Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Góður gestgjafi ætti að hugsa jafn vel um þá sem velja óáfenga drykki og þá sem neyta áfeng- is. Þá skiptir bæði máli að huga að innihaldi drykkjarins og ekki síður að útliti hans. Þannig gefst öllum færi á að upplifa stemningu veislu- og hátíðar- halda jafnt,“ segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá FRÆ, en það er félag áhugafólks um forvarnir og heilsu- eflingu. Félagið setti vefinn oafengt. is í loftið snemma á síðasta ári en þar má finna ótal uppskriftir af óáfengum drykkjum. „Vefurinn inniheldur margar fjölbreyttar uppskriftir að óáfengum drykkjum sem eiga við ólík tilefni. Margir hafa kosið sér þann lífsstíl að neyta ekki áfengis og þessi vefur er gömul hugmynd nokkurra einstaklinga sem hafa starfað lengi við forvarnir. Með honum viljum við koma til móts við gestgjafa sem vilja reyna að gera öllum gestum sínum jafn hátt undir höfði.“ Guðni segir enn of algengt að þeir sem neyta ekki áfengis fái mjólkur- glös með vatni eða gosi í veislum og á veitingastöðum á meðan aðrir neyti áfengra drykkja í fallegum og jafnvel skreyttum glösum. Vefurinn inniheldur fjölda uppskrifta, meðal annars að for- drykkjum, kaffidrykkjum, partíbollum og drykkjum með mat. Guðni segir flestar uppskriftirnar komnar frá þeim sjálfum og þær hafi margar áður verið gefnar út á bæklingum og heimasíðum annarra aðila, til dæmis hjá Bindindis- félagi ökumanna. „Síðan höfum við fengið ýmsa aðila til að blanda góða drykki handa okkur, til dæmis barþjóna og veitingamenn. Við erum í góðu sam- starfi við barþjóna og veitingafólk og finnum einnig fyrir miklum áhuga nem- enda í Hótel- og veitingaskólanum sem vilja kunna að bjóða upp á slíka drykki þegar þeir fara út á vinnumarkaðinn. Enda erum við ekki í samkeppni við þá sem veita áfengi heldur viljum við búa til góðan valkost við hliðina á öllu hinu.“ GÓÐUR VALKOSTUR FJÖLBREYTNI Vefurinn oafengt.is býður upp á uppskriftir af óáfengum drykkjum sem henta vel við öll tækifæri. HÁTÍÐARDRYKKUR Óáfengt.is hefur gert nýjan hátíðardrykk fyrir hver áramót síðan 2005. Fyrir síðustu áramót var hátíðardrykkurinn Flott- ari valinn en hann er settur saman af þjónum Kolabrautarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI UPPSKRIFTIR „Vefurinn inniheldur margar fjölbreyttar uppskriftir að óáfengum drykkjum sem eiga við ólík tilefni,“ segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá FRÆ. MYND/PJETUR www.enskafyriralla.is Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga. Enskuskóli Erlu Ara Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri. Nýr hópur fyrir algjöra byrjendur. Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal. Styrkt af starfsmenntasjóðum. Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt. Ferðaskipuleggjandi ÚTSALA HAFIN! Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.