Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 6
Hér er félagsmiðstöðin til húsa. Ný þjónusta vi& lesendur. „Flóamaikaður" Fjarðarpóstsins Eins og áður hefur komið fram í Fjarðarpóstinum er ætlunin að bjóða Hafnfírðingum ókeypis aðgang að sérstökum dálki í blaðinu í framtíðinni sem bera mun heitið „Flóamarkaður Fjarðarpóstsins“. Þessi dálkur, sem verður á föstum stað í blaðinu er - eins og nafnið gefur til kynna - ætlaður undir litlar tilkynningar frá les- endum, ss. ef selja þarf gömul húsgögn, barnakerrur eða barna- vagna, hljóðfæri, ef munir hafa tapast, ef óskað er eftir íbúð eða herbergi til leigu og þar fram eft- ir götunum. Til þess að forðast misskilning skal skýrt tekið fram, að þessi dálkur okkar er ekki ætlaður undir bíla- eða fasteignaviðskipti né önnur þau viðskipti þar við- komandi hefði ella þurft að greiða sölulaun. Ennfremur skal áréttað, að „Flóamarkaður Fjarðarpósts- ins“ er ekki ætlaður sem vett- vangur verslana og annarra atvinnufyrirtækja. Þeim standa til boða aðrar auglýsingar Fjarð- arpóstsins sem fyrr. Smáauglýsingar verða áfram boðnar í Fjarðarpóstinum þrátt fyrir tilkomu „Flóamarkaðarar- ins“. Þar geta lesendur auglýst það sem ekki fellur sjálfkrafa undir ramma „Flóamarkaðar- ins“. Það er von Fjarðarpóstsins, að þessi nýjung mælist vel fyrir hjá lesendum blaðsins. Bent er á að hægt er að koma auglýsingum í „Flóamarkaðinn" og smáauglýs- ingadálkinn allan sólarhringinn. Skrifstofan er opin frá 10-17 alla virka daga en utan þess tíma tek- ur símsvari í síma 651945 við skilaboðum. Hikið ekki við að nota það ágæta hjálpartæki en gætið þess að tala skýrt og gefa upp rétt nafn og símanúmer svo ekki komi til misskilnings. 1 u m ■KSSE&Ul&lsBslHl TRÖNUHRAUNI6-065-11-47 FULL BÚÐ AFNÝJUM • • Q o 3 VORUM Félagsmiðstöðin við Strand- götu 1 vígð um aðra helgi Nýja félagsmiðstöðin við Strandgötu 1 verður vígð laugardaginn 12. mars n.k. Þá verður ennfremur tilkynnt um úrslit í hugamyndasam- keppni barna í 7., 8. og 9. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði um nafn á hina nýju félagsmiðstöð, en um 300 hugmyndir hafa borist æskulýðs- og tómstundaráði. Fyrirhugað er að þarna fari fram alhliða félagsstarfsemi. Heildarkostnaður við stöðina nemur tæpum 20 millj. kr. Heildarkostnaður við kaup og endurbætur á húsnæðinu nemur um 40 þúsund kr. á hvern fermetri að sögn Árna Guðmundssonar Mjkil ásókn í lóðir: Á annan tug hringir daglega Gífurleg ásókn er í lóðir í bænum, bæði undir íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, svo mikil að ekki færri en 10-20 manns hafa samband við skrifstofu byggingafulltrúa hvem dag. Sagði byggingarfulltrúi, Erlendur Árni Hjálmarsson, að hann myndi ekki eftir ann- arri eins ásókn. Um 60 íbúð- areiningum var úthlutað í Set- bergslandi nýverið, en það virðist engan veginn hafa full- nægt eftirspurn. Fyrirhugað er að úthluta enn fleiri lóðum í Setbergslandi í vor. æskulýðs- og tómstundafulltrúa en húsnæðið er um 470 fermetrar að stærð. Um notkun stöðvarinnar sagði Árni m.a., að þegar bærust fjöl- margar fyrirspurnir frá félaga- samtökum og einstaklingum um hugsanlega leigu á einstökum söl- um og húsnæðinu í heild. Aðspurður um, hvernig ráðið hygðist standa að nýtingunni sagði hann, að innréttingum væri þannig háttað að starfsemin gæti orðið fjölbreytt. „Ætlunin er að Atvinnulcysi hrjáir ekki Hafn- firðinga samkvæmt bókunum um atvinnuleysisdaga. Aðeins 12 Hafnfírðingar voru skráðir atvinnulausir 1. febrúar sl. þar af fímm konur. Þetta telst vera í algjöru lág- marki, að sögn bæjarritara Gunn- ars Rafns Sigurbjörnssonar. Eftir- tektarvert er þó, að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta atvinnu- lausra um mánaðarmótin þá virð- þungamiðjan verði starfsemi ungl- inga, en ennfremur að alhliða fél- agsstarf geti verið á staðnum,“ sagði hann. Nafnið sem valið hefur verið úr hugmyndasamkeppninni verður tilkynnt við vígsluna að sögn Árna. Fyrstu verðlaun eru kr. 5.000, auk þess sem verðlauna- hafinn fær frítt inn á allar skemmt- anir æskulýðs- og tómstundaráðs í bænum næsta árið. Önnur verð- laun eru kr. 3.000 og þriðju verð- laun 1.500 kr. Árni sagði í lokin, að nýja fél- agsmiðstöðin yrði ennfremur opin sunnudaginn 13. mars. Gæfist þá almenningi tækifæri á að skoða staðinn. Opnunartímar verða auglýstir síðar. ast þær standa verr að vígi, því af 197 skráðum atvinnuleysisdögum í janúar var hlutur kvenna 106 dagar. Þess má geta til samanburðar, að hinum megin við Faxaflóann, í útgerðarbænum Akranesi, voru 140 á atvinnuleysisskrá um síð- ustu mánaðarmót. Akranes er eins og kunnugt er rúmlega helm- ingi minna bæjarfélag en Hafnar- fjörður. Næg atvinna í firðinum vetstu hver Þú veist að þú getur ekki selt öllum allt. pó/imark hjálpar þér að finna þá sem þú getur selt vöru og þjónustu. Þennan markhóp skilgreinum við eftir starfsgreinum og svæðum. Við skrifum út límmiða og lista með símanúmerum svo þú getir fylgt málinu eftir. 1. Settu þér markmið 2. Láttu koma skýrt fram hvað þú hefur að bjóða 3. Vandaðu gerð sölubréfa 4. VERTU MEÐ RÉTT HEIMILISFÖNG 5. Gerðu væntanlegum við- skiptavin auðvelt að bregðast við. 6. Endurtaktu boðskapinn 7. Fylgdu málinu eftir Hafðu samband við pó/tmark þjónustu okkar og við hjálpum þér við leit að markhópum eftir þörf- um þínum. Ef þú þarft að dreifa, kynna og / eða selja vöru og þjónustu, þá getum við hjálpað þér. Við höfum aðeins STARFANDI fyrirtæki á skrá. Þau nöfn og heimilisföng sem þú færð hjá okkur eru því í fullu gildi. Íí> PÓ/TMARK Frjálstframtak Ármúla 18 sími 82300 REYNDU PwTMARK _ VERTU MARKVISS 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.