Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 44
Bryndís Björgvinsdóttir fékk á þriðjudag Íslensku barnabókaverð- launin 2011 fyrir söguna Flugan sem stöðvaði stríðið og kom bókin út þann sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Sagan var valin úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku barnabóka- verðlaunin 2011. Að mati dómnefndar er þetta merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boðskap og dill- andi skemmtilega frásögn. Söguhetjurnar eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á hversdagslega hluti. Þórarinn Már Baldurs- son myndskreytti bókina. Bryndís Björgvinsdóttir var aðeins fimm- tán ára þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók ásamt vinkonu sinni. Sú bók ber titilinn Orða- belgur Ormars ofurmennis en Flugan sem stöðvaði stríðið er önnur bók Bryndísar. Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og starfar meðal annars við rannsóknarstörf og kennslu. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar (1915- 1999). Að sjóðnum standa fjölskylda Ármanns, bókaútgáfan Vaka-Helgafell, nú innan vébanda Forlagsins, IBBY á Íslandi og Barnavinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunn- skólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni komu þeir úr Rimaskóla í Reykjavík. -pbb Flugur! Stöðvið stríðin!  Bókadómur Hagræn áHrif kvikmyndalistar ágúst Einarsson Í síðustu viku kom út ítarleg rannsókn í bók-arformi um stöðu kvikmyndarinnar í vest-rænum samfélögum, með sjónaraukann á eyjuna okkar. Dr. Ágúst Einarsson heldur áfram vinnu sinni í greiningu á hagkerfi hinna skap- andi greina; eftir bók um tónlistina tekur hann fyrir kvikmyndina. Vinna hans er merkileg og leiðir margt forvitnilegt í ljós. Bókin er snotur í frágangi, hún byggist á ítarlegum og merkileg- um tölulegum gögnum í ýmsu formi og túlkun á þeim í bland við sögulegt yfirlit, endar á töflu-, nafna-, heimilda- og efnisatriðaskrá. Hér bætist því við mikilvægt rit á annars fátæklega hillu frumsaminna íslenskra kvik- myndarita. Niðurstaða Ágústs er: Það borgar sig, margborgar sig, að setja meiri peninga í kvikmynda- gerð, auka styrki til kvikmynda- gerðarmanna, auka endurgreiðslur til innlendra og erlendra fyrirtækja sem vinna hér á landi, bæta menntunarað- stæður í þessari flóknu iðngrein. Og fyrir þeirri niðurstöðu færir hann mörg þung, töluleg rök. Framlag hans er sérlega mikilvægt nú því að á næstu vikum ræðst innan þings hver framtíð kvikmyndaskóla á framhaldsskólastigi verður og hver fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar (KMÍ) verða í fjárlögum næsta árs en þau voru sem kunnugt er skert harkalega í kreppunni. Samfelld árás á íslensk stjórnvöld Bókin skiptist í sex meginkafla: Í þeim fyrsta gerir hann stutta grein fyrir hagfræði hinna skapandi greina, menningarneyslu hér á landi sem er stórum meiri en víða, hvernig miðillinn varð til og hver þróun var í kvikmyndafram- leiðslu og miðlun hér til 1979. Í öðrum kafla gerir hann grein fyrir helstu hugtökum varðandi kvik- myndir sem vöru, þá rekur hann rök fyrir aðkomu ríkisins að kvikmynda- gerð, styrkjum Kvikmyndamiðstöðv- ar (KMÍ) og fyrirkomulagi endur- greiðslu, hvaða áhrif framleiðslan hefur á aðrar greinar þjónustu og loks lagaumhverfi framleiðslunnar. Í fjórða kafla skoðar hann framleiðslu- kerfið og dreifinguna. Í fimmta kafla lítur hann til mennta- og félagskerfis iðngreinarinnar og dregur svo sam- an niðurstöður í sjötta kaflanum. Til hliðar við meginefni ritsins birtir hann stutt æviágrip þekktra nafna úr kvikmyndasögunni sem létti fyrir lesandann og er því efni ofaukið í ritinu. Lesa má rannsókn Ágústs sem samfellda