Fréttablaðið - 25.01.2013, Page 2

Fréttablaðið - 25.01.2013, Page 2
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 EFNAHAGSMÁL Auknar opinberar álögur hafa hækkað hér verðbólgu síðustu ár um fimm til sex pró- sent, samkvæmt áætlun hagdeild- ar Alþýðusambands Íslands. „Ríki og sveitarfélög hafa á síð- ustu árum aukið álögur á heim- ilin með ítrekuðum hækkunum á gjaldskrám og neyslusköttum. Þessar hækkanir skila sér beint út í verðlag og valda aukinni verð- bólgu,“ segir í tilkynningu ASÍ í gær. „Frá árinu 2008 hefur opin- ber þjónusta hækkað um ríflega 35 prósent auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungshækkun á þessum vörum á tímabilinu.“ Fram kemur í umfjölluninni að áhrifum af álögum opinberra aðila á verðlag megi skipta ann- ars vegar í beinar hækkanir á gjaldskrám og hins vegar í ýmsa neysluskatta sem leggjast á verð vöru og þjónustu. Meðal aukinna álaga sem áhrif hafa til hækkun- ar á verðbólgu eru nefndar hækk- anir sveitarfélaga á leikskóla- og vistunargjöldum, stóraukin sorp- hirðu- og holræsagjöld, hækk- un á virðisaukaskatti og sérstak- ar álögur á eldsneyti, tóbak og áfengi. „Opinberir aðilar hafa í upp- hafi þessa árs enn aukið álögur sem leitt hafa til hækkana á flest- um þeim liðum sem hér er fjallað um,“ segir hagdeild ASÍ. - óká Gestur, færðu ekki gestahlut- verk í myndinni? „Að sjálfsögðu, glöggt er gests augað.“ Gestur Valur Svansson hefur selt Hollywood- stjörnunni Adam Sandler handrit að bíómynd sem ber vinnuheitið The Last Orgasm. KJARAMÁL Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, segist nú hafa umboð frá stjórnvöldum til að semja við hjúkrunarfræðinga spítalans. Slíkt mun kosta ríkis- sjóð hundruð milljóna króna. RÚV sagði frá þessu í gærkvöldi. Rúmlega 250 hjúkrunarfræð- ingar sögðu upp á Landspítalanum í nóvember. Stjórnendur spítal- ans hafa sagt að aukafjárframlag þurfi frá ráðuneytinu til að hækka launin. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði á Alþingi í gær að aukaframlög væru til umræðu þótt engar tölur hefðu verið nefndar. - bþh Hefur umboð til samninga: Aukafjárfram- lög í augsýn DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt þrítugan Ísfirðing í fimm mánaða fangelsi fyrir að taka myndir af fjórtán ára stelpum þar sem þær lágu naktar í ljósa- bekk. Það er sama refsing og maðurinn hlaut í héraði. Maðurinn tók samtals 96 ljós- myndir af stúlkunum tveimur án þeirra vitundar og geymdi þær í tölvu sinni. Hann er sakfelld- ur fyrir blygðunarsemisbrot og vörslu barnakláms. Hann hlaut árið 2008 eins mánaðar skilorð fyrir að dreifa nektar myndum af íslenskri stúlku í heimildarleysi. - sh Dæmdur í annað sinn: Myndaði 14 ára stelpur í ljósum SAMGÖNGUR Eigendur ökutækja sem urðu fyrir skemmdum vegna malbiksblæðinga á þjóðvegum síð- ustu daga fá tjón sitt bætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegagerðin hefur samið við sitt tryggingafélag, Sjóvá, um að bæta tjón á ökutækjum „sem sannanlega má rekja til framangreindra blæð- inga dagana 18.-23. janúar“. Vegagerðin segir ákvörð- un þessa tekna þrátt fyrir að orsök blæðinganna liggi ekki nákvæmlega fyrir. Hún hafi ekki fordæmis gildi. Vegagerðin biður vegfarendur velvirðingar á ástandinu sem skap- aðist og óþægindum sem það olli. Þeim sem hafa orðið fyrir tjóni af þessum völdum er bent á að hafa samband við Sjóvá og fylla þar út tjónaskýrslu. Vegagerðin býður ökumönnum þeirra ökutækja sem eru verulega óhrein af völdum tjörunnar að fá beiðni fyrir þrifum á næstu starfs- stöð Vegagerðarinnar. - þj Vegagerðin biðst velvirðingar á skemmdum sem urðu á þjóðvegunum og ollu tjóni á ökutækjum: Vegagerðin bætir tjón vegna tjörublæðinga TJÖRUKLESSUR Vegagerðin mun bæta það tjón sem varð á ökutækjum vegna tjörublæðinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vegagerðin segir að tjörublæðing úr malbiki hafi þekkst um langt skeið en ástandið nú sé óvenju slæmt. Notkunn repjuolíu og lífolíu í bundið slitlag á 40-45 km kafla á árunum 2010- 2011 er sögð vera meginorsök blæðinganna. Olían hefur ekki