Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 32
Maður er bara svona og einhverra hluta vegna kemur alltaf kvíðahnútur í mann áður en maður sér sig á hvíta tjaldinu. Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201 sala@maritech.is » www.maritech.is Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV) TM - tryggir þér samkeppnisforskot í áskrift Microsoft Dynamics NAV í áskrift er hagkvæm og þægileg nýjung sem gefur kost á viðskiptalausnum í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur. Síminn sér um vistun og afritun á gögnum í fullkomnu tækniumhver. Viðskiptalausnir í mánaðarlegri áskrift „Ég bara veit ekki neitt ...“ segir Margrét. „Já, ég veit það ekki. Maður hefur aldrei unnið í Lottóinu enda ekki spilað í því í mörg ár. Samkeppnin þarna er dálítið mikil þannig að ég held að maður sé nú bara alveg rólegur ekki akkúrat að hugsa um þetta í dag.“ „Nei.“ Theodór segir hins vegar að hann sé kom- inn með kvíðahnút vegna frumsýningarinnar hérna heima. „Maður er bara svona og ein- hverra hluta vegna kemur alltaf kvíðahnútur í mann áður en maður sér sig á hvíta tjaldinu. Auðvitað hjálpaði til að fara til Cannes og þessar góðu viðtökur úti en nú er maður samt uppteknastur af því hvernig myndinni verður tekið hérna heima. Það verður spennandi,“ segir Theodór og hlær. „Ég ætla að