Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 10
PIPA R\TBW A • SÍA • 112564 Social Capital, Diversity, and Inequality Dr. Robert David Putnam er stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er öndvegisfyrirlesari Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og flytur erindi í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli skólans. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, mánudaginn 3. október kl. 12.00 til 13.30 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Challenges to Community in the Contemporary World: Dr. Robert David Putnam A rion banki hefur sett á markað óverðtryggð íbúðalán með föstum 6,45 prósentna vöxtum til fimm ára. Þetta er nýjung fyrir íslenska fasteignakaup- endur en verðtryggð lán hafa verið allsráð- andi á markaðnum, fyrir utan skammvinnt skeið gengislána sem færðu hamfarir yfir lántakendur þegar gengi krónunnar hrundi. En hversu vænlegur kostur eru óverð- tryggð lán Arion banka? Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Tinda verð- bréfa, segir það sitt mat að óverðtryggð fasteignalán séu tvímælalaust hagstæðasti kosturinn miðað við íslenskt vaxtaumhverfi og almennar horfur innan- lands og utan. „Það er mikil almenn óvissa ríkjandi um efnahags- málin. Þannig má benda á að fimm ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er í dag um 4,8 prósent og þró- unin geti vel orðið sú að það renni upp verð- bólgutímabil á heims- vísu vegna vandamála sem stærstu ríki heims glíma við núna. Í þessu umhverfi er engin spurning um að betra er að vera með óverðtryggð lán með föstum vöxtum,“ segir Hannes. Jafnar greiðslur (annuitet) eða jafnar afborganir Áður en farið er í útreikninga á mismun- inum á verðtryggðu láni og óverðtryggðu er mikilvægt að fólk átti sig á þeim mun sem er nú þegar á mismunandi kostum við afborg- anir af húsnæðislánum. Annars vegar eru í boði jafnar greiðslur, svokölluð annuitetslán, og hins vegar jafnar afborganir. Munurinn á þessum leiðum felst í því að við lán með jöfnum greiðslum (annuitet) eru afborganir og vextir jafnhá yfir allan lánstímann og því er eignamyndun hæg í byrjun þar sem hlutfall vaxta er mun hærra en afborgun af höfuðstólnum. Lán með jöfnum afborgunum er hins vegar þannig að afborgun höfuðstóls er jafnhá yfir allan tímann og vaxtagreiðslur lækka því hraðar þegar líður á lánið. Í fyrra tilvikinu (annuitet) er greiðslubyrðin því jöfn yfir allan lánstímann en í því síðara (jafnar afborganir) er greiðslubyrðin hærri til að byrja með en lækkar eftir því sem líður á lánstímann. Kostur óverðtryggðra lána Hannes bendir á að stærsti kostur þess að vera með óverðtryggt húsnæðislán með föstum vöxtum sé sá að þá veit lántaki nákvæmlega hvað hann þarf að greiða mikið af hús- næðisláni sínu um hver mánaðamót. „Hann veit jafnframt ná- kvæmlega hver staðan á láninu verður þegar kemur að því að endufjár- magna eða fram- lengja það eftir fimm ár, sé horft til núverandi láns sem Arion banki býður upp á,“ segir Hannes. Óvissan er hins vegar fólgin í því Þróunin geti vel orðið sú að það renni upp verðbólgu- tímabil á heimsvísu ... Í þessu um- hverfi er engin spurning um að betra er að vera með óverðtryggð lán með föst- um vöxtum. Hannes Frímann Hrólfsson  FAsteignAlán Óverðtryggð lán Arion bAnkA Hagstæðasti kosturinn miðað við horfur og vaxtaumhverfið Óvissa um efnahagsmálin á heimsvísu og hættan á mikilli verðbólgu gerir óverðtryggð lán fýsilegri en þau verðtryggðu um þessar mundir. að vextirnir eru einungis fastir í fimm ár en ekki allan lántökutímann, sem er 25 ár. Hannes bendir á að í raun sé um fimm ára lán að ræða með 25 ára greiðsluferli. Ný vaxtaákvörðun verður tekin eftir fimm ár en í tilviki óverð- tryggðra lána hjá Arion banka á lántakinn kost á að skoða aðra kosti ef hans mat er að óverðtryggðu kjörin, sem þá bjóðast, séu óhagstæð, til dæmis með því að endurfjár- magna lánið og greiða það upp án uppgreiðslukostnaðar í þrjátíu daga áður en vextir eru endurstilltir. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að verðbólga fari hæst í tæplega sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012 en lækki hratt þegar líður á árið og verði komin undir fjögur prósent í árslok. Til að reikna út raunvexti á verðtryggðum lánum er hægt að styðjast við þá þumalputtareglu (þótt hún sé ekki hárnákvæm) að leggja saman vexti og verðbólgu. Ef meðalverðbólga á fimm ára lánstíma, frá 2012 til 2017, verður til dæmis þrjú prósent, eru raunvextir verðtryggðs láns með 4,3 prósentna vöxtum þá 7,3 prósent, eða tæp- lega einu prósentustigi hærri en á óverðtryggðum lánum Arion. Eins og lesa má út úr meðfylgjandi töflu væri við þau skilyrði greiðslan af óverðtryggða láninu á þeim tíma samtals um 491.000 krónur en af verðtryggða láninu um 426.000 krónur, eða 65.000 krónum lægri. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru á hinn bóginn um 109.000 krónum hærri að loknum þessum fimm árum. Með hærri verðbólgu yrði greiðslubyrði verðtryggða lánsins hærri og sömuleiðis eftirstöðvarnar. -jk Milljón krónur í fimm ár – óverðtryggt og verðtryggt lán* Lán ........................................................................... 1.000.000 Lánstími ................................................................... 25 ár Vextir ....................................................................... 6,45% óverðtryggt Samtals greitt ......................................................... 490.788 Eftirstöðvar (höfuðstóll) ........................................... 800.000 Eftirstöðvar og afborganir .................................... 1.290.788 Meðal afborgun: ..................................................... 8.179 Lán ........................................................................... 1.000.000 Lánstími ................................................................... 25 ár Vextir ....................................................................... 4,30% verðtryggt Verðbólga ................................................................ 2% 3% 4% 5% 6% Samtals greitt: ........................................................ 413.713 426.288 439.206 452.473 466.099 Eftirstöðvar verðbóta (leggjast við höfuðstól) ........... 127.160 172.961 220.553 269.989 321.321 Eftirstöðvar (höfuðstóll) ........................................... 800.000 800.000 800.000 800.000 800.000 Eftirstöðvar og afborganir .................................... 1.340.873 1.399.249 1.459.759 1.522.462 1.587.420 Meðal afborgun: ..................................................... 6.895 7.105 7.320 7.541 7.768 *Þessi dæmi miðast við lán með jöfnum afborgunum en rétt er að taka fram að greiðslubyrði slíkra lána getur verið töluvert meiri í byrjun en þess í stað verður eignamyndun hraðari og greiðslubyrði í framtíðinni léttari. Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is Karlahópur Styrktarþjálfun í tækjasal Góð keyrsla í skemmtilegum félagsskap • Þri og fim kl. 11.00-12.00 • Hefst 3. október – 4 vikna námskeið • Þjálfari Sigurður Heiðar Höskuldsson • Verð kr. 13.900 eða kr. 9.900 í áskrift Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is 10 fréttir Helgin 30. september-2. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.