þolað tíðar veðrabreytingar. Sýni úr malbikinu hafa verið send erlendis til frekari rannsóknar. ➜ Olían þolir ekki veðrabreytingar Kostnaðarliður Hækkun 2008-2012 Vísitöluáhrif Leik- og grunnskólar 35-36% 0,3-0,4% Sorphirða, holræsi og vatn 50% / 60% / 32% 0,63% Rafmagn og hiti 66% 1,4% VSK úr 24,5% í 25,5% 0,2% Áfengi og tóbak 30%* 0,7-0,8% Bensín og olíur 32%* 1,2-1,3% Heilbrigðisþjónusta 34% 0,5% *Hækkun sem rekja má til hækkana á opinberum álögum Heimild: Hagdeild ASÍ Áhrif hins opinbera á verðlag 2008-2012 Hagdeild ASÍ gagnrýnir skattahækkanir ríkis og sveitarfélaga: Hið opinbera eykur verðbólgu MALÍ Íbúar í bænum Mopti í Malí hafa gripið til vopna og búið sig undir áhlaup íslamskra uppreisnarmanna. Þessi 120 þúsund manna bær með blómlegum ferðamannaiðnaði er einungis fimmtíu kílómetrum frá borginni Konna, sem vígamenn tengdir Al Kaída náðu á sitt vald 10. janúar. Árásin á Konna varð til þess að Frakkar, fyrrverandi nýlenduherrar Malí, gripu inn í með loftárásum og nú hefur sljákkað mjög í uppreisnar- öflunum. - sh Íbúar Mopta í Malí hafa vopnbúist af ótta við Al Kaída: Óttast áhlaup uppreisnarmanna REIÐUBÚINN Þessi Moptabúi, Sadou að nafni, er einn fjölmargra sem er með vopn við höndina ef til þess kæmi að uppreisnarmenn réðust á bæinn. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Íbúum búsettum á Íslandi fjölgaði um alls 2.010 á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Íbúum í Reykjavík fjölgaði um 815 og íbúum í öðrum sveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins um samanlagt 1.015 á tímabilinu. Íbúum á landsbyggðinni fjölgaði um 180. Þetta leiðir nýuppfærð íbúaskrá Þjóðskrár í ljós en stofn- unin gefur 1. desember ár hvert út lögbundna íbúaskrá fyrir sveitar félög landsins. Liggur skráin meðal annars til grund- vallar skiptingu fjármuna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þá miðast kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem hafa átt lög- heimili erlendis við skrána. Íbúum fjölgaði í 41 af 75 sveitar félögum landsins en fækkaði í 34. Hlutfallslega fjölg- aði íbúum mest í Eyja- og Mikla- holtshreppi á Vesturlandi eða um 18,18%. Þar búa nú 156 ein- staklingar. Íbúum fækkaði hins vegar mest í Kjósarhreppi eða um 7,27%. Þar búa nú 204. Flóahreppur, Svalbarðsstrand- arhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Bolungarvík voru í hópi ann- arra sveitarfélaga þar sem íbúum fjölgaði hlutfallslega mikið. Íbúum fækkaði aftur á móti hlut- fallslega mikið í Kjósarhreppi, Ásahreppi, Sandgerði, Breiðdals- hreppi og Skorradalshreppi. Sé einungis litið á stærstu sveitar félög landsins fjölgaði íbúum hlutfallslega mikið í Kópa- vogi og Garðabæ en fækkaði í Skagafirði og í Ísafjarðarbæ. magnusl@frettabladid.is Íbúum fjölgar mest í Kópavogi og Garðabæ Landsmönnum fjölgaði um ríflega tvö þúsund á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Þar af fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.830 og íbúum á lands- byggðinni um 180. Íbúum fjölgaði sérstaklega mikið í Kópavogi og Garðabæ. KÓPAVOGUR Mest fjölgun íbúa varð í Kópavogi á síðasta ári miðað við heildar- fjölda íbúa sveitarfélagsins. Samtals fjölgaði þeim um 474 íbúa sem samsvarar 1,52%. Mest fólksfækkun var í Skagafirði þar sem íbúunum fækkaði um 17 eða 0,42%. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sveitarfélag Íbúar 1. jan 2012 Íbúar 1. des 2012 Breyting Reykjavíkurborg 118.814 119.629 +815 = 0,69% Kópavogur 31.205 31.679 +474 = 1,52% Hafnarfjörður 26.486 26.763 +277 = 1,05% Akureyri 17.875 17.956 +81 = 0,45% Reykjanesbær 14.137 14.232 +95 = 0,67% Garðabær 11.283 11.450 +163 = 1,48% Mosfellsbær 8.854 8.950 +96 = 1,08% Árborg 7.783 7.833 +50 = 0,64% Akranes 6.592 6.636 +44 = 0,67% Fjarðabyggð 4.600 4.621 +21 = 0,46% Seltjarnarnes 4.313 4.332 +19 = 0,44% Vestmannaeyjar 4.194 4.219 +25 = 0,60% Skagafjörður 4.024 4.007 -17 = -0,42% Ísafjarðarbær 3.755 3.744 -11 = -0,29% Borgarbyggð 3.470 3.482 +12 = 0,35% Mannfjöldaþróun í sveitarfélögum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.