Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Sofus Berthelsen: Gamlar myndir og fleira Fjarðarpóstinum hefur borist bréf frá Sofusi Berthelsen þar sem hann þakkar blaðinu fyrir fyrri birtingar á efni sem hann hefur sent. í bréfinu segir Sofus svo m.a. “Vegna fyrirspurnar um gamlar myndir, þá sendi ég ykkur eina, en því miður veit ég ekki nöfnin á bömunum nema strákinn minn, Bjöm Birgir, sem er fjórði frá vinstri í annarri röð. Kennarinn er Pálmi á Hring- braut 79.” Þessi mynd Sofusar birtist hért með og em lesendur blaðsins beðnir að íhuga hvortþeir þekkja andlitin og þá vinsamlega að koma því skriflega á framfæri við blaðið. En Sofus lét ekki þar við sitja að senda blaðinu þessa mynd heldur sendi hann einnig kvæði, tvö erindi, er hann nefnir Öldrun. Öldrun. Nú fækka sífellt höfuðhárin heilsan dvín og líka árin æskublóma ég fæ ei léðan. Gróið er heilt um hjartasárin ég hverf að lokum sáttur héðan. Ég dey ekki frá digrum sjóði þó dauðinn mig í burtu bjóði enginn veit hvar loks við lendum. En ég mun kannski í litlu ljóði lifa hjá mínum afkomendum. Fjarðarpósturinn þakkar Sofusi sendinguna og minnir á, að ef einhverjir Hafnfirðingar luma á eldra myndefni, sem gaman væri að birta, þá stendur Fjarðarpósturinn því opinn. Við útsýnisskífuna á Ásfjalli Nú er auðveldara fyrir þá mörgu sem lagt hafa leið sína á Ásfjall í sumar og haust að átta sig á örnefnum og kennileitum. Eins og Fjarðarpósturinn gat um á sínum tíma þá var það Rótarý- klúbbur Hafnarfjarðar sem stóð að því að setja upp útsýnisskifuna en nokkrir félaganna gengu fram fyrir skjöldu og sáu um fra- kvæmdina. Útsýni er mjög fagurt af Ásfjalli í góðu veðri og það er vel þess virði að leggja þangað leið sína. Þetta er hæfileg gönguleið á góð- viðrisdögum jafnt vetur sem sumar og hæfir allri fjölskyldunni ungum sem gömlum. ALMANAK HJÁLPARSVEITARINNAR Út er komið almanak Hjálpar- sveitar skáta í Hafnarfirði, 14. árið í röð. Að þessu sinni var reynt að vanda sérstaklega til þess, þar sem margir voru óánægðir með síðasta almanak. Áætlað er að dreifa almanakinu i öll fyrirtæki og stofn- anir í bænum um miðjan desember- mánuð, en þau munu einnig liggja frammi í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Strandgötu og útibúi Spari- sjóðsins við Reykjavíkurveg. Vonumst við til að Hafnfirðingar kunni að meta þetta framtak og að almanakið nýtist þeim sem best allt næsta ár.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.