árás á íslensk stjórnvöld. Kvik- myndaaðsókn á Íslandi nær tölulegu hámarki á stríðsárunum. Þá voru hér í bænum starfandi fyrirtæki sem sýndu erlendar kvikmyndir, bæði frá Evrópu og Ameríku, flest fjölskyldufyrir- tæki. Um landið voru víða starfandi samkomu- hús með sýningarvélum. Ásókn bandarískra fyrirtækja á Evrópumarkað í kjölfar stríðsins, í bland við efnahagsaðstoð, tryggði bandarísku kvikmyndinni yfirráð á markaði Evrópu sem einungis Frakkar stóðu gegn. Evrópa varð amerískur kvikmyndamarkaður. Eins og Ágústi er tamt að líta á kvikmyndir sem öflugan miðil, þá líka til kennslu, nemur hann ekki staðar við hvernig kvikmyndin er notuð í skólakerfinu. Víða um lönd er rekin mik- ilvirk þjónusta við skóla í dreifingu á gömlu og nýju myndefni, bæði til afþreyingar og fræðslu. Er skipulega unnið að dreifingu myndefnis í skólakerfi á Íslandi þannig að sæmileg greiðsla komi fyrir? Ónei, það er ekki; námskrá og kennsluefni í gervöllu skólakerfinu gerir ekki ráð fyrir notkun myndheimilda, ekki í neinu fagi, og ef það er notað eru kennarar látnir stela því og sýna í felum. Hann minnist ekki á hvernig Kanasjónvarpið varð ráðandi í sjónvarpsþjónustu í hartnær áratug hér á landi né hvaða áhrif það hafði á stöðu innlendrar framleiðslu. Lengi kvörtuðu sjálfstæðir framleiðendur yfir að Sjónvarpinu væri ekki gert skylt að kaupa hluta af dag- skránni frá þeim en lítið varð úr. Svo þegar útvarp var gert frjálst 1986 var þess vendilega gætt af hálfu stjórnvalda að engum sem fengi útvarpsleyfi væri gert skylt að sinna kröfum um efnissamsetningu dagskrár, hlutfall innlendrar framleiðslu væri boðlegt að magni og að stórum hluta fengið frá innlendum framleiðendum. Enn eru slík skilyrði fyrir borð borin í veitingu rekstrarleyfa á ljósvakanum. Mikilvægur vitnisburður Ágúst greinir réttilega að íslensk framleiðslu- fyrirtæki eru mörg og smá. Hrósa má brans- anum fyrir þolgæði en ranglega er hlaupið að þeirri niðurstöðu að hann sé samstiga. Þar er hver á móti öðrum og fáir vinna saman. Því ræður samkeppni um fjármagnið. Í stórtöflu um íslenskar myndir í fullri lengd frá 1980-2010 telur Águst upp 174 myndir. Af þeim eru 13 fyrir börn. Hvers vegna hafa forstjórar í Kvikmynda- miðstöð og fyrirrennurum hennar ekki unnið skipulega að endurbót á þessum skorti í fram- leiðslunni? Er kvikmyndauppeldi ekki á hennar dagskrá? Hefur menntamálaráðuneytið engan áhuga á því, eða gleymdist það eins og sumt annað? Það hefur blasað við í aldarfjórðung að þörf væri á skipulegu átaki í praktískri og hug- myndafræðilegri kennslu um kvikmyndina á öllum skólastigum: frá grunnskóla og upp úr. Það á að kenna myndmálið, myndlæsi. Sjást þess merki í námskrá grunnskóla frá ráðuneyt- inu? Ónei. Hvað er þá ráðuneytið að hugsa á framhaldsskólastiginu? Jú, það eru fárra eininga valkúrsar í boði hér og þar. Svo er tuttugu ára einkaskóli sem fékk viðurkenningu á fjórum samtengdum námsbrautum 2007 og hefur nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Sinnti ráðu- neytið þeim sprota? Ónei. Það horfði á hann brenna upp eigin fé, sinnti ekki erindum og vildi helst loka honum. Kvikmyndagerð þarf að komast undir mæli- ker þar sem litið er á hana sem alvarlegan og mikilvægan innlendan framleiðsluiðnað, þar sem hún situr við sama borð og aðrir nauðsyn- legir atvinnuvegir, eins og Ágúst sýnir réttilega að hún er. Bók hans er órækur vitnisburður um mikilvægi þess iðnaðar. En framtíð bransans er dökk ef hann á að vera áfram í höndum þess hluta stjórnvaldsins sem kennt er við menntir og menningu: Tonn af lögfræðingum og stjórn- sýslufræðingum á Sölvhólsgötunni hefur sögulega séð verið honum til trafala og stendur honum enn fyrir þrifum. 