Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 8
Fiskmarka&urínn blómstrar. Oftast með hæst meðal- verð og magn borið saman við Faxamarkaó og Suðumes Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði cr í öllum tilfellum með hærra meðal- verð á helstu fisktegundum og mun meira selt magn en Faxamarkaður- inn í Reykjavík á helstu tegundum það sem af er þessu ári. Borið saman við fiskmarkaðinn á Suðurnesjum er Hafnarfjörður einnig oftar með hærri niðurstöðutölur. Fiskur berst á markaðinn í Hafnarfjörð víða af landinu að sögn Einars Sveinssonar framkvæmdastjóra. Sagði hann m.a., að ekið hefði verið með Fisk alla leið frá Austfjörðum og Norður- landi fyrri hluta vetrar. Þá mun vera algengt, að fiskur berist frá Akra- nesi, Stykkishólmi og víðar og þá ekið með fiskinn fram hjá Faxamark- aði. Frá áramótum hafa uppboð ver- ið hvern virkan dag í Hafnarfirði. Hjá byggingarfulltrúa, Erlendi A. Hjálmarssyni, fengust þær upplýs- ingar, að uppbygging í kringum fisk- markaðinn sé nú ör. Iðnaðarlóðir sem staðið hafa óhreyfðar um árabil á Hvaleyrarholtinu eru nú sem óðast að komast í gagnið þannig að fisk- markaðurinnn hefur kveikt líf í atvinnurekstri bæjarins og ekki síður iðandi mannlíf á holtinu. Mun nú svo komið, að færri fá en vilja sem leita eftir lóðum á holtinu. Fjarðarpósturinn leitaði upplýs- inga um heildarmagn og meðalverð á helstu fisktegundum hjá mörkuðun- um þremur til að fá það svart á hvítu hver staðan er. Tölurnar hér á eftir miðast við tímabilið frá 1. janúar til 23. febrúar sl. Ekki var unnt að taka Vestmannaeyjamarkaðinn með til viðmiðunar, þó svo það væri áhuga- vert, þar sem hann hefur ekki verið starfræktur allan þennan tíma. Verðsamanburöur á mörkuðum Þorskur, slægður: Magn kg . . . . Meðalverð . . Þorskur óslægður: Magn, kg . . . Meðalverð kr. Ufsi, slægður: Magn, kg . . . Meðalverð kr. Ufsi, óslægður: Magn kg .... Meðalverð kr. Karfi: Magn kg . . . . Meðalverð kr. Lúða, slægð: Magn kg . . . . Meðalverð kr. Lúða, óslægð: Magn kg . . . . Meðalverð kr. Ysa,slægð: Magn kg . . . . Meðalverð kr. . . Ýsa, óslægð: Magn kg . . . . Meðalverð kr. Faxamarkaður Suðurnes Hafnarfjörður 230.237 315.300 529.823 42,44 47,46 44,86 0 865.500 240.682 42,58 42,92 36.100 112.600 245.899 24,28 24,60 25,02 0 947.200 66 23,06 15,00 161.079 330.300 509.819 18,55 20,00 24,29 5.202 4.100 17.038 108.49 101,74 131,37 0 3.100 111 153,64 173,51 47.333 116.100 292.092 47,86 49,51 54,32 0 207.700 60.893 49,50 48,14 GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Guðmundur Árni Stefánsson. Fæðingardagur? 31. október 1955. Fæðingarstaður? Innfæddur Gaflari. Fjölskyldurhagir? Eiginkona Jóna Dóra Karlsdóttir og eigum við fimm börn, þrjú á lífi. Bifreið? Ég á 14 ára gamla Cortinu, en stundum fæ ég lán- aða bifreið konunnar, sem er Ford Sierra, árg. 1984. Starf? Bæjarstjóri. Fyrri störf? Snúa einkum að fréttamennsku og skyldum fögum. Helsti veikleiki? Óstundvísi og fleira. Helsti kostur? Hef ekki hugmynd. Uppáhaldsmatur? Hangikjet. Versti matur sem þú færð? Borða ekki vondan mat, afþakka einfaldlega. Uppáhaldsdrykkur? Vatn úr Kaldárbotnum. Uppáhaldstónlist? Lagið rólegt og hugljúft og ljóðið vitrænt. Hvert er uppáhaldsblaðið/ tímarit/bók? Alþýðblað Hafn- arfj arðar/S veitastjórnarmál/ Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran. Eftirlætirsíþróttamaður? Breytilegt frá einum tíma til annars. í dag sennilega Þorgils Óttar og Héðinn, svo fremi sem þeim takist að ná bikarnum í Fjörðinn í vor. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit á? Öllum góð- um jafnaðarmönnum. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? „Hvað heldurðu" meðan Hafnarfjörður var á sigurbraut. - Nú eru það skák- skýringar Halls. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Auglýsingar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Atli Rúnar Hall- dórsson/Heimir Karlsson. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hvaða frístundum? Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hamarinn, Hellisgerði og Brenner-skarð í Ölpunum. Iivað metur þú mest í fari ann- arra? Heilindi og framtakssemi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheilindi og framtaksleysi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Það væri áhugavert að hitta páfann. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Algebru. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Borga skuldir og fara í ferðalag. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Góða bók. Ef þú gætir orðið ósýnilegur hvar vildirðu helst vera? Á kreiki. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðar árið 1988. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Svefn. Hvaða mál myndirðu gera, ef þú værir forsætisráðherra í einn dag? Stjórna landinu. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Sá sem dóttir mín segir mér nánast daglega: Af hverju setja Hafnfirðingar inni- skóna sína inn í frystihólfið á ísskápnum yfir nótt? Svar: Til að breyta þeim í kuldaskó!! Ferskvatnsból ÍSAL mengað: Vilja hefja tilraunabor- anir við Lönguhlíðarfjöll • Kanna möguleika á útflutningi ferskvatns ÍSAL sendi bæjarstjórn nýverið bréf þar sem fyrirtækið fer fram á heimild til að hefja tilraunaboranir eftir fersku vatni í námunda við Lönguhlíðarfjöll. ISAL fær nú vatn úr borholum skammt suðvestan við álverið, en nýjustu mælingar sýna að vatnið úr þremur af fimm hol- um þar er nú ekki eins gott og skyldi. Fjarðarpósturinn spurði Ragnar Halldórsson forstjóra ÍSAL í tilefni af bréfinu, hvað ÍSAL hygðist með borununum og sagði hann það gamlan og nýjan draum fyrirtækisins að flytja út ferskvatn, ef rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi. í aðalsamningi ÍSAL og stjórn- valda er þess getið, að leyfi ríkis- stjórnarinnar þurfi til þess að ÍSAL geti stundað annan rekstur en álframleiðslu. Leyfi til athug- ana á sölu á ferskvatni fékk fyrir- tækið í iðnaðarráðherratíð Alberts Guðmundssonar, en fyrirtækinu var þá gert að stofna sérstakt félag um slíka sölu. Ragnar Halldórsson sagði, að félagið hefði ekki verið stofnað, enda krefðist slíkur útflutningur mikils undirbúnings og fyrst og fremst fyrsta flokks vatns. Allar athuganir benda til, að í jörðu við Lönguhlíðarfjöll sé mesta fersk- vatnsforðabúr landsins að sögn Ragnars. Tilraunaboranirnar, ef þær verða leyfðar, verða unnar í sam- vinnu við Orkustofnun. Ætlunin er að bora sex holur, þrisvar sinn- um tvær. Ef árangur verður góður mun ÍSAL hefja athuganir á sölu- möguleikum. Þessi þarfekki að hafa áhyggjur af menguðu vatni í glasinu sínu. VATN + VELLÍÐAN Það jafnast ekkert á við nýstandsett baðherbergi frá PARMA í Hafnarfirði. Útborgun 20%. Eftirstöðvar i allt að 9 mánuði. Nú er fermingarundir- búningurinn að hefjast ★ Allartegundir af kökum ★ Tökum að okkur fermingar- veislur Muniðföstu- dagstilboðin 771 haminniu mEd áénoann, .. ""'Ni kveJja-- KökuLankinrt. k*alf Kökuhankmn. K.„ j\vÁjá K'ófabaÁ-mtv. Ávallt nýbökuð brauðallandaginn. œ> köWJBANKinn Miðvangi - Fjarðarkaupum - Langholtsvegi 111 8 9

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.