Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 6
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu hátt hlutfall íslenskra karl- manna á byssu? 2. Hvar langar matreiðslumanninn Völundi Snæ að opna veitingastað? 3. Hver leikstýrir kvikmyndinni XL? SVÖR: 1. Um 25% - 2. Á heimili sínu við Bókhlöðu- stíg 2 - 3. Marteinn Þórsson. Fjöldi smita ■ Mikið smit ■ Meðalmikið smit ■ Lítið smit ■ Ekkert smit Inflúensa í Evrópu 7. - 13. janúar 2013 ■ Malta ■ Liechtenstein ■ Lúxemborg HEILBRIGÐISMÁL „Við erum svona hálfum mánuði á undan miðað við í fyrra og árið þar á undan,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um inflúensuna sem nú geisar á landinu. Inflúensan er skæðust hér á landi og í Noregi af þeim 26 ríkjum sem senda upplýsingar um stöðu þessara mála til Sóttvarnastofn- unar Evrópu, ECDC. Tilkynningar um inflúensulík einkenni eru mun fleiri nú en á sama tíma síðustu ár. Tilkynningum um inflúensu- lík einkenni hefur fjölgað mikið síðustu vikur sem og staðfestum inflúensutilvikum. Alls voru 22 staðfest tilfelli tilkynnt til sótt- varnalæknis í annarri viku ársins, sem eru nýjustu tölur. Haraldur gerir ráð fyrir því að inflúensufaraldurinn muni einn- ig ná hámarki fyrr en undan- farin ár, þegar inflúensan náði hámarki seinni hluta febrúar. „Það er smá slaki í augnablikinu en hún á sjálfsagt eftir að stefna áfram upp en ekki með jafn mikl- um hraða og undanfarnar vikur. Þetta mun ábyggilega ganga yfir hér allan janúar og langt fram í febrúar.“ Inflúensan hefur nú greinst í flestum landshlutum og meðal- aldur þeirra sem greinast er 37 ár. Flensan er að færast í aukana í nítján af þeim 26 ríkjum sem til- kynntu Sóttvarnastofnun Evrópu um stöðu smitmála í annarri viku ársins. Inflúensan er útbreidd í tólf Evrópuríkjum, svæðisbundin í sex ríkjum og fátíð í sjö ríkjum. Aðeins í Búlgaríu voru engin tilvik inflúensu tilkynnt. „Norðmenn og við erum dugleg í þessu. A-tegund- ir flensunnar eru yfirgnæfandi. Þetta er ýmist af svínastofni, sem er að breytast í að verða árstíða- bundinn, og svo þessi gamli stofn sem var alltaf að hrjá okkur hér á árum áður,“ segir Haraldur. Þá hefur tilfellum RS-veiru fjölgað, en átján greindust með staðfesta sýkingu í annarri viku ársins. Börn á fyrsta og öðru ári greinast helst með veiruna en sex af þeim átján sem greindust síðast voru á aldrinum 79 til 92 ára, sem er óvenjuhátt hlutfall. thorunn@frettabladid.is Inflúensan er fyrr á ferðinni í ár Inflúensutilvikum fjölgar nú hratt hér á landi og sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki fyrr en undanfarin ár. Farald- urinn er skæðari hér og í Noregi en í flestum öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Flensan hefur greinst í flestum landshlutum og meðalaldur greindra er 37 ár. Fleiri greinast einnig með RS-veiruna, þar af óvenjumargir eldri borgarar. Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir ástandið á spítalanum erfitt en viðráðan- legt. Tæplega fjörutíu sjúklingar eru í einangrun þar vegna inflúensu, RS- veirunnar og nóróveirunnar. Hann segir ástandið svipa að hluta til ársins 2009 þegar svínaflensufaraldurinn gekk yfir landið. „Þá stóðum við í raun tæpar því það var svo mikið af fólki í öndunarvél og á gjörgæslu, en það er ekki eins mikið um það núna,“ segir hann. „En síðan þá höfum við þurft að minnka okkur og núna eru svo margir sem eru að bíða eftir einhverju öðru inni á bráðadeildunum. Það er töluverður munur.“ Björn sinnir sjálfur sjúklingum samhliða forstjórastarfinu, þó hann segi það hafa minnkað þar sem mikið af valstarfsemi spítalans hefur verið lagt niður tímabundið vegna álagsins. „Ég hitti mína sjúklinga, tala við fólk og fylgist með aðstöðunni,“ segir hann. „Svo maður sé ekki að fá þetta allt úr Excel-skjölum.“ - sv ➜ Ástandið erfitt en viðráðanlegt SAMGÖNGUR Sex milljörðum króna verður varið á næstu tíu árum til að ljúka tvöföldun Reykjanesbraut- ar Hafnarfjarðarmegin. Þetta kemur fram í svari innanríkis- ráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar. Í svari sínu segir ráðherra að á samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að umræddur vegarkafli, sem er um átta kílómetra langur og nær frá sveitarmörkum Hafnarfjarð- ar, fram hjá Álverinu í Straumsvík og inn undir kirkjugarðinn, verði kláraður í tveimur áföngum. Ann- ars vegar á árunum 2015 til 2018 þegar 1,8 milljörðum verður varið til verksins og svo á árunum 2019 til 2022 þegar 4,2 milljarðar verða settir í verkið. Ekki liggur fyrir tímasetning um lok tvöföldunar sex kílómetra kafla frá Fitjum í Reykjanesbæ upp að Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, en samkvæmt svari ráðherra minnkar umferð verulega þegar komið er fram hjá Fitjum. Kostnaður við þann kafla Reykjanesbrautar sem þegar hefur verið tvöfaldaður, um 24 kílómetra vegalengd, er um það bil 6,3 milljarðar, uppreiknað að verðlagi í nóvember síðastliðn- um. Ráðherra svaraði því einnig til að uppsetning víravegriða sem skilja að umferð úr sitthvorri átt ætti að hefjast í ár sunnan Straumsvíkur. Framkvæmdum ætti að ljúka á árunum 2015 til 2016 og kostnaður er áætlaður um 350 milljónir króna. - þj Svar innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns um tvöföldun Reykjanesbrautar: Sex milljarðar í að klára tvöföldunina REYKJANESBRAUT Það mun kosta ríkið sex milljarða að klára lagningu brautarinnar inn í Hafnarfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.