Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 8
VEIDIMADURINN.IS SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 SKOTVEIÐIMENN NORÐURLANDI! VEIÐIHORNIÐ KEMUR NORÐUR Haglabyssur frá Beretta, Stoeger og Escort. Haglaskot frá Rio. Gervigæsir, gallar og byssuskápar á sölusýningu. Veiðibúð allra landsmanna á netinu Veidimadurinn.is og Veiðihornið. Hólabraut 13 - Akureyri Laugardagurinn 1. október 10:00 til 17:00 NF Jd es ig n. co m Ryð- vörn allt önnur og betri en áður var. Aukin bjartsýni almennings Öfugt við íbúa flestra annarra iðnríkja hefur bjartsýni almennings á Íslandi á efnahags- og atvinnuhorfur aukist nú á haustdögum. Gallup birti á þriðjudaginn væntingavísitölu sína fyrir september- mánuð. Vísitalan hækkar um tæp 20 stig á milli mánaða, úr 50,1 stigi í 69,4 stig. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar frá ágúst í fyrra, og skýrist að mestu leyti af hækkun á vænt- ingum til ástandsins eftir sex mánuði. Er sú undirvísitala nú 99,8 stig, sem þýðir að nánast jafn margir svarendur eru bjartsýnir og svartsýnir á ástandið í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar að hálfu ári liðnu. Mat á núverandi ástandi er hins vegar áfram lágt, 23,7 stig, og stendur nánast í stað milli mánaða. Greining Íslandsbanka segir það koma nokkuð á óvart hversu bjartsýni á ástandið að hálfu ári liðnu hefur aukist á sama tíma og efnahagshorfur á alþjóðavísu hafa hríðversnað. - jh Við erum ný í umferðinni Ný umferðarskilti sem hvetja til minni umferðrahraða verða á næstu dögum sett upp í nágrenni við leik- og grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi, að því er fram kemur í tilkynningu fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Á skiltunum eru ökumenn hvattir til að sýna nýjum þátttakendum í umferðinni nærgætni og aka af varkárni. Skiltin eru ólík hefðbundnum umferðarskiltum því myndir eftir skólabörn í hverfinu prýða þau. Biðlað er til ökumanna að sýna aðgát í grennd við skólalóðir. Sami texti verður á öllum skiltum, Varúð – Við erum ný í umferðinni, ef frá eru talin skiltin við Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla en þar stendur: Ungmenni á leið til skóla. - jh Afmælisgjöf IKEA til barna á Íslandi Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu þeirra. Alls safnaðist 758.801 króna. - jh  Bílar Undirvagn og yfirBygging Bílaumboðin halda sig við staðla framleiðenda sem vilja ekki viðbótarryðvörn við verksmiðjuryðvörn nýrra bíla, enda séu bílar miklu betur ryðvarðir en á árum áður. FÍB bendir hins vegar á danska rannsókn um að góðrar viðbótarryðvarnar sé enn þörf, m.a. vegna saltburðar á vegi. Ljósmynd/Hari Viðbótarryðvörn, bót eða bölvun? Bílaframleiðendur vilja ekki viðbótarryðvörn og umboðin fylgja stöðlum þeirra til að viðhalda ábyrgð. FÍB birtir hins vegar úttekt dansks systurfélags þar sem hvatt er til viðbótarryðvarnar nýrra bíla, m.a. vegna saltburðar á vegi. n ýir bílar koma með verksmiðjuryð-vörn og að mestu er liðin sú tíð að farið sé með þá í viðbótarryðvörn hérlendis. Eigi ryðvarnarábyrgð framleið- anda að halda þarf að fylgja stöðlum hans og þjónustuferli umboðs. Þar er ekki gert ráð fyrir viðbótarryðvörn. Á vef Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda er hins vegar sagt að ennþá sé nauðsyn góðrar ryðvarnar og þar er vísað til úttektar FDM, hins danska systurfélags FÍB, og tæknistofnunarinnar Teknologisk Institut. Þar kemur fram að engir bílar séu byggð- ir til að standast danska (og íslenska) lofts- lagið og saltburð á vegi að vetrarlagi. Því eigi að ryðverja alla nýja bíla fyrir notkun. Fyrsta ryðvörnin sé sú mikilvægasta. „Því hefur verið haldið mjög á lofti undanfarin mörg ár af bílaumboðum og ýmsum sem vit þykjast hafa á bílum, að sérstök nýryðvörn sé óþörf og jafnvel til bölvunar,“ segir þar en jafnframt að þessari kenningu hafni FDM og Teknologisk Institut. Góð ryðvörn í upp- hafi lengi líf bæði yfirbyggingar og undir- vagns, hemlaröra og slíks. Í frétt FÍB um málið segir að Teknologisk Institut og FDM leggi áherslu á að ryðverja þurfi alla bíla, líka þá sem séu með sinkhúð- un (galvaniseringu). Sérstaklega sé nauð- synlegt að ryðverja strax ódýrustu bílana því að minnst sé lagt í ryðvarnir í þeim af hálfu framleiðenda. Magnús Eysteinn Halldórsson, verk- stæðisformaður þjónustusviðs Heklu, segir að þar á bæ, líkt og hjá umboðum annarra bílategunda, sé stöðlum framleiðenda fylgt. Bílaframleiðendur vilji ekki að bætt sé við- bótarryðvörn við þá ryðvörn sem komi frá verksmiðju. Nú séu undirvagnar bíla gal- vaniseraðir og ryðvörn allt önnur og betri en áður var. Mikil breyting hafi orðið hvað ryðvörn varðar síðustu ár. Nú séu tíu ára gamlir bílar að koma inn lítt ryðgaðir. Breyti þar engu þótt sífellt sé notað meira salt á vegi hér til hálkueyðingar. Framleiðendur veiti allt að tólf ára ryð- varnarábyrgð á bílum, gagnvart gegnum- ryði, þ.e. að ryðið komi innan frá. Eigandi bílsins verði hins vegar að sinna þjónustu- skoðunum til þess að viðhalda þessari ábyrgð. „Það verður að fara varlega í það að segja bíleigendum að ryðverja umfram verk- smiðjuryðvörnina,“ segir Magnús Eysteinn, „það getur verið verra að gera það en ekki.“ Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, sem um árabil hefur skrifað um viðhald bíla, sagði í grein fyrir nokkrum árum að íslensk ryðvörn bíla væri óþörf og jafnvel líkleg til að flýta tæringu fremur en tefja hana. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 30. september-2. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.