Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið8. JANÚAR 2013 ÞRIÐJUDAGUR 7 LÆRÐU AÐ BAKA MAKKARÓNUR Á myndbandsvefnum Youtube er hægt að læra ótrúlegustu hluti; til dæmis að hekla, prjóna, gera sushi, jóga, að gera upp húsgögn og margt fleira. Franskar makkarónukökur hafa notið vinsælda að undan- förnu enda óhemju bragðgóðir og fallegir munnbitar sem flott er að bjóða upp á í hvers kyns veislum. Þær eru allavega á litinn og gera mikið fyrir veisluborðið. Gerð þeirra er þó ögn vandasöm en vitanlega má læra réttu handtökin á Youtube. Sláið einfaldlega inn „How to make french macarons“ og myndböndin hrannast upp. Þeir sem ekki treysta sér til að baka þær upp á eigin spýtur í fyrstu geta sótt námskeið hjá Salt Eldhúsi. Það tekur eina kvöldstund og er haldið með reglulegu millibili. Hver og einn fær að baka sínar makkarónur og taka afraksturinn með sér heim. Sjá nánar á salteldhus.is. NOKKUR RÁÐ TIL AÐ TAKAST Á VIÐ HEIMAVERKEFNIN Ekki fresta heimavinnunni. Skipuleggðu þig fram í tímann og reyndu að ljúka sem mestu í skólanum áður en þú kemur heim. Skiptu verkefn- unum niður í smærri kafla, þannig virðast þau ekki jafn óyfirstíganleg. Verðlaunaðu þig jafnvel eftir hvern kafla. Taktu þér reglulega hlé í nokkrar mínútur, teygðu á og hreyfðu þig áður en þú sest aftur við. Gættu þess að ekkert trufli þig, svo sem sjónvarp, útvarp eða Facebook. Hafðu snyrtilegt á skrifborðinu þínu. Búðu til rútínu og fylgdu henni, lærðu til dæmis alltaf á sama tíma og á sama stað. Sjá: www.ehow.com Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 Seint á síðasta ári var smá- forritið Segulljóð sett á mark- að. Smáforritið, sem hannað er fyrir iPad-spjaldtölvur, iPhone- síma og iPod Touch, er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið. Þar fær notandinn orð sem valin eru eftir slembi- vali til að raða saman og semja ljóð. Segul ljóð hentar því vel til að semja stutt ljóð en ekki síður til að semja örsögur, tækifæris- kveðjur til ástvina eða jafnvel sem kveikja að stærri verkefnum. Segulljóð inniheldur átta mis- munandi orðaþemu með samtals yfir þrettán þúsund orðum sem öll hafa allar mögulegar birtingar- og beygingarmyndir. Þegar nýtt verk- efni er hafið stillir notandinn úr hvaða orðaþemum hann vill fá orð. Einnig er hægt að stilla fjölda orða úr hverjum orðflokki. Forrit- ið velur síðan með slembivali orð úr viðeigandi pökkum til að nota við ljóðagerðina og önnur verk- efni. Ef notandinn hyggst semja ljóð getur hann bætt við orðum úr öllum orðflokkum auk þess sem hægt er að bæta við eigin orðum til þess að fullkomna ljóðasmíðina. Til að auka enn frekar á áhrifa- mátt ljóðanna er hægt að breyta letri að vild, litum og bakgrunni. Þegar ljóðið er tilbúið er hægt að gefa það út á vefnum segulljod.is auk þess sem hægt er að deila því til vina á Facebook, Twitter og í tölvupósti. Það er fyrirtækið Ís-leikir ehf. sem gefur út smáforritið en höf- undar og hönnuðir þess eru Guðný Þorsteinsdóttir og Friðrik Magnús son. Gerð þess var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna. Smáforritið Segulljóð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.