Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 7
Eggert við bifreið sína. Hann heldur á broti úr múrsteini, sem hann fann í aftursœtinu og notaður hefur verið til að brjóta rúðurnar. Skemmdarvargar áferðumnótt Eggert Eggertsson á Vesturbraut 24 vaknaði upp við vondan draum sl. laugardagsmorgun 27. febrúar, en þá kom hann að bif- reið sinni, sem stóð við húsgaflinn, stórskemmdri. Kann Eggert enga skýringu á verknaðinum aðra en þá, að hrein skemmdarfýsn búi að baki. Bifreiðin er af gerðinni Citroen árg. 1979, rauð að lit. Höfðu báðar hliðarrúður bílstjóramegin verið brotnar, skorið hafði verið á hjólbarða, loftnetsstöng brotin, auk þess sem bíllinn er beyglað- ur og rispaður. Bifreiðin er með einkennisstafina G-15736. Nágranni Eggerts varð var við hávaða um kl. 4.30 um morgun- inn og skorar Eggert á skemmdarvarginn eða vargana að gefa sig fram. Ennfremur biður hann vitni, ef einhver hafa verið, að hafa samband við sig eða lögregluna. Sundlaugarframkvæmdir í Suðurbæ og gatnagerð í Setbergslandi: Lægstu tiboðunum tekið ■ bæoifráhafnfirskumlyrirtækjum Reisirh.f.íHafnarfirðivarmeð var með lægsta tilboðið af sjö í Reisis h.f. nam 20.876.641 kr., lægsta tilboðið af sex sem bárust í gatnagerð og lagnir í Lækjarbergi eða 85,21%. Hæsta tilboðið var framkvæmdir við sundlaugina í í Setbergslandi eða 64,44% af frá Hömrum h.f. í Reykjavík upp Suðurbænum eða rúmlega 85% af áætlun og varákveðiðað gangaað á kr. 32.564.965 kr., en það er áætluðu kostnaðarverði. Var því á sama fundi. 132% af áætlun. samþykkt að ganga að því tilboði Kostnaðaráætlun við fram- Gatnagerð og lagnir við Lækj- á bæjarráðsfundi fimmtudaginn kvæmdina við sundlaugina hljóð- arberg í Setbergslandi var áætlað 25. febrúar sl. J.V.J. Hafnarfirði aði upp á 24,5 millj. kr.,entilboð aðmyndi kostakr. 15.006.900kr., en tilboð J.V.J. hljóðaði upp á kr. 9.670.500 kr. eða 64,44%. Hæsta tilboðið var frá Jóhanni Bjarna- syni, Hellu og nam það 14.254.700 kr. eða 94,99%. Forstöðukona ráðin að Hvammi Kristbjörg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðu- kona að dagvistarheimilinu Hvammi við Staðarhraun, en hún var eini umsækjandinn um stöðuna. Kristbjörg er ættuð úr Hafnarfirði en hefur starfað sem fóstra á Hvammstanga, að sögn bæjarritara Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar. Dagvistarheimilið Hvamm- ur verður væntanlega tekið í notkun í aprílmánuði. Sagði Gunnar Rafn, að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá verk- tökum yrði framkvæmdum þar lokið um miðjan marsmánuð. Hvammur er ætlaður fyrir um 100 börn og verða tvær deildir leikskóladeildir en ein ætluð dagvistun. Frá miðbœ Hafnarfjarðar. Bjóða samvinnu um uppbygg- ingu miðbæjar Hafnarfjarðar Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði hefur ritað bæjar- stjórn bréf þar sem það fer fram á viðræður um nýbyggingu undir félagsmiðstöð og fundarsali í mið- bænum. Bæjarráð hefur svarað bréfinu og lýst áhuga sínum á sam- starfi um slíka byggingu, en stað- setning hennar yrði væntanlega sunnan og neðan við Hafnarborg- ina. Samvinna verkalýðsfélag- anna og bæjaryfirvalda um slíka byggingu gæti orðið upphaf að uppbyggingu nýs miðbæjar. Að sögn Grétars Þorleifssonar formanns stjórnar fulltrúaráðsins er forsögu málsins að leita þrjú ár aftur í tímann. Hann sagði, að þáverandi bæjarstjórn hefði á þeim tíma kallað forustumenn verkalýðsfélaganna á sinn fund til viðræðan um samvinnu að slíkri byggingu. Þá hefði komið í Ijós, að óljóst var um eignaraðild að uppfyllingunum neðan Hafnar- borgarinnar og því hefði ekkert orðið úr framkvæmdum. Fulltrúaráðið ritaði síðan áður- nefnt bréf fyrir skömmu og hafa bæjaryfirvöld svarað því og lýst yfir áhuga sínum. Grétar sagði, að verkalýðsfélögin, sem eru sex með um 2.400 félagsmenn, væru velflest á hrakhólum með húsnæði eða í þann veginn að fjárfesta í húsnæði hvert í sínu horni. Nefndi hann sem dæmi að Félag bygging- við fjölda félagsmanna frá hverju armanna væri að kaupa lítið húsn- félagi fyrir sig, mætti gera stórt æði undir fundarsal fyrir 4-5 millj. eða a.m.k. stærra átak, sem kæmi kr. Með því að leggja slíka ennfremur til góða fyrir uppbygg- upphæð, eða samsvarandi, miðað ingu miðbæjarins. Nýir vorlitir Color-fast í snyrtivörum frá Maxi og Dior Strandgötu 34 • 220 Hafnarfirði • sími 651212 Frá heilsurækt Sjúkraþjálfarans 1) Evennaleikfimi, morgun- og kvöldtímar 2) Þolkarla 3) Bróbikk 4) Leikfimi fyrir fólk með bak- vandamál 5) Leikfimi fyrir bamshafandi og konur með böm á bijósti Einnig tækjasalur og gufa ÞÚÁ TT AÐEINS EITT EINTAK AF SJÁLFUMÞÉR! SJÚKRAÞJÁLFARINN SF. Dalshrauni 15 - 222 Hafnarfjörður P.O. Box. 381 - Sími 54449 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.