Fréttablaðið - 22.01.2013, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 2013 | FRÉTTIR | 13
og hljóta veglega vinninga. Auk
EFNAHAGSMÁL Sé áætluðum líf-
eyrisskuldbindingum ríkisins
og fyrirséðum útgjöldum vegna
vanda Íbúðalánasjóðs bætt við
heildarskuldir ríkissjóðs hækka
þær úr um 1.500 milljónum króna
í hátt í 2.000 milljónir.
Þetta kemur fram í nýjustu
Hagsjá hagfræðideildar Lands-
bankans sem gefin var út á
föstudag. Er þar fjallað um
skuldastöðu ríkisins og helstu
óvissuþætti er snúa að því mark-
miði að lækka skuldir ríkissjóðs.
Í Hagsjánni kemur fram að
miðað við áætlanir stjórnvalda
verði skuldir ríkisins um 1.500
milljarðar í lok árs, eða um 80%
af landsframleiðslu.
Til lengri tíma litið sé hins
vegar stefnt að því að ná skuld-
um ríkisins niður í 45 til 50% af
landsframleiðslu. Er áætlað að
lækkun skulda hefjist á næsta ári
þegar búist er við því að afgang-
ur verði af fjárlögum í fyrsta
sinn frá bankahruni.
Samkvæmt reikningum hag-
fræðideildar Landsbankans þarf
hins vegar mun meiri afgang úr
rekstri ríkisins en fyrirsjáan-
legur er á næstu árum til þess að
markmiðið um verulega lækkun
skulda náist.
Munar þar mestu um að ef rík-
issjóður legðist í skuldabréfa-
útboð til að fjármagna rekstur
Íbúðalánasjóðs og standa undir
lífeyrisskuldbindingum ríkis-
sjóðs myndu bætast við tæplega
50 milljarðar á ári við rekstrar-
kostnað hins opinbera samkvæmt
útreikningum hagfræðideildar-
innar.
- mþl
Fyrirséð útgjöld ríkisins vegna lífeyrisskulda og Íbúðalánasjóðs tæplega 500 milljarðar:
Skuldastaða ríksins verri en ætla mætti
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Hagfræði-
deild Landsbankans bendir á að fyrirséð
útgjöld ríkissjóðs hækka skuldastöðu
hans verulega.
AFÞREYING Íþróttaráð Akureyrar
hefur samþykkt að félagið Berg-
menn fái leyfi til að gera tilraun
með sölu og
markaðssetn-
ingu þyrlu-
skíðaferða frá
skíðasvæðinu
í Hlíðarfjalli.
Skilyrði er að
Bergmenn vinni
þetta verkefni
í fullu samráði
við forstöðumann Hlíðarfjalls.
Fyrirtækið hefur áður boðið upp
á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga.
Stofnandi Bergmanna er Jökull
Bergmann fjallaleiðsögumaður.
- gar
Nýjung í Hlíðarfjalli:
Veita leyfi fyrir
þyrluskíðafólk
JÖKULL
BERGMANN
DANMÖRK Tungumálaörðugleikar
eiga ekki að koma í veg fyrir að
menn hætti að reykja. Þetta er
mat yfirvalda í Kaupmannahöfn
sem ákváðu að láta tóbaksvarnar-
ráðgjafa stöðva múslíma á leið til
föstudagsbænar. Múslímarnir voru
ávarpaðir á arabísku og þeim tjáð
að hægt væri að fá aðstoð án endur-
gjalds við að drepa í sígarettunni.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
yfir helmingur útlendinga í Dan-
mörku vill hætta reykingum, að því
er segir í frétt á vef Jyllands-Post-
en. - ibs
Átak í Kaupmannahöfn:
Reykjandi mús-
límar stöðvaðir
ÞÝSKALAND, AP Kaþólska kirkjan
í Þýskalandi hefur blásið af óháða
rannsókn viðurkennds fræði-
manns á kynferðisglæpum innan
kirkjunnar.
Árið 2011 bað
kirkjan pró-
fessor Christian
Pfeiffer, við
Afbrotafræði-
stofnun Neðra-
Saxlands, að
rannsaka gögn
um misbeit-
ingu allt frá
árinu 1945. Rannsóknin var hluti
af viðleitni kirkjunnar eftir að
kynferðis brot gegn börnum og
ungmennum í Þýskalandi og víðar
komust í hámæli árið 2010. Pfeif-
fer segir samstarfið við kirkjuna
hafa gengið vel í fyrstu, en síðan
hafi biskupsdæmið í München
farið fram á óásættanlega stjórn
yfir rannsókninni. - óká
Kirkja ósátt við fræðimann:
Rannsókn á
barnaníði hætt
CHRISTIAN
PFEIFFER
DANMÖRK Sóknarnefnd á Norður-
Sjálandi hefur í þrjú ár neitað að
upplýsa Ann Brydholm um hvar
leiði sonar hennar, Claus Bryd-
holm, er. Leiðið var á leynilegum
stað í kirkjugarðinum í Karlebo
og án legsteins þar til fyrir stuttu
vegna óska ekkjunnar en nú hafa
jarðneskar leifar Brydholms verið
fluttar annað, að því er greint er
frá í Jyllands-Posten.
Biskupinn í Helsingjaeyri, Lise-
Lotte Rebel, benti formanni sókn-
arnefndarinnar, Ellen Ladhøj, á
það fyrir tveimur árum að það
kynni að brjóta í bága við lög að
neita Brydholm um upplýsingar
um hvar sonur hennar væri jarð-
settur. Ladhøj kveðst skilja óskir
móðurinnar. Hún vill þó heldur
fara í fangelsi en segja henni hvar
leiðið er. Segir hún það vera af
tillitssemi við börn Claus Bryd-
holms.
Málið er nú komið á borð Manu
Sareens kirkjumálaráðherra. - ibs
Deila um leiði til ráðherra:
Gröf leynt fyrir
tengdamömmu