40 bækur Helgin 30. september-2. október 2011  ritdómur gamlinginn ... Jonas Jonasson Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Galdrakarlinn í Oz er kominn í bókaverslanir í tveimur ólík- um útgáfum í tilefni af leiksýningunni á söngleiknum sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. Þessi vinsæla saga kom fyrst út um aldamótin 1900 og skóp höfundi, Frank Baum, miklar vin- sældir, var snúið í leikverk með söngvum af honum sjálfum og fylgdi nær tylft sögubóka eftir hann í kjölfarið. Baum fór til Hollywood með auð sinn og stofnaði þar fyrir- tækið The Oz Film Manufacturing Company en það fór á hausinn eftir ár. Oz varð seinna nafn á underground-blaði í London og hug- búnaðarfyrirtæki á Íslandi. Þau fóru líka bæði á hausinn. Útgefendur bókanna um Galdrakarlinn eru Edda og Setberg. -pbb Sigurganga galdramanna Leitin að gróðanum af bíómyndum Frönsk svíta eftir Iréne Némirovsky situr þriðju vikuna í röð á toppi aðallista Eymunds- sonar. Höfundurinn dó í Auschwitz 1942 og bókin kom ekki út fyrr en 62 árum síðar. frönsk svÍta þriðJu vikuna á toppnum  gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf Jonas Jonasson Páll Valsson þýddi. JPV, 425 bls. 2011. Gamlinginn ... er sænsk gamansaga með slettu af spennu og upprifjun á þekktum eintaklingum og sumpart aðstæðum úr stjórnmálasögu liðinnar aldar. Hún kom út fyrir tveimur árum og varð feikilega vinsæl í Svíþjóð og er nú á hraðri leið á hvíta tjaldið og í lengri gerð í sjónvarps- þáttaröð. Jonas er snjall höfundur (grunn- hugmyndin að vísu ekki ýkja frumleg: Zelig, Forrest Gump og ugglaust fleiri). Hann býr til bærilega spennu í þann þátt sögunnar sem gerist á okkar tímum, hefur unnið rannsóknar- vinnu um tiltekna staði á tilteknum tímapunktum af miklu innsæi og megnar að þjappa saman örlaga- köflum í sögu heilla þjóða, jafnvel mannkynsins, á örfáa síðuparta svo að unun er að; já, og svo gleymdi ég því sem mest er um vert: Hann er fjári fyndinn. Gamlinginn er þannig bók að maður hlær hátt og oft. Sumt í henni er ógeðslega fyndið. Sá gamli er Allan Emmanuel, fæddur af fátækum í Smálöndunum í kjölfar kröfugöngu 1. maí 1905. Þar hefst hin lygilega saga af Gamlingjanum en byrjar reyndar tveimur köflum fyrr á því að hann fer út um gluggann á elliheimilinu, rétt áður en 100 ára af- mælið hans hefst (öld síðar) – og á ekki afturkvæmt. Milli þessara tveggja punkta er heil bók (425 blað- síður í kiljubroti) og partur af mannkynssögunni. Allt að sjálfsögðu lygilegt en hreinn og klár sann- leikur eins og afi höfundarins sagði: Hver nennir að hlusta á sannleikann nema hann sé skreyttur? Grunnurinn í sögu af þessu tagi er vitaskuld gamla spænska skálkaminnið; Hans klaufi og þeir bræður, múgamaður sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og fer ekki á taugum þótt allt fari á hvolf. Ber ekki virðingu fyrir yfirvaldi og hefð og lifir því allt af, jafnvel þótt hann sprengi undan sér kofann – því okkar maður er sprengjusérfræðingur, alinn upp í nítróglýserín-verksmiðju. En nú má maður ekki segja of mikið. Í öllum furðusögum eru þagnargildi um helstu atburði, persónur og þær fyndnustu upp- ákomur sem þær geyma. Gamlinginn ... er hressileg og bráðfyndin saga um kostuleg atvik í lífi stórmenna og smákalla á síðustu öld. Maður vill gjarna treina sér lesturinn – svo skemmtileg er hún í þýðingu Páls Valssonar. -pbb Sænskar fjörugar poppbókmenntir  Hagræn áhrif kvikmyndalistar Ágúst Einarsson Háskólinn á Bifröst, 245 bls. 2011. Jonas Jonasson. Ágúst Einars- son. Lengri útgáfa ritdóms- ins er á www. fretta- timinn.is Bryndís Björgvinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.