Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 30
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 „Því miður held ég að þetta verði svona eitthvað áfram. Við sjáum ekki fram á gjörbreytingu á stöðu krónunnar nema að síður sé, því staðan á henni hefur fremur versn- að og menn spá því að það komi ekki til með að lagast á næstu mán- uðum,“ segir Özur og bendir á að staða krónunnar sé nær algjörlega ráðandi þegar kemur að sveiflum í verðlagningu á nýjum bílum. „Ég er því hóflega bjartsýnn.“ Þegar rýnt er í sundurgreindar nýskráningartölur kemur enda í ljós að vísbendingar um efnahags- bata stökkva ekki beint fram. Þannig má benda á að sala hús- bíla dróst saman í nær ekki neitt eftir hrun. Árið 2007 seldust 157 þannig bílar, en 16 í fyrra og níu árið 2011. Hlutdeild þeirra í einka- bílasölu hefur líka farið úr því að vera nálægt prósenti í fimmtung úr prósenti. Mögulega má þó sjá vonarglætu í tölum um nýskráningu smærri atvinnubíla, lítilla vöru- og fólks- flutningabíla. Í fyrra seldust 84 slíkir, sem er rúmlega eins prósents hlutdeild, sama hlutfall og fyrir hrun þegar seldust 189 slíkir bílar. Dísilbílar hafa lækkað í verði Eins segir Özur að skýringuna á auknum hlut dísilbíla í sölutölum nýrra bíla sé ekki einvörðungu Bílar knúnir dísilolíu voru í fyrra í fyrsta sinn meira en helmingur nýrra einkabíla.Við yfir-legu á tölum Umferðar-stofu um sölu nýrra bíla kemur í ljós að af tíu mest seldu bíl- unum var hlutur dísilbíla 56,4 pró- sent. Þá eru einnig vísbendingar um að samsetning einkabílaflota lands- manna sé að breytast nokkuð. Þann- ig virðist hlutur jeppa í tölum um nýskráningu bíla árið 2012 hafa minnkað um fimm til sjö prósentu- stig frá árunum 2007 og 2008. Jepplingar halda hlut sínum að nokkru marki, fara úr tæpum fjórð- ungi í rúman fimmtung, en hlut- deild fólksbíla fer úr tæpum 60 pró- sentum í tæp 70. Þetta kemur í ljós þegar atvinnubifreiðar hafa verið vinsaðar úr skráningartölunum. Á sama tíma hefur samdráttur í sölu nýrra bíla leitt til þess að bíla- floti landsmanna hefur elst ört. Fyrir hrun var meðalaldur bíla hér nálægt sjö árum en er núna tæp 12 ár. Ferðamenn skýra aukninguna Breytingin í sölu nýrra bíla er mikil frá hruni en segja má að bílasölu- bólan hafi náð hámarki árið 2008 þegar innleystar voru pantanir fyrra árs og Toyota Land Cruiser 150 jeppi var mest seldi bíllinn. Núna hefur dísilknúinn Skoda Octavia vermt toppsæti sölutalna nýrra fólksbíla tvö ár í röð. Þá mætti ætla af sölutölum að sala nýrra bíla væri að glæðast nokkuð eftir gífurlegt hrun. Árið 2007 seldust hér á landi tæplega 16 þúsund nýir bílar. Síðan hrundi salan og náði botni 2009 þegar 2.211 nýir bílar seldust. Í fyrra seldust 7.902 bílar, sem er aukning um 56 prósent frá fyrra ári. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að hann vildi óska þess að aukin sala væri til marks um bætt efnahags- ástand, en bendir um leið á að ástæð- unnar kunni að vera að leita annars staðar. „Salan er upp á við, sem er af hinu góða og ekki vanþörf á, en 40 prósent af nýskráningu bíla í fyrra eru til komin vegna innkaupa bíla- leigna, sem skýrist af auknum ferða- mannastraumi til landsins, en gengi krónunnar gerir þeim hagkvæmara að koma hingað. Þetta er eiginlega aðalskýringin á aukinni bílasölu.“ Sölu til einstaklinga segir Özur ekki aukast jafnbratt og Bílgreina- sambandið hefði kosið. Dísil 56,2% Bensín 43,6% Meðalaldur bíla á Íslandi hefur farið úr sjö árum, þegar þeir urðu yngstir fyrir hrun, í tæp tólf ár nú. Ásgeir Jamil Allansson, eigandi Bílaparta ehf. í Mosfellsbæ, segist ekki fara varhluta af þeirri þróun. „Hér varð náttúrlega stórbreyting,“ segir Jamil. Í bólunni fyrir hrun minnk- aði framboð á pörtum þegar fólk henti jafnvel heillegum bílum þegar nýr bíll var keyptur. Við fall krónunnar jókst það síðan að bílar væru seldir úr landi og við það minnkaði líka framboðið á ákveðnum hlutum. Um leið segir Jamil að eftir hrun hafi farið að sjást bílar sem hann hélt að væru löngu horfnir. „En það er ennþá þannig að bílar streyma úr landi. Það eru alls konar bílar, jeppar og vörubílar.“ Þá segir Jamil erlenda verkamenn á heimleið gjarnan fara með bíla sína með sér. „Þannig geta þeir búið til meiri pening úr peningunum sínum.“ Við hrunið segist Jamil hins vegar hafa orðið var við að fólk reyndi að nýta hluti betur. „Þá fóru menn allt í einu að biðja um hluti sem áður var hent og bíllinn nýttist betur. Við fórum að selja meira úr hverjum bíl og öðruvísi hluti.“ Breytinguna megi meðal annars merkja á því að bílar sem komi inn á partasöluna séu allir á „sléttum dekkjum“, meðan áður fyrr hafi meira verið um að dekk væru ný eða hálfslitin. „Svo fæ ég orðið fyrirspurnir um slithluti á borð við stýrisenda, handbremsuborða og bremsuklossa af því fólk er að reyna að spara þetta.“ Þá segir Jamil að svokölluðum „bílskúrskörlum“ hafi fjölgað mjög eftir hrun. „Þeir spretta upp alls staðar af því fólk hefur ekki efni á eða tímir ekki að fara á verkstæði. Svo er almenningur líka í stórauknum mæli að leita sjálfur að varahlutum.“ Þetta segir Jamil að auki nokkuð á vinnu partasala því oft á tíðum hafi fólk lítið vit á viðgerðum. „Þá hringir kannski einhver maður utan úr bæ og pantar allt vitlaust, í staðinn fyrir að fara með bílinn á verkstæði sem síðan hefur samband og pantar réttu varahlutina. Skortur á fagmennsku er því að valda meira veseni hjá okkur.“ Og þótt hrun krónunnar kunni að hafa aukið lagervirði partasala eitthvað segir Jamil langt því frá að núna sé ein- hver gósentíð. Verð notaðra hluta taki ekki einvörðungu mið af verði nýrra hluta. „Það þýðir ekkert að selja hurð á bíl á 100 þúsund þegar bíllinn kostar 200.“ Þumalputtareglan sé hins vegar að varahlutir í bíla frá 2004 og yngri kosti helminginn af andvirði nýs hlutar. Í eldri bíla sé síðan miðað við nálægt því 35 prósent af verði nýs hlutar. „En ég er búinn að vera í þessum bransa alla tíð frá 1989 og það hafa alltaf verið uppsveiflur og niðursveiflur. Svo hafa útgjöldin líka hækkað hjá okkur. Þarna er ákveðið jafnvægi, um leið og varahlutir hækka aukast líka önnur útgjöld hjá okkur, hvort sem það eru laun, varahlutir, rekstur á tækjum og tólum eða eitthvað annað. Þessu gleyma voða margir.“ Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Salan er upp á við, sem er af hinu góða og ekki vanþörf á, en 40 prósent af nýskráningu bíla í fyrra eru til komin vegna innkaupa bílaleigna, sem skýrist af auknum ferða- mannastraumi til landsins. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins Þá fóru menn allt í einu að biðja um hluti sem áður var hent og bíllinn nýttist betur. Við fórum að selja meira úr hverjum bíl og öðruvísi hluti. Jamil Allansson, partasali BÍLASALA OG VINSÆLUSTU BÍLARNIR 2007-2012 Fólk leitar í auknum mæli eftir notuðum varahlutum í bíla Á PARTASÖLUNNI Bára Einarsdóttir og Jamil Allansson hafa verið í varahluta- bransa síðan 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dísilbílar vinsælli í fyrsta sinn Um leið og sala á einkabílum eykst hér um rúm 56 prósent milli 2011 og 2012 dregst bílasala mikið saman í Evrópu. Frétta- blaðið rýndi í tölurnar og komst að því að óvarlegt væri að draga af þessu ályktun um bættan hag landsmanna. Fleiri ferða- menn hafa ýtt undir bílakaup bílaleiga. Vísbendingar eru um breytta samsetningu einkabílaflotans hér. DÍSILOLÍU DÆLT Ragnar Borgþórsson fyllir á tankinn á Skoda Octavia-bifreið sinni. Octavia var í fyrra annað árið í röð vinsælasti bíllinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRIÐ 2012 VAR MEIRA SELT AF DÍSILBÍLUM EN BENSÍNBÍLUM 2010 2012 2011 495 Skoda Octavia308 Skoda Octavia 233 Volkswagen Polo 151 Suzuki Swift 485 Toyota Land Cruiser 120 938 Toyota Yaris 15.944 Seldir bílar 9.025 Seldir bílar 2.211 Seldir bílar 3.095 Seldir bílar 5.054 Seldir bílar 7.902 Seldir bílar 2007 2008 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.