Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 30
FÓLK|BÍLAR TOYOTA PRIUS C GRÆNASTUR Þegar allt er tekið með í reikninginn er það ekki rafbíll heldur tvinnbíll sem er umhverfisvænastur bíla að mati ACEEE. MYND/AFP Toyota Prius C er umhverfisvænastur bíla 2013 að mati ACEEE, American Council for an Energy Efficient Economy, óháðra samtaka sem árlega gefa út lista yfir umhverfisvæn- ustu bíla ársins. Toyota Prius C er tvinnbíll en fast á hæla hans kemur Honda Fit EV sem er rafdrifinn bíll. Þriðja sætið verma þrír bílar; Toyota Prius, Prius PHV og Honda Civic Hybrid. En hvernig getur tvinnbíll verið „grænni“ en bíll sem gengur fyrir rafmagni? Svarið er að finna í talnafræðinni. Samtökin skoðuðu útblástur bílanna, mengandi útblástur og gróðurhúsalofttegundir, auk losunar frá þjónustufyrirtækjunum sem hlaða rafbíla. Þá var einnig tekin til greina orkan sem fer í að framleiða bílinn og áhrif sem förgun bílsins hefði á náttúruna þegar tíma hans lyki. Þegar öll kurl voru komin til grafar stóð bíll, sem bæði er drifinn með rafmagni og eldsneyti, uppi sem sá grænasti. Úttektina má lesa á vef breska ríkisútvarpsins, www.bbc.co.uk, og þar er einnig hægt að nálgast listann yfir bílana sem athugaðir voru. RAFBÍLL EKKI SÁ UMHVERFISVÆNASTI SUMARIÐ ER TÍMINN „Sumarið er aðaltíminn hjá okkur. Þá rúntum við mikið um enda um tuttugu skipulagðar ferðir í boði,“ segir Þorgeir Kjartansson, formað- ur fornbílaklúbbsins. MYND/GVA Fornbílaklúbbur Íslands var stofn-aður árið 1977 og í honum eru tæplega 1200 meðlimir á öllum aldri. Klúbburinn hefur fyrst og fremst það markmið að efla samheldni áhuga- manna og eigenda fornbíla, auk þess sem félagið hefur staðið í hagsmunagæslu fyrir fornbílaeigendur hér á landi. Þor- geir Kjartansson, formaður klúbbsins, segir starfsemina afar fjölbreytta þar sem allir bílaáhugamenn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sumarið er aðal- tíminn hjá okkur. Þá rúntum við mikið um enda um tuttugu skipulagðar ferðir í boði. Stærsti viðburður ársins er lands- mótið okkar sem við höldum í tíunda sinn á Selfossi næsta sumar. Einnig erum við mikið beðnir um að koma á ýmsar bæjarhátíðir yfir sumartímann auk þess sem ýmis félagasamtök hafa einnig sam- band við okkur.“ Starfsemin er önnur yfir vetrartímann að sögn Þorgeirs enda hentar íslenski veturinn sjaldnast fornbílum. Klúbburinn eignaðist nýlega félagsheimili í Kópavogi og heldur úti reglulegri dagskrá þar yfir veturinn. „Við hittumst alla miðvikudaga yfir vetrartímann. Stundum horfum við á bíómyndir eða fáum einhvern til að halda fyrirlestur. Næsta miðvikudag mætir til dæmis Svavar Svavarsson í hús og segir okkur frá vinnuvélum, trukkum og öðrum tækjum sem hafa verið hér á landi. Hann er gangandi sögubók um þessi tæki auk þess sem hann sýnir okkur líka ljósmyndir.“ Það er margt sem heillar við forn- bíla að sögn Þorgeirs. „Stór hluti af því er auðvitað sagan. Einnig snýst þetta um nostalgíuna hjá mörgum því margir reyna að eignast bíla sem þeir áttu þegar þeir voru yngri. Eða reyna jafnvel að eignast bílinn sem þeir vildu eignast þeg- ar þeir voru ungir en höfðu ekki efni á.“ Þorgeir segist greina aukinn áhuga almennings á fornbílum. Á síðasta lands- móti hafi til dæmis um 3.000 manns heimsótt klúbbinn á laugardeginum. „Yfirleitt er mikil traffík þar sem við erum og hún eykst bara á milli ára. Áður fyrr vorum við jafnvel litnir aðeins horn- auga því mörgum fannst skrítið hvað fjölskyldufólk væru að brasa í þessu. En fornbílarnir eru einfaldlega hluti af sögu okkar. Það er ekki hægt að slá hendinni á móti því.“ HLUTI AF SÖGUNNI FORNBÍLAR Starfsemi Fornbílaklúbbsins er fjölbreytt. Tæplega 1200 meðlimir eru í klúbbnum og eru þeir í öllum aldursflokkum. LANDSMÓT Fornbílaklúbburinn hefur haldið landsmót sitt á Selfossi undanfarin tíu ár. MYND/ÚR EINKASAFNI WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education HYUNDAI I30 CLASSIC. Árgerð 2010, ekinn 60 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.750.000. Rnr.222343. TOYOTA YARIS SOL. Árgerð 2012, ekinn 31 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.bakkmyndavel ofl. Verð 2.490.000. Rnr.222361. HYUNDAI I 20 CLASSIC. Árgerð 2010, ekinn 64 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.490.000. Rnr.222359. PEUGEOT 508.DÍSEL.Árgerð 2012, ekinn 20 Þ.KM, sjálf- skiptur.glertoppur. álfelgur ofl. Verð 4.250.000. Rnr.222360. NISSAN QASHQAI+2 SE Árgerð 2011, ekinn 35 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.glertoppur ofl. Verð 4.390.000. Rnr.251594. SUZUKI GRAND VITARA Árgerð 2010, ekinn 62 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur, leður. Verð 3.090.000. Rnr.251611 CHRYSLER TOWN - COUNTRY TOURING LX. Árgerð 2008, ekinn 74 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.990.000. Rnr.221718. Stofnað 1974

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.