Fréttablaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 8
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 MÁLÞING Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ efna til málþings í tilefni ábendingar eftirlitsnefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði: Finnur Beck, lögfræðingur, opnar málþingið Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur Margrét Sverrisdóttir, verkefnisstjóri Ólafur Stephensen, ritstjóri Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor Freyr Einarsson, ritstjóri Fundarstjóri: Þór Jónsson, blaðamaður. Miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju, stofu 132. Við bjóðum hagstæða vexti á bundnum óverðtryggðum innlánsreikningum. Binding frá 1—24 mánaða. Vextir frá 4,25%—5,00%. Nánari upplýsingar hjá viðskipta- stjórum í Borgartúni 26 eða í síma 540 3200 og á www.mp.is. MENNINGARMÁL Akureyrarbær mun á næstunni eignast ein- stakt safn handmálaðra landa- bréfa af Íslandi sem þýsku hjón- in og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum ára- tugum. „Elstu kortin eru frá byrjun sautjándu aldar en það yngsta er frá árinu 1808,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Að sögn Þórgnýs kom Gisela fyrst til Íslands til að taka þátt í rannsóknum í Surtsey. Þau hjón- in hafi komið hingað í ótal skipti síðan, bæði í vinnuferðir og í frí. Fyrir tíu árum hafi þau fyrst boðið Akureyrarbæ landabréfasafnið til eignar. Fyrir ári hafi þau ítrekað tilboð sitt. „Við spurðum af hverju þau vildu gefa Akureyrarbæ safnið frekar en til dæmis Landmæling- um Íslands. Þá kom í ljós róman- tíska hliðin á þessari sögu,“ segir Þórgnýr, sem kveður þau hjónin einfaldlega hafa orðið ástfangin af Akureyri. „Þau komu hingað í brúðkaupsferð og gistu á Hótel KEA. Þau komu líka þegar Karl varð fimmtugur og tóku þá börnin með sér. Þau sögðust vilja að kort- in enduðu á Íslandi og gætu best hugsað sér að það verði á Akur- eyri.“ Þórgnýr segir Karl og Giselu ekki láta of ströng skilyrði fylgja gjöfinni. „Þau gera ekki kröfu um að bréfin séu sýnd stöðugt held- ur að þau séu í öruggri geymslu og sýnd reglulega og að safnið sé til í þeirra nafni. Skuldbindingin sem við göngumst undir er að sýna safnið einu sinni á ári og hafa það ávallt aðgengilegt til rannsókna,“ segir hann. Kortin verða til sýnis í nokkrar vikur á hverju sumri í Minjasafni Akureyrar. Jafnvel strax næsta sumar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti verið áhugavert efni fyrir gesti og ferðamenn. Þau vilja líka gjarnan að það séu lánaðir hlutar af safninu til sýninga ann- ars staðar innan landsteinanna,“ segir Þórgnýr. Kortasafnið er uppsett í sér- hönnuðu húsi Karls og Giselu í Geisenheim í Þýskalandi. „Þau hafa lagt mikið á sig í áratugi að fylgjast með víða um heim og ná í einstök kort. Það eru sérstaklega stór þakskegg á húsinu til að verja kortin fyrir sólarljósi. Þau segja að þetta sé heildstæðasta einka- safnið af handgerðum Íslands- kortum sem til er í heiminum. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verð- ið örugglega fleiri tugir milljóna,“ segir Þórgnýr. Gjöfin verður afhent ytra. „Þetta er mjög nákvæmt fólk. Þau vilja að við förum til Þýskalands og tökum við gjöfinni við hús- dyrnar. Þau ætla að hætta að eiga safnið um leið og það er komið út úr dyrunum,“ segir Þórgnýr Dýr- fjörð. gar@frettabladid.is Þýsk hjón gefa safn íslenskra landabréfa Hjónin Karl-Werner og Gisela Schulte eru ástfangin af Akureyri og færa bænum aldagömul landabréf af Íslandi. Gjöfinni fylgir að kortin verði til sýnis. Í fyrstu verður hægt að skoða kortin á sumrin í Minjasafni Akueyrar. ÍSLANDSKORT GIORGIO CARLO Dæmi úr safni Schulte-hjónanna er Íslandskort sem Joris Carolus teiknaði og málaði í Amsterdam á árunum 1630 til 1636. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verðið örugg- lega fleiri tugir milljóna. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. DÓMSMÁL Móðir Stúlku Bjarkar- dóttur Rúnarsdóttur segir dótt- ur sína vongóða um að ákvörðun mannanafnanefndar um að synja henni þess að fá að bera nafnið Blær verði hnekkt fyrir dómi. Aðalmeðferð fór fram í máli Blævar í gær, en Björk Eiðsdótt- ir, móðir stúlkunnar, höfðaði mál á hendur innanríkisráðherra eftir að mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að hún mætti ekki heita Blær, þar sem um karl- mannsnafn væri að ræða. Björk sagði í viðtali við Vísi.is í gær að Blær væri vongóð. „ Hú n t i l - kynnti dóm- ara það að hún sé alsæl með nafnið, og hafi aldrei lent í neinum vand- ræðum með það nema í samskiptum við hið opinbera,“ sagði Björk um dóttur sína. Blær bar sjálf vitni, sem og Björk og lögmaður mannanafna- nefndar. „Lögfræðingur minn lagði fram gögn sem sýna að fordæmi er fyrir því að nafn geti verið bæði karlkyns og kvenkyns,“ sagði Björk. Niðurstöðu í málinu er að vænta fyrir mánaðamót, en mál Blævar hefur vakið heimsathygli, og ratað inn á borð fjölmiðla um allan heim. - þj, hva Aðalmeðferð fór fram í máli mæðgna gegn úrskurði mannanafnanefndar: Blær er vongóð um viðsnúning BJÖRK EIÐSDÓTTIR BRETLAND, AP Harry Bretaprins, sem er á heim- leið eftir fjögurra mánaða herþjónustu í Afganistan, segist hafa lent í aðstæðum sem þyrluflugmaður þar sem hann þurfti að skjóta á Talibana og að einhverjir þeirra hafi fallið. Í samtali við fréttamenn fyrir heimferðina sagði Harry: „Stundum verður maður að taka líf til að bjarga lífi. Þannig er okkar raunveruleiki, býst ég við. Ef það eru einhverjir að reyna að skaða okkar menn, tökum við þá út.“ Þetta er í annað skiptið sem Harry er við skyldu- störf í Afganistan, en hann þurfti að fara heim fyrr en ætlað var fyrri part árs 2008, þar sem upp komst um veru hans þar. Hann stýrir nú Apache-þyrlum sem eru þær öflugustu í breska þyrluflotanum. Í viðtalinu ræðir Harry um veruna í hernum þar sem hann kann almennt vel við sig sem einn af strák- unum. Þó komi stundum upp tilfelli þar sem menn gapi þegar hann kemur inn í messann. - þj Harry Bretaprins snýr aftur heim eftir fjóra mánuði í Afganistan: Segist hafa skotið Talibana Í ELDLÍNUNNI Harry Bretaprins hefur lokið fimm mánaða herþjónustu í Afganistan. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.