Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 10
Fjölmenni vii vígslu Víðistaöakirkju á sunnudag: „Freska á að I hafa innihald og meiningu" segir Baltasar, listamaöurinn ai baki hennar, í spjaili vift Fjaröarpóstinn Herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands vígði Víðistaðakirkju við hátíðlega athöfn sl. sunnudag, 28. febrúar. Kirkjan var þéttsetin við athöfnina og þáðu Hafnfirðingar kaffi og veitingar í íþróttahúsi Víöist- aðaskóla að henni lokinni. Altarisþjónustu önnuðust við vígsluathöfnina þeir séra Bragi Friðriksson prófastur, sr. Einar Eyjólfsson fríkirkjuprestur, sr. Gunnþór Ingason, sr. Haraldur Kristjánsson og sr. Ingólfur Guðmundsson. Kór Víðistaða- sóknar söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Undirleikarar voru Jón Sigurðsson og Asgeir Steingrímsson á trompeta og Vio- leta Smidova. Einsöngvari var Halldór Vilhelmsson. Hönnuðir Víðistaðakirkju eru hjónin Lovísa Christiansen innan- hússarkitekt og Óli G. H. Þórðar- son arkitekt FI. Þau hjónin hafa frá árinu 1973 rekið Litlu teikni- stofuna í Hafnarfirði. Óli nam við tækniháskólann í Aachen í V.- Þýskalandi en Lovísa stundaði nám í Danmörku. Stærsta listaverk sinnar tegund- ar norðan Alpafjalla er í Víði- staðakirkju, en það er eftir listam- anninn BaltasarSamper. Baltasar er fæddur í Barselónu í Kataloníu á Spáni og stundaði nám í listahá- skólanum þar á árunum 1954 til 1960. Hann lagði sérstaka áherslu á gerð freskumynda á námsárum sínum og kynnti sér síðar gerð þeirra sérstaklega í Mexíkó. Freskumyndirnar í Víðistaða- kirkju eru langstærsta listaverk hans á þessu sviði og einnig stærsta myndlistaverk á landinu, eða um 200 fermetrar að stærð, langan tíma, eða frá haustdögum 1986 til 9. janúar 1987. Varðandi verkið sjálft og boðskap þess, sagði Baltasarm.a., aðhannhefði sagðist að lokum vonast til að gestir Víðistaðakirkju gætu í framtíðinni numið og notið ein- hvers af því sem hann hefði lagt í Ballasar og Óli G.H. Þórðarson í Víðistaðakirkju. ekki að vera minnismerki, þannig væri list lítils virði. Hann sagði: „Freska á að lýsa tilfinningum, um sex metrar á hæð og sú lengsta tæplega 12 metrar á lengd. Fjarðarpósturinn hitti Baltasar að máli í Víðistaðakirkju nýverið. Hann sagði m.a., að undirbúnings- vinna við verkið hefði tekið heilt ár, en sjáf uppsetningin ekki ýkja lært það í Mexíkó, að freska ætti svo sem hlýju, gleði og geðshrær- ingu; hafa innihald og meiningu.“ Hann sagðist að lokum vonast til að gestir Víðistaðakirkju gætu í framtíðinni numið og notið ein- hvers af því sem hann hefði lagt í listaverkið. Aðspurður í lokin, hvort hann væri ánægður með árangurinn sagði hann: „Er maður ekki alltaf að reyna að gera enn betur en síðast." Nýtt kórlag eftir Hafnfirð- ing frumflutt viö vígsluna Við vígslu Víðistaöakirkju var frumflutt nýtt lag eftir Kristínu Jóhannesdóttur söngstjóra kórs Víðistaðakirkju. Lagið sem er kórlag tekur þrjár til fjórar mínútur í flutningi og að sögn Kristínar er það við texta Biblíunnar, Mattheus 5 (3-10), þ.e. „Sælir eru“. Um 30 manns eru í kór Víðistaðakirkju og hefur Kristín starfað við kórinn frá upphafi, eða frá árinu 1977. Vantaði 35 Gaflara Ef Hafnfirðingar hefðu verið 35 fleiri en þeir voru í lok síðasta árs hefði bærinn náð sæti sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi en fólksfjölgun á sl. ári var langt umfram landsmeðaltal hér í Hafnarfirði. Hafnarfjörður hefur lengi verið fjórða fjölmennasta bæjarfélag- ið á landinu, en það vantaði aðeins 35 íbúa upp á að Akureyri yrði náð, en það er einmitt höfuðstaður Norðurlands sem skipar nú þriðja sætið. Ekkert mælir gegn því, að Akureyri verði að víkja fyrir Hafnar- firði í lok þessa árs. Eftirspurn eftir lóðum er langt umfram fram- boð og fyrirhugað að úthluta hátt á annað hundrað byggingarlóð- um í vor. Þá eru ennfremur litlar líkur á því, að Akureyringar séu frjósam- ari en Hafnfirðingar, þannig að minna má á að enn eru meira en níu mánuðir til stefnu svo skjóta megi Akureyringum aftur fyrir á þessu ári. Herra Sigurbjörn Einarsson og Ólafur Skúlason dómprófastur á leið til vígslunnar. HVAÐ FINNST ÞÉR? - Eiga Hafnflrðingar að verða fleiri en Akureyringar í lok þessa árs? Hvernig? Daníel Helgason, háskólanemi: ,Já, skilyrðislaust. Við eigum að eignast fleiri börn. Það styrkir Hafnarfjörð. Harpa Lind Hilmarsdóttir, nemi: Já, fá fleiri krakka", og Harpa Lind sagði nóg pláss í hennar skóla til að taka á móti fleiri Hafn- firðingum. Guðríður Hilmarsdóttir, hús- móðir: ,Auðvitað. Með því að eiga fleiri börn". Guðríður ók barnavagni á undan sér, lagði sitt af mörkum í ágúst sl. - annars hefði munurinn orðið 36 ístað 35. Haraldur Gíslason, framkræmda- stjóri: Já, já. Hafnfirðingar þurfa að borða meira af frjókornum en Akureyringar. “ 10

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.