Fréttablaðið - 22.01.2013, Síða 42
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
LE
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
2
4
1
9
1
2
/1
2
Gildir út janúar.
Lægra
verð
í Lyfju
20% afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða 15% afsláttur af ölluNicorette fruitmint
Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands - SKOTVÍS - árið 2013,
verður haldinn mánudaginn 4. febrúar n.k. 20:00 í húsnæði
Verkís Ármúla 4 í Reykjavík.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Fyrir fund, kl 19:30 verður dr. Arnór Þórir Sigfússon með stutt
erindi um stöðu gæsastofna á Íslandi.
Félagsmenn SKOTVÍS hvattir til að mæta.
Stjórn Skotvís
FRÁBÆRIR
Vignir Svavarsson 11 mörk (73 prós. skotnýting)
Fékk miklu meiri ábyrgð í vörninni og blómstr-
aði við hlið Sverre. Kappsamur, baráttuglaður
og einnig fremstur í flokki í hraðaupphlaupum
liðsins.
MJÖG GÓÐIR
Aron Pálmarsson 24 mörk (46 prósent)
Sverre Jakobsson 0 skot, 9 stolnir, 3 varin skot
Sverre stjórnaði íslensku vörninni af
myndarskap og Aron var aðalógnun liðsins
í sóknarleiknum. Aron var of æstur í
byrjun en fann svo taktinn og átti margar
gullfallegar stoðsendingar í viðbót við frábær
heimsklassamörk.
TRAUSTIR
Guðjón Valur Sigurðsson 41 mark (59 prósent)
Snorri Steinn Guðjónsson 17 mörk (50 prósent)
Kári Kristjánsson 15 mörk (71 prósent)
Snorri Steinn og Guðjón Valur fengu enn meiri
ábyrgð og stóðust hana með glæsibrag. Guðjón
hefur oft nýtt dauðafærin betur en skilaði sínu
og Snorri spilaði betur með hverjum leik. Kári
átti flotta innkomu á línuna í fjarveru Róberts.
STÓÐU SIG VEL
Arnór Þór Gunnarsson 13 mörk (77 prósent)
Þórir Ólafsson 27 mörk (73 prósent)
Björgvin Páll Gústavsson 62/3 varin (35 prósent)
Þórir og Arnór skiluðu sínu vel í hægra horninu
og Arnór stimplaði sig virkilega inn. Björgvin
Páll átti nokkra mjög góða leiki í markinu en
datt niður inn á milli.
KOMNIR Á LANDSLIÐSKORTIÐ
Ólafur Gústafsson 12 mörk (50 prósent)
Aron Rafn Eðvarðsson 31/2 varin (37 prósent)
Ólafur og Aron Rafn sýndu að þeir eru komnir
til að vera í íslenska landsliðshópnum á næstu
árum. Ólafur gerði sig reyndar sekan um nokkur
dýrkeypt mistök en sýndi flott tilþrif inn á milli.
FENGU OF LÍTIL HLUTVERK Á MÓTINU
Ernir Hrafn Arnarson 2 mörk (50 prósent)
Fannar Þór Friðgeirsson 3 mörk (100 prósent)
Stefán Rafn Sigurmannsson 5 mörk (72 prósent)
Róbert Gunnarsson (meiddur) 1 mark (33 pró.)
NÁÐU EKKI PRÓFINU
Ásgeir Örn Hallgrímsson 10 mörk (40 prósent)
Ólafur Guðmundsson 0 mörk (0 prósent)
Ásgeir Örn var skilinn eftir í djúpu lauginni og
átti að fylla í skarð tveggja heimsklassa manna
(Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson).
Ásgeir skilaði sínu varnarlega en var skelfilegur
sóknarlega. Hann nýtti
meðal annars aðeins 2
af 13 langskotum sínum
í alvöru leikjunum
(Rússland, Makedónía,
Danmörk og Frakkland)
og var þá með fleiri
tapaða bolta (12) en
mörk (5) + stoðsend-
ingar (5).
Ólafur Guðmunds-
son var tekinn út úr
hópnum eftir tvo leiki.
Frammistaðan á HM 2013
ARON PÁLMARS SNORRI STEINN
KÁRI KRISTJÁNSGUÐJÓN VALUR
ÁSGEIR ÖRN ARNÓR ÞÓR
ÓLAFUR
GÚSTAFS
FIMLEIKAR Fimleikasamband
Íslands tilkynnti í gær að Evrópu-
meistaramótið í hópfimleikum
verður haldið hér á landi í október
á næsta ári. Fimleikasambandið
sendi inn boð um að fá mótið og
staðfesti Fimleikasamband Evrópu
í gær að það hafi verið samþykkt.
Ísland hefur fagnað sigri í
kvennaflokki á síðustu tveim-
ur Evrópumeistaramótum og þá
vann unglingasveit kvenna einnig
sigur í sínum flokki þegar mótið
fór fram í Árósum í Danmörku í
haust.
Samkvæmt tilkynningu Fim-
leikasambands Íslands er von á
700-1000 keppendum frá 15-20
löndum og að tekjur af mótinu,
beinar og óbeinar, verði mögulega
um hálfur milljarður króna.
Hópfimleikar nefnast á ensku
TeamGym og eru ein af sjö grein-
um Fimleikasambands Evrópu.
Íþróttin á þó ekki aðild að Alþjóða-
fimleikasambandinu en vonast er
til að það breytist með ört vax-
andi uppgangi hópfimleika víða
um heim. Fyrsta Evrópumeistara-
mótið var haldið árið 1996. - esá
EM haldið á Íslandi
Ísland ver titla sína í hópfi mleikum hér á landi.
16 LIÐA ÚRSLIT
ÚRSLIT
Slóvenía - Egyptaland 31-26 (19-11)
Serbía - Spánn 20-31 (12-20)
Króatía - Hv. Rússland 33-24 (21-9)
Ungverjaland - Pólland 27-19 (10-9)
FJÓRÐUNGSÚRSLITIN
Danmörk - Ungverjaland
Frakkland - Króatía
Þýskaland - Spánn
Rússland - Slóvenía
Leikirnir fara fram á morgun.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
SOUTHAMPTON - EVERTON 0-0
Everton er í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig
en Southampton í fimmtánda sæti með 23 stig.
Þetta var lokaleikur 23. umferðar.
MARKAHRÓKUR Aron Jóhannsson í
leik með AGF. MYND/BADENFOTO.DK
FÓTBOLTI Pólska blaðið Glos
Wielkopolski hefur heimildir
fyrir því að pólska félagið Lech
Poznan ætli að kaupa íslenska
framherjann Aron Jóhannsson
frá danska félaginu AGF. Aron
hefur spilað vel með danska
félaginu og er annar af marka-
hæstu leikmönnum deildarinnar.
Aron Jóhannsson hefur skorað
14 mörk í 18 deildarleikjum með
AGF á þessu tímabili en danska
deildin er nú í vetrarfríi. Glos
Wielkopolski segir að Aron sé
metinn á 450 þúsund evrur en
það gera rúmlega 77 milljónir
íslenskra króna. Blaðið segir að
það séu talsverðar líkur á því að
Aron verði tilkynntur sem nýr
leikmaður Lech Poznan í þessari
viku. - óój
Lech Poznan
vill fá Aron
SPORT
HANDBOLTI Fyrsta stórmóti
íslenska landsliðsins í handbolta
undir stjórn Arons Kristjánssonar
lauk fyrr en flestir höfðu vonað.
Liðið getur vissulega kennt ein-
hverjum um að hafa verið fórn-
arlamb aðstæðna í A-riðlinum
sem þýddi að Frakkar urðu mót-
herjar liðsins í sextán liða úrslit-
unum í stað Þýskalands, Brasilíu
eða Túnis.
Frakkarnir voru einfaldlega
númeri of stórir fyrir íslensku
strákana sem stóðu sig samt mjög
vel og stríddu frönsku vélinni sem
landaði að lokum naumum sigri
eftir spennuleik.
Það reyndi svo sannarlega
mikið á Aron þjálfara á fyrsta
móti. Það er ekki auðvelt að taka
við af Guðmundi Guðmundssyni,
sigursælasta þjálfara Íslands frá
upphafi, en að auki missti liðið
lykilmenn eins og Alexander Pet-
ersson og Arnór Atlason auk þess
sem Ólafur Stefánsson gaf ekki
kost á sér.
Vignir besti maður liðsins
HJARTA ÍSLENSKU VARNARINNAR Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson voru flottir á HM á Spáni. Vignir var besti maðurinn að mati Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Miklar breytingar urðu á vörn-
inni og hægri skyttustaðan var
nánast skilin eftir bitlaus. Endur-
skipulagning varnarinnar tókst
vel og sóknarleikurinn batnaði
með hverjum leik þrátt fyrir afar
lítið framlag úr hægri skyttustöð-
unni, einni af bestu stöðum lands-
liðsins í mörg ár.
Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk
það stóra próf að taka við af Ólafi
og Alexander. Hann stóð sig vel
varnarlega og á mikið í velgengni
liðsins þar en kolféll hins vegar
sóknarlega og fyrir vikið var
ójafnvægið mikið í uppstilltum
sóknarleik íslenska liðsins.
Blaðamenn Fréttablaðsins hafa
valið Vigni Svavarsson besta leik-
mann íslenska liðsins á mótinu
en hann kom mjög sterkur inn í
íslensku vörnina í forföllum Ingi-
mundar Ingimundarson og Alex-
anders Peterssonar.
Það var einkum innkoma Vign-
is sem gerði það að verkum að
glæný vörn íslenska liðsins varð
svona árangursrík. Vignir fékk
að margra mati alltof fá tækifæri
í liðinu undir stjórn Guðmundar
Guðmundssonar en sýndi mátt
sinn og megin í þessum sex leikj-
um á Spáni.
Þá má ekki gleyma framlagi
Vignis í hraðaupphlaupunum en
hann var með 11 mörk og 7 stoð-
sendingar án þess að spila sóknar-
leikinn.
Fleiri leikmenn stóðu sig mjög
vel, aðrir skiluðu sínu en nokkr-
ir þurfa að spila betur ætli lands-
liðið sér að komast lengra. Hér á
síðunni má sjá dóma Fréttablaðs-
ins yfir frammistöðu strákanna
okkar á Spáni.
ooj@frettabladid.is
Fréttablaðið fer í dag yfi r frammistöðu leikmanna
íslenska landsliðsins í handbolta á HM í handbolta
á Spáni. Heims- og Ólympíumeistarar Frakka slógu
íslenska liðið út úr 16-liða úrslitunum í fyrrakvöld.