Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11
GVENDUR GAFLARI:____________________ Ættu Þórarinn ogGvendur Jaki að fá listamannalaun fyrir látbragðsleik? I manna minnum hefur ekki veríð eins friðsælt í gamla þrætumála- bænum, Hafnarfirði, og nú. Það er eins og fátt eitt ýfi skap manna lengur í þessum bæ. En það er ekki þar með sagt, að friðsælt sé á landsmálasviðinu. Þar eru margar gróskumiklar deilur á seiði til skemmtunar fyrir alla landsmenn, sem grannt fylgjast með öllum ýfingum. ,Jakinn“ og Pórarinn V. á góðri stundu. Mikill fiðringur hefur verið í eggja- og kjúklingamálum að undanförnu. Ekki er langt síðan verð á eggjum hrapaði niður úr öllu valdi vegna offramleiðslu og harðrar samkeppni, þrátt fyrir fóðurskatt og háa vexti. Svo komu menn sér saman um „eðli- legt“ verð. Þá ráku Neytenda- samtökin upp ramakvein og heimtuðu frjálsan innflutning á eggjum og kjúklingum, og reka áróður eins og þau séu orðin stjórnmálaflokkur. Kannski hyggj a þeir á framboð næst? Lík- lega er tekið mark á Neytenda- samtökunum, þó þeir vilji stóra atvinnugrein feiga í landinu. Samningar hafa nú tekist á milli vinnuveitenda og Verka- mannasambandsins. Sú deila er orðin langvinn og leiðinleg og skapaði ógnvekjandi óvissu. Ýmist voru samningar alveg að takast eða allt var siglt í strand. Fólk áttar sig ekki lengur á þeim atvinnumönnum í þrætubókar- list sem þarna stýra málum og birtast ábúðarfullir á skjánum nánast á hverju kvöldi. Svip- brigðin eru eins og hjá leiklist- arnemum í látbragðsleik að glíma við hátíðlegt drama. Á milli er brugðið upp svipmynd- um af sjálfum samningafundun- um þar sem yfirleitt virðist fara vel á með mönnum við samninga- borðið, brosandi með kaffibolla og jafnvel við spil og tafl. Þetta eru ótugtarlegar svipmyndir, sem vafalaust eru teknar af mönnum óvörum svo þeir hafa ekki haft nokkur tök á að setja upp þungbúna förðurlega svip- inn til að undirstrika „alvöru" málsins. Þórarinn hjá Vinnuveit- endasambandinu og Gvendur Jaki ættu vissulega að koma til álita við úthlutun listamanna- launa fyrir sinn látbragðsleik. Skemmtilegasta deilan er ráð- húsmálið. Það er ekki séð fyrir endann á henni. Um ráðhúsið hefur mikið verið skeggrætt og slegið hefur verið á flesta við- kvæma, tiltæka strengi, jafnvel andalífið á Tjörninni og annað lífríki. Líklega þumbar Davíð þó málinu áfram hvað sem það kostar og hvað sem líður lífríki Tjarnarinnar eða borgarinnar sjálfrar. Það vekur athygli að það kost- ar ekki nema einn milljarð að hola þessu niður í Tjörnina og gera tilheyrandi bílageymslur og þá peninga telur borgarsjóður sig munu hafa handbæra til fram- kvæmdanna. Einn milljaður er ekki stór upphæð nú á dögum en einmitt sú upphæð var nefnd á dögunum hjá stjórnvöldum sem tilboð til handa sjávarútveginum til að halda honum gangandi. Líklega er þó ráðhúsið talið meira áríð- andi. Sjávarútvegurinn er annars ntagnað fyrirbæri. Hann hefur oftast verið rekinn með tapi og þegar best lætur komist á núll. Samt þrffst í kringum hann blómlegra mannlíf en þekkist annars staðar á bygðu bóli, þó leitað sé um víða veröld. Þetta rann upp fyrir mér, þeg- ar ég kom í kaupstað úti á landi á sfðast liðnu sumri, en þá voru liðin 20 ár frá því að ég var þar síðast. Ég hefði ekki þekktpláss- ið aftur ef ég hefði ekki vitað fyrirfram hvað staðurinn hét. Allt var nýtt, kirkjan, skólinn, samkomuhúsið og stærsti hluti bæjarins sem hafði stækkað að mun. Þó hafði maður gert sér heldur nöturlegar hugmyndir um staðinn því að svo lengi sem ég man, höfðu fréttir hermt að allt væri á hvínandi hausnum, kaup- félagið, bátarnir og frystihúsið. Þannig hafa fréttirnar skapað manni hugmynd. Ef fréttirnar hafa verið sannar þá hefur þó á rústum taps og öngþveitis verið reist blómleg byggð með farsælu mannlífi að því er best var séð. En kannski er þetta fjölmiðlun- um að kenna, sem finnast engar fréttir nema vondar fréttir. Ekki er hægt að minnast svo á þrætumál og vandamál þjóðar- innar að ekki sé minnst á kar- tölfubændur. Flest ár hafa þeir bændur lent í vandræðum vegna slæmrar uppskeru. Á síðastliðnu sumri brá hins vegar svo við, að þeir fengu meiri uppskeru en nokkru sinni fyrr í manna minn- um vegna hagstæðs tíðarfars. En þá urðu erfiðleikarnir allt í einu meiri en nokkru sinni fyrr og allt útlit er fyrir að borgað verði með framleiðslunni. Líklega getur ekkert bjargað kartöflubændum nema uppskerubrestur næsta sumar. Bjórinn er enn einu sinni á dagskrá og umræðan hefur á sér skrautlegan blæ svo ekki sé meira sagt. Alla vega er bjórinn svo magnaður að menn virðast finna á sér einungis af að ræða um hann með eða á móti. Sú víma mun þó væntanlega renna af mönnum eins og bjórinn sjálfur. Tólftíma útsending Útsendingar „Útvarps Hafn- arfjarðar" eru með lengra móti þessa dagana vegna svokall- aðra „vakningardaga“ Flens- borgarskóla, sem hófust í gær og lýkur á morgun. Vegna „vakningardaganna" hefurveriðútvarpaðfrá kl. 12á hádegi og allt til miðnættis. Hefðbundin dagskrá hefur ver- ið frá kl. 16- 19 en fyrir þann tíma, þ.e. frá 12 -16 og svo aft- ur frá kl. 19 - 24, hafa Flens- borgarar fengið að njóta sín ótæpilega. Sérstakur fjölmiðla- og útvarpshópur hefur verið starf- andi á vegum skólans í tengsl- um við „Vakningardagana" og hafa margir nemendur Flens- borgar fengið að spreyta sig á öldum ljósvakans þessa dag- ana. Sl. 7 ár höfum við haft ánægða viðskiptavini í ELECTRODYN CII Tækinu okkar sem: Styrkir vöðva - örvar blóðrásina ÞETTA HJÁLPAR TIL í BARÁTTUNNIVIÐ CELLULITE OG STAÐBUNDNA FITTJ. ÞETTA ERÁVBAÐ FARA í LEIKFTMIEN ÁN ERFIÐIS Halla er byrjuð aftur á fótsnyrtingunni á laugardögum kl. 10-16. Munið okkar vinsælu snyrtinámskeið. Erum íarin að taka á móti pöntunum S 51ÓÓ4 %XHsaTla$ ÁÁiðvangi 41 - ■HafÁar-ftt'ði Útboð - fyllingar Hafnarfjarðarhöfn leitar tilboða í fyllingar í Suður- höfn. Áætlað magn um 40.000 rm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 11.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUR ii

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.