Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 16
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Elías Snæland Jónsson er sjötugur í dag. Ritstörf hafa verið aðalstarf Elíasar undanfarin ár en hann vann lengst af í fjölmiðlum sem blaða maður og ritstjóri. „Ég hef starfað sem rithöf- undur síðan ég hætti að hamast á dag- blöðunum, sem var mitt ævistarf. Á síðasta ári kom út barnabókin Ævintýri á Ljósanótt en árið 2011 saga Möðru- vallahreyfingarinnar sem var mikið rit sem tók nokkur ár að skrifa. Nú er ég með í smíðum barnabók sem kemur væntanlega út á næsta ári,“ segir Elías sem segir ekki vandamál að finna sér efnivið í sögur. „Ég fæ alveg nóg af hugmyndum. Þær skrifa ég svo hjá mér jafnóðum og hef alltaf gert. Það er nauðsynlegt að halda hug myndum til haga ætli maður að láta verða af því að vinna úr þeim. Ég skrái þær hjá mér og útfæri stundum eitthvað. Svo á ég þær til í möppu í tölvunni þar til ég þarf á þeim að halda.“ Elías vann við blaðamennsku frá árinu 1963 til 2002. „Ég hóf ferilinn í Noregi, en svo var ég á Tímanum, Vísi, fór þaðan á Tímann þar sem ég var ritstjóri og svo yfir á DV en ég var aðstoðarritstjóri blaðsins um árabil. Loks var ég ritstjóri Dags,“ segir Elías sem hefur íhugað að gera ferli sínum í fjölmiðlum skil á prenti. „Það hefur stundum verið rætt við mig að ég ætti að skrifa um ferilinn í blaðamennsku og það getur svo sem vel verið að ég láti verða af því einhvern tíma þegar tími gefst til þess,“ segir Elías. Spurður hvort hann ætli að halda veislu í tilefni sjötugsafmælis síns segir Elías svo ekki vera. „Við hjónin ætlum saman út úr bænum, við ætlum að njóta íslenskrar náttúru í tilefni dagsins. Ég hef aldrei haldið neinar stórar afmælisveislur, ég hef ekki kunnað við það,“ segir Elías að lokum. sigridur@frettabladid.is Alltaf nóg af hugmyndum Elías Snæland Jónsson er sjötugur í dag og heldur upp á daginn í íslenskri náttúru. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ERLA KARELSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 3. janúar 2013. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. janúar klukkan 13.00. Jón Hartmann Jóhanna Katrín Jónsdóttir Guðný Karen Jónsdóttir Jón Birgir Jónsson systkini og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR Skúlagötu 40b, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum 1. janúar 2013 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 10. janúar, klukkan 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543-3022 og 543-3025. Ólafur Guðjónsson Gísli Ólafsson Elísabet Solveig Pétursdóttir Viðar Ólafsson Birna Björnsdóttir Þórunn Ólafsdóttir Sveinn Ingi Ólafsson Gyða Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR SVENDSEN lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. desember. Útförin verður gerð frá ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Bernhard Palmqvist Svendsen Kolbrún Sigurðardóttir Bjarne Palmqvist Svendsen Elínborg Ellertsdóttir Skúli Thor Palmqvist Svendsen barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN G. JOHNSON verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins eða aðrar líknarstofnanir. Friðþjófur Ó. Johnson Sigurlaug Sigurðardóttir Gunnlaugur Ó. Johnson Hjördís Bjartmars Arnardóttir Ólafur Ó. Johnson Bjarndís Pálsdóttir Helga Guðrún Johnson Kristinn Gylfi Jónsson og barnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, EVA SVEINBJÖRG EINARSDÓTTIR ljósmóðir, Digranesheiði 19, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 5. janúar. Hermann Einarsson Lára Runólfsdóttir Guðmunda Þ. Einarsdóttir Sigurbjörn Ólason systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNÆBJÖRNS ÁSGEIRSSONAR Lindarbraut 29 (Nýlenda), Seltjarnarnesi. Bryndís Snæbjörnsdóttir Mark Wilson Jón Snæbjörnsson Soffía Guðmundsdóttir Ásgeir Snæbjörnsson Guðný Hreinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓHANN HEIÐAR GUÐJÓNSSON Skarðshlíð 36d, Akureyri, lést laugardaginn 29. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar. Elsa Hlín Axelsdóttir Guðjón Páll Jóhannsson Valborg Inga Guðjónsdóttir Björk Jóhannsdóttir Steinþór Guðmundsson barnabörn og systkini hins látna. Ástkær móðir mín, dóttir og systir, AUÐUR MJÖLL FRIÐGEIRSDÓTTIR verður jarðsungin í dag 8. janúar kl. 13.00 frá Fella- og Hólakirkju. Ísak Örn Arnarsson Elsabet Jónsdóttir systkini og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURLÍNA EIRÍKSDÓTTIR frá Hlemmiskeiði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði miðvikudaginn 2. janúar verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. janúar kl. 11.00. Ingólfur Bjarnason Ómar Örn Ingólfsson Rósa Guðný Bragadóttir Inga Birna Ingólfsdóttir Árni Svavarsson ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTJANA ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR Brúnavegi 9, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. janúar á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Guðlaugur Gíslason Guðmundur Guðlaugsson Gísli Steinn Guðlaugsson Elsku mamma, tengdamamma og amma okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Lækjargötu 30, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi að morgni 5. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Sóley Ólöf Hlöðversdóttir Heiðar Jóhannsson Bjarney Kristín Hlöðversdóttir Ólafur Ingólfsson Þórey Maren Sigurðardóttir Óskar Thorarensen Sveinbjörn S. Sigurðsson Arndís Þorvaldsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL AXELSSON Víðilundi 2c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 27. desember sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki gjörgæslu- og lyflækningadeilda á Sjúkrahúsi Akureyrar eru færðar sérstakar þakkir fyrir ómetanlega umönnun og aðstoð. Sigurbjörg Pálsdóttir Hólmfríður Pálsdóttir Herdís Pálsdóttir Þórhildur Pálsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN BJÖRGÚLFSDÓTTIR lést á þrettándanum 6. janúar. Guðrún Hreggviðsdóttir James Stuart Crosbie Þórunn Hreggviðsdóttir Finnbogi Rútur Arnarson Ása Hreggviðsdóttir Birgir E. Birgisson Ólafur Björgúlfsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNSSON Sævargörðum 5, Seltjarnarnesi, lést á Droplaugarstöðum 1. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Félags aðstandenda heimilisfólks á Droplaugarstöðum sem fást á skrifstofu Droplaugarstaða, sími 414-9507. Þórlaug Guðbjörnsdóttir Anna Sigríður Ólafsdóttir Sigmundur Tómasson Ragnheiður Ólafsdóttir Stig Faber Rasmussen Þorbjörg Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, RÖGNVALDUR ÓMAR GUNNARSSON lést þann 4. janúar sl. Jarðsungið verður frá Breiðholtskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir Anna Rúnarsdóttir Sigurjón Haraldsson Sigrún Rúnarsdóttir Guðmundur R. Ársælsson Erla Vigdís Rúnarsdóttir Skúli Sigurbergsson og frændsystkini. SJÖTUGUR Í DAG Elías Snæland Jónsson og eiginkona hans, Anna Kristín Brynjúlfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.