Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 15
Heimsækir Jóhannes Páll páfi II. Hafnarfjörð að án'? Séra George og Jóhannes Páll páfi II. á fundi þeirra jyrir nokkru. Kaþólska kirkjan byggir 1.500 femietra kapeliu og safnaóarheimili Kaþólska kirkjan á íslandi hef- ur fengið samþykktar teikningar að uni 1.500 fermetra kapellu og safnaðarheimili við Jófríðarstaða- veg. I byggingunni er ennfremur reiknað með híbýlum presta og systra, auk þess kennsluaðstöðu. Jóhannes Páll II. páfi er væntan- legur til landsins sumarið 1989. Hann dvclur hér aðeins skamman tíma en menn velta því fyrir sér þessa dagana, hvort hann heim- sæki Hafnarfjörð þar sem hér er margt sem tengist kaþólskri trú. Auk blómlegrar starfsemi kaþólskra í bænum, en hér eru á milli 80-100 kaþólskir af um 2.000 á landinu, þá er stærsta kirkjulista- verk landsins í Víðistaðakirkju, sem vígð var á sunnudag. Er það freska Baltasars, sem jafnframt er sú stærsta sinnar tegundir norðan Alpafjalla. Baltasar er ennfremur kaþólskur sem kunnugt er. Pá eru ýmsir kirkjumunir í Víðistaðakir- kju úr kaþólskum sið. Á biskupsstofu kaþólskra í Reykjavík fengust þær upplýsing- ar hjá séra George, að biskupinn á íslandi hefði í síðustu viku átt fund með biskupunum á Norður- löndum til undirbúnings Norður- landaheimsókn páfa, en það verð- ur í fyrsta sinn sem páfi heimsækir Norðurlönd. Fundurinn var hald- inn í Vestur-Þýskalandi. Menn frá Vatíkaninu í Róm koma síðan til íslands í aprílmánuði, en séra George sagði, að gífurlegur undirbúningur og öryggisgæsla fylgdu heimsóknum páfa. Séra George var spurður hvort hann vænti þess að páfi heimsækti Hafnarfjörð. Hann kvað mjög erfitt að segja til um það, þar sem margar minjar úr kaþólsku væru hérlendis og vítt og breytt um landið. Kostnaðaráætlun við kapelluna við Jófríðarstaðarveg hljóðar upp á 90-100 millj. kr. Sagði séra George að framkvæmdum yrði hagað eftir efnum og ástæðum, en hann taldi borna von að lokið yrði framkvæmdum fyrir heimsókn páfa. Vorboðinn mættur Þeir fengu góðar viðtökur hjá bæjarbúum strákarnir sem seldu nýjan rauðmaga við Strandgötuna sl. sunnudag. Þeir heita Ólafur Örn Oddsson, sem er sá hærri á myndinni, og Vilhjálmur Sturla Eiríksson. Þeir sögðu, að rauðmaginn aflaðist með þorski á skipi afa þeirra, Önnu HF 39 og gæfí afí þeim þá til að drýgja vasapeningana. Olafur kvaðst ekki borða rauðmaga sjálfur, en Vilhjálmur hafði eftir mömmu sinni, að hann hefði einhvern tíma borðað rauðmaga. Þeir létu vel af sölunni og sögðu að stykkið kostaði aðeins kr. 100. Þessi sjón minnir ósjálfrátt á að vorið er skammt undan með hækkandi sól. > *■ *■' liiffli! *!» I hjarta Hafnarfjarðar Margir kjósa að eiga sér notalega stund yfir góðum mat. Sumir vilja létta af sér amstri dagsins og snæða létta en Ijúf- fenga máltíð með félögum sínum í hádeginu. Aðrir kjósa að nota hádegið til að halda óformlega fundi til að ræða aðkall- andi mál. Það er tilvalið að halda þá á góðu veitingahúsi þar sem umhverfið stuðlar að þægilegu andrúmslofti. Á s.l. hausti voru nokkrir Hafnfirðingar spurðir á förnum vegi hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa kaffihús í bænum. Allir töldu þeir að slíkt væri mjög ákjósanlegt. Það setti svip á bæjarlífið og gott væri að sefjast yfir kaffibolla á bæjarferð- Það er þægilegt að hafa góða veitingastaði í nágrenninu. Langar ferðir í leigubílum, til og frá veitingastað draga úr því að fólk sæki þá. Þess vegna verða veitingastaðirnir að vera í nágrenni við íbúðabyggðir. Veitingahúsið A. Hansen er og starfar í Hafnarfirði til að veita þér og þínum þá þjónustu sem þú óskar. Við hjá A. Hansen uppfyllum öll þessi skilyrði. Við bjóðum upp á Ijúffengan mat í hádeginu. Einnig bjóðum við mikið úrval smárétta fyrir þá sem kjósa að borða einungis létta máltíð í hádeginu eða á kvöldin. Við höfum opið allan daginn og í eftirmiðdaginn breytist A. Hansen úr veitingahúsi í kaffihús því þá bjóðum við gestum okkar að setjast inn og fá sér kaffi og meðlæti. Á kvöldin bjóðum við fólki að njóta góðra veitinga í okkar vinalega umhverfi og á efri hæð höfum við þægilegan 14 manna leðusófa sem hægt er að hittast í og rabba saman. Við erum í þjarta Hafnarfjarðar, á mótum miðbæjar og gamla vesturbæjar. Það er stutt niður á A. Hansen, hvort sem þú þarft að sKjót- ast með félaga í hádeginu, langar að setjast niður með kaffi- bolla í bæjarferðinni eða ætlar að eiga kvöldstund yfir góðum veitingum. Fyrir fleiri en 30 manna hópa í mat bjóðum við fríar rútu- ferðir AUGLÝSING 15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.