Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 6
6
FJARÐARPÓSTURINN
ÁGREININGUR UM
MINNISMERKI
Fegrunarnefnd leggur fram tillögur að minnismerki
um fyrstu almenningsrafveitu landsins.
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar.
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar,
en í henni eiga sæti Sjöfn Magnús-
dóttir, Helga Guðmundsdóttir og
Sigríður Magnúsdóttir, hafði um
það frumkvæði nú í haust að gerðar
voru tillögur að minnismerki um
fyrstu almenningsrafveitu landsins.
Sú var gerð af Jóhannesi Reykdal
árið 1904, þannig að í ár eru liðin 80
ár frá því aö Lækurinn var virkjað-
ur og rafljós lýstu upp tilveru
Hafnfirðinga.
Minnismerkjatillögurnar voru
unnar af Guðmundi Gunnlaugs-
syni, arkitekt. Ætlun fegrunar-
nefndar var að ná samstöðu með
rafveitunefnd og bæjarráði um val
einnar tillögunnar, staðsctningu
minnismerkisins og alla fram-
kvæmd.
En málið tók nokkuö aöra stefnu
en því var ætluö. Til þess að rekja
það á sem hlutlausastan hátt, birtir
Fjarðarpósturinn hér úrdrætti úr
bréfaskriftum, greinargerðum og
fundargerðum varðandi minnis-
merkismálið, en það liggur nú i lág-
inni og óvíst er hvenær þaö verður
tekið upp að nýju.
Fegrunarnefnd sendi rafveitu-
nefnd bréf 3. ágúst sl. þar segir
m.a.:
„Hamarskotslækur. — Lækur-
inn í Hafnarfirði hefur alltaf verið
eitt af áhugamálum fegrunarnefnd-
ar. Nú á þessu ári eru 80 ár liðin frá
því, er hugvitsmaðurinn Jóhannes
Reykdal virkjaði lækinn. í tilefni af
þeim tímamótum finnst nefndinni
viðeigandi að merkja staðinn og
upplýsa þannig almenning um það
stórkostlega brautryðjendastarf, er
þar átti sér stað.
Arktekt Guðmundur Gunn-
laugsson, gerði meðfylgjandi til-
lögur i sjálfboðavinnu, fegrunar-
nefnd að kostnaðarlausu.
Með þessu bréfi, óskar fegrunar-
nefndin eftir vinsamlegri samvinnu
við rafveitunefnd og biður um álit á
meðfylgjandi tillögum!1
Og þann 8. ágúst sendir fegrunar-
nefnd bæjarráöi bréf og þar segir
m.a.:
„Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar
sendir hér með afrit af bréfi til Raf-
veitunefndar Hafnarfjarðar, ásamt
tillögum að minnismerki um fyrstu
almenningsrafveitu á íslandi"
„Það er eindregin ósk nefndar-
innar að bæjarráð sjái til að máli
þessu verði framfylgt"
Bæjarráð samþykkti þann 28.
september sl. aö beina því til raf-
veitunefndar, að hún skili umsögn
um erindi fergunarnefndar.
Meö þessari samþykkt bæjarráös
var boltanum varpað til rafveitu-
nefndar og henni gert að kynna sér
minnismerkjatillögur fegrunar-
nefndar og skila um þær skriflegri
umsögn.
Eftir hægan aðdraganda tók raf-
veitunefnd málið fyrir á fundi 22.
október sl. í fundargerö þess
fundar kennir ýmissa grasa.
Brynjólfur
lagði fram
tillögu:
Formaður rafveitunefndar,
Brynjólfur Þorbjarnarson, lagði
fram tillögu ásamt greinargerð, en í
henni segir m.a.:
„Um það hefur ekki verið deilt,
að veigamiklar og sögulegar ástæð-
ur lægju nú til, að þessa merka
atburðar verði minnst með myndar-
legurn hætti við þau tímamót sem
framundan eru. 1 þessu samandi
hefur undirritaður bent á, að stefna
beri að því að efnt verði til opin-
berrar samkeppni um gerð tákn-
ræns minnismerkis og tengist sú
ákvörðunartaka þeim merka at-
burði er Hamarskotslækurinn var
virkjaður fyrir 80 árum.
Að mati undirrtaðs verður að
telja verulegan greinarmun á að
gjöra samning við einstakling úti i
bæ til að leysa slíkt verkefni ókeypis
af hendi, eins og nú virðist hafa
komið fram hugmyndir um að
gjöra. Eða hinsvegar, að bjóða
verkið út til almennrar samkeppni
með tilheyrandi skilyrðum eins og
venja er til hjá því opinbera.
Til að minnismerki af því tagi er
hér um ræðir njóti sín, og túlki um
leið réttan tilgang sinn — verður að
telja mikilvægt að því sé valinn
staður á vel opnu svæði þar sem vítt
sést tii, en ekki á innilokuðum stað
við þröngar götur eða i húsasund-
um.
Undirritaður telur að æskilegasti
staður á Lækjarsvæðinu sé valinn
miðsvæðis milli hinna tveggja
virkjunarstaða sent eru fyrir hendi
við austurbakka Lækjarins, fram-
an við Rafha!1
í tillögu Brynjólfs segir m.a.:
„...auglýst verði samkeppni um
gerð reisulegs minnismerkis
(symbóls) sem sett verði upp mið-
svæðis á Lækjarsvæðinu jafnframt
og í tengslum við umrædd timamót.
Skorar rafveitunefnd á hæstvirta
bæjarstjórn að hún taki ákvörðun
varðandi uppbyggingu og frágang
Lækjarsvæðisins, þar sem skipulag
þess er nú í stórum dráttum fyrir
hendií*
Félagar Brynjólfs í rafveitu-
nefndinni, Sveinn Guðbjartsson og
Garðar Steindórsson, lögöu fram
sameiginlega tillögu, en í lienni
segir m.a.:
„Rafveitunefnd fagnar þeim
áhuga sem bæjarráð hefur sýnt
þessu máli með því að óska um-
sagnar á hugmyndum, sem Guð-
mundur Gunnlaugsson hefur gert.
Hafi bæjarráð áhuga á að þessi leið
verði farin við val á minnisvarða,
mælir rafveitunefnd með því að
meðfylgjandi hugmynd verði út-
færð nánar. Æskileg staðsetning
væri á horni Austurgötu og
Lækjargötu."
(Til glöggvunar er hér átl við til-
lögu nútner 4)
Þá var gengið til atkvæða og fékk
tillaga Brynjólfs 1 atkvæði en til-
laga Sveins og Garöars 2 atkvæði.
Að atkvæðagreiðslunni lókinni
hófust bókanir:
Garðar
Steinþórsson
bókaði:
Garðar Steindórsson bókaði
m.a.:
„Ég get ekki undir neinum kring-
umstæðum fallist á tillögu
Brynjólfs Þorbjarnarsonar, eins og
hún er fram sett, því þar er farið
langt úr fyrir það erindi, sem um-
sagnar er óskað um. Ég tel það ekki
í verkhring rafveitunefndar að
skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar
að hún taki ákvörðun um uppbygg-
ingu og frágang Lækjarsvæðisins
né annarra staða í bænum. Með því
væri nefndin að fara út fyrir sitt
valdsvið.
Ég vil lýsa furðu minni á því hve
mikill ágreiningur, um ekki stærra
mál er innan þess flokks sem
Brynjólfur Þorbjarnarson er full-
trúi fyrir og þykir miður að sá
ágreiningur skuli kominn inn á
borð rafveitunefndar"