Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 40
Á fram verður haldið að lýsa tillögum stjórn lagaráðs um beint lýðræði; um það hvernig flétta megi það saman við fulltrúa­ lýðræðið. Nú verður fjallað um frumkvæðis­ rétt þjóðarinnar, hvern­ ig hún getur samið og fengið sett lög. Lög frá grasrótinni Djarfasta nýmælið í tillögum stjórnlagar­ áðs um beint lýðræði felst í ákvæðum um frumkvæði kjósenda. Þar er tvennt lagt til. Annars vegar að 2% kjósenda geti lagt hvað eina mál fyrir Alþingi. Það kemst þá á dagskrá þingsins, en engin fyrir­ mæli eru um afdrif málsins. Hin frumkvæðisleiðin er formlegri. Samkvæmt henni getur tíundi hluti kjósenda lagt fram fullbúið frumvarp til laga fyrir Alþingi. Svo er um hnútana búið að þingið getur leitað til talsmanna kjósenda­ hópsins um málmiðlun vilji það ekki fallast á frumvarpið óbreytt. Ef ekki nær saman fer frumvarp kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, og einnig gagntillaga sem þingið kann að leggja fram. Alþingi getur falið þjóðinni að taka af skarið með því að gera atkvæðagreiðsluna bindandi, ella er hún þinginu til ráðgjafar um lyktir málsins. Mark­ miðið er ekki í sjálfu sér að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla heldur er keppikeflið að sem breiðust sam­ staða náist um mál sem liggur þjóðinni á hjarta. Nánari fyrirmæli eru um alla þessa málsmeðferð í til­ lögum stjórnlaga­ ráðs. Fyrirmynd er einkum sótt til Sviss, en þar er reynslan sú að fæst slíkra mála enda í þjóðarat­ kvæði; að jafnaði finnst lausn sem sættir nást um. Lýðræðisblanda Umræða er víða um heim um þróun lýðræðisins. Athyglisverð er t.d. hugmynd um það sem kallað er á útlensku „fljót­ andi lýðræði“, en „flæðiræði“ væri styttra. Með því er t.d. átt við að hver einstakur kjósandi geti gripið fram fyrir hendurnar á þingmönn­ um og greitt (rafrænt) atkvæði um þingmál þegar honum býður svo við að horfa. Þar með dregur hann til baka það atkvæðisbrot sem hann hafði framselt fulltrúunum. Þeir kjósendur sem ekki beita þessum rétti fela þinginu að fara áfram með umboð sitt. Þetta fyrirkomulag hefur þann kost umfram almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að þeir sem ekki taka afstöðu eru samt ekki hafðir útundan. Þingmenn fara áfram með umboð þeirra. Þar með er byggt fyrir hugsanlegt gerræði þeirra sem afstöðu taka, þótt útfærslan megi heldur ekki verða slík að hinir virku séu gerðir mátt­ vana. Ekki er vitað til þess að slík lýðræðisblanda hafi nokkurs staðar verið innleidd, en umræðuna má rekja á veraldarvefnum undir ensku leitarorðunum „liquid democracy“ eða ámóta á öðrum málum. Er beint lýðræði hættulegt? Sagt er að þjóð geti verið tækifæris­ sinnaðri en fulltrúar hennar, t.d. að þjóðin veigri sér við að taka óþægilegar en þó brýnar ákvarð­ anir. Varnagli er sleginn í tillögum stjórnlagaráðs varðandi þetta þar sem vissir málaflokkar eru undan­ skyldir í hinu beina lýðræði, svo sem skattamál. Þá er mikilvægt að Alþingi er falið að setja lög um framkvæmdina, m.a. um að vandað sé til undirskriftasöfnunar en ekki unnt að riðjast fram með vafasamri netsöfnun. Heimspekingurinn Karl Jaspers segir í einu rita sinna að áhætta sé tekin með lýðræðinu, allt eins og með allri tilvist mannsins. Meiri­ hlutinn, hvort sem er fulltrúa eða kjósenda, geti hæglega tekið óheillavænlegar ákvarðanir. Engin trygging sé til, en valddreifing sé helsti varnaglinn. Hæfileg blanda af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði fólksins sé þáttur í slíkri valddreif­ ingu en umfram allt verði að styrkja og síðan treysta á skynsemi fólks og ráðamanna, segir heimspek­ ingurinn. Við getum ekki annað en treyst því að skynsemin blundi í öllum og lýðræðið sé leiðin til að virkja skynsemina til farsællar stjórnar á þjóðfélaginu, svo að lagt sé út af hugsun Karls Jaspers. Með tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði er stigið skref, en ekki bundinn endahnútur. Tillögur ráðsins um starf stjórnmálaflokka, svo og um aðferð við val á þing­ mönnum, eru líka þáttur í eflingu lýðræðisins. Lýðræðið er og verður í þróun. Áfram verður haldið að fjalla um nýja stjórnarskrá í næstu viku. Ný stjórnarskrá Lög að frumkvæði almennings Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Með tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði er stigið skref, en ekki bundinn endahnútur. Tillögur ráðsins um starf stjór- nmálaflokka, svo og um aðferð við val á þingmönnum, eru líka þáttur í eflingu lýð- ræðisins. Lýðræðið er og verður í þróun. www.aman.is • Háteigsvegur 1 Október í Ámunni Bjórgerðarfest ...bjórgerðarverslunin þín 15% af öllu bjórgerðarefni 35% afsláttur af Canadian bjórgerðarefni 10% afsláttur af bjórgerðarvélum Bjógerðarefni frá: • Coopers • Canadian • Beermix Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar og febrúar ef næg þátttaka fæst: • Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, og kjötiðn í desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. • Í húsasmíði og pípulögnum í desember. Sveinspróf í málaraiðn í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. • Í málmiðngreinum í janúar. Umsóknarfrestur til 1. desember. • Í snyrtigreinum í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. • Í bílgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. • Í hönnunar- og handverksgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2011. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is TIL LEIGU SMÁRATORG 3 TURNINN GLÆSILEG SKRIFSTOFUBYGGING Í MIÐJU HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Real Estate Group Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | www.smi.is Höfum til leigu skrifstofuhúsnæði á 12. hæð, 417 m2 að stærð. Taktu þátt í blómlegum rekstri í miðju höfuðborgarsvæðisins í glæsilegu umhverfi á einu mest vaxandi verslunar- og þjónustusvæði landsins. Smáratorg 3 er hæsta bygging landsins, vel staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins á einu sterkasta þjónustu- svæði landsins, mitt á milli tveggja af sterkustu verslunarmiðstöðvum landsins Smáralindar og Smáratorgs. Gott aðgengi og fjöldi bílastæða Glæsileg móttaka er í byggingunni með símsvörun og móttöku gesta. Á lóðinni er fjöldi bílastæða með góðu aðgengi til og frá helstu stofnbrautum. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Freyr Albertsson í síma: 897 2822 eða netfang: david@smi.is eða Arnar Hallsson í síma: 892 5858 eða netfang: arnar@smi.is. Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is 36 viðhorf Helgin 30. september-2. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.