskráningum á örorku vegna stoð kerfis vanda og andlegra sjúkdóma. Einnig var mjög vel skilgreint hversu hátt hlutfall fyrirtækja ætti að hafa full- nægjandi áhættumat miðað við starfsmannafjölda og sett mark- mið á sviði rannsókna og miðlun þekkingar auk þess að skil- greina hvernig stuðla ætti að samræmdum vinnubrögðum. Víða pottur brotinn Nú þegar árið 2013 hefur litið dagsins ljós verður áhugavert að sjá hversu vel okkur hefur tekist til að uppfylla þau mark- mið sem sett voru í stefnumót- un Vinnueftirlitsins og vonandi munu þær niðurstöður koma okkur þægilega á óvart. Ég hef fylgst með þróuninni starfs míns vegna og einna mestan áhuga haft á forvörnum gegn slysum og atvinnutengdum sjúk dómum, heilsuvernd starfsmanna og áhættumati starfa auk þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Þar er því miður enn víða pottur brotinn og þau markmið sem voru sett hafa ekki náðst nægjan- lega vel, sérstaklega þegar kemur að áhættumati starfa. Hlutfall fyrirtækja sem eru minni og meðalstór og hafa lokið við fullnægjandi áhættumat er of lágt að mínu viti og ber mikið í milli sýnist manni þegar borið er saman við stærri fyrir- tækin þar sem öryggis-, heilsu- og umhverfismenning er snar hluti af stefnu þeirra og öllum rekstri. Sum þeirra ganga meira að segja mun lengra í nálgun sinni en lög og reglur krefjast af þeim. Slíkt er gott enda lög og reglur yfirleitt settar til að tryggja lágmarksviðleitni aðila. Allir ættu að stefna að því þegar kemur að málefnum eins og heilsu og öryggi að gera betur en lágmarkið segir til um. Ný viðmið Hvati fyrirtækja til að gera vel felst auðvitað í þeirri einföldu staðreynd að þau eiga að uppfylla þá löggjöf sem er í gildi hverju sinni, en það þarf oft meira til. Það er til dæmis þekkt að sumir stjórnendur líta á skipulag og utanumhald um gerð áhættu- mats, virka heilsuvernd starfs- manna og öflugar forvarnir sem kostnað fremur en að þar sé um hag að ræða og jafnvel fjárhags- legan ávinning þegar til lengri tíma er litið. Jákvæð áhrif öflugs heilsu- og vinnuverndarstarfs koma meðal annars fram í minni fjarveru starfsmanna sökum heilsubrests, öflugu vinnuskipu- lagi, lægri iðgjöldum trygginga, bættri samningsstöðu við birgja og kaupendur þjónustu og svona mætti lengi telja. Þá er ljóst að sektum þeim sem Vinnueftirlitið getur beitt en gerir sjaldan yrði ekki beint gegn fyrirmyndar- fyrir tækjum á þessu sviði. Ég vil því hvetja Vinnueftir- litið til að deila með okkur niður- stöðum markmiðasetn ingar síðustu þriggja ára og túlkun þeirra. Þá er rétt að ítreka mikil- vægi skipulegs heilsu- og vinnu- verndarstarfs innan fyrirtækja á sama tíma og ég vona að við Íslendingar setjum ný viðmið í þessum efnum. Að lokum vil ég óska landsmönnum gleðilegs nýs árs, megi það verða slysalaust og heilsusamlegt í alla staði! Heilsuvernd starfsmanna HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Allir ættu að stefna að því þegar kemur að málefnum eins og heilsu og öryggi að gera betur en lágmarkið segir til um. Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegn- um tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtrygg- ingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosninga- varningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygg- inguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimil- anna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkis- stjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verð- trygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuupp- byggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boð- legt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum að- gerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta fram tíðar sýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd. Afnám verð- tryggingarinnar FJÁRMÁL Eygló Harðardóttir Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Framsóknarfl okks ➜ Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma bönd um á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefj um. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefi ð í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.