Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 48
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
Tökur hefjast á Ástríði
Á fimmtudaginn hefjast tökur á
sjónvarpsþættinum Ástríði 2. Silja
Hauksdóttir sér um leikstjórn eins
og í fyrri seríunni en tökur munu að
mestu leyti fara fram í Orkuveitu-
húsinu, sem á að vera vinnustaður
Ástríðar. Í hlutverki hennar er Ilmur
Kristjánsdóttir en þau Kjartan
Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason,
Þóra Karitas og Þórir
Sæmundsson fara
með sömu hlutverk
og í fyrri seríunni
ásamt því að
einhver ný nöfn
bætast í hópinn.
Þessi sería á að
vera bæði
fyndnari
og drama-
tískari en
sú fyrri
og áætluð
frumsýning
er síðar á
þessu ári.
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Fönkþátturinn
Fimmtudagskvöld
kl. 22
1 Hópur manna nauðgaði ungum
manni við Hörpu
2 Segir leigusala hafa sett upp mynda-
vél til þess að vakta uppvaskið
3 Icelandair ætlar að kæra fl ugdólginn–
fær ekki að fl júga aft ur með þeim
4 Hópnauðgunin kærð til lögreglu í dag
5 Fáa lækna langar aft ur heim
Bræður í landsliðum
Strákarnir okkar verða í eldlínunni
þegar heimsmeistaramótið í hand-
bolta hefst á föstudaginn kemur.
Aron Kristjánsson landsliðfyrirliði
hefur valið 17 manna hóp, þar á
meðal fjóra sem fara á sitt fyrsta
stórmót. Einn þeirra er Arnór Þór
Gunnarsson, leikmaður Die Bergische
í Þýskalandi en svo skemmtilega vill
til að hann er bróðir Arons Einars
Gunnarssonar landsliðfyrirliða í
knattspyrnu sem spilar með Cardiff
í ensku 1. deildinni. Bræðurnir ólust
upp á Akureyri og eru
gallharðir Þórsarar.
Aron Einar þótti
liðtækur hand-
boltamaður
áður en
fótboltinn
tók yfir.
Hann á
það til
að leika
sér með handbolt-
ann þegar hann er í
fríi frá fótboltanum
á Englandi. - áp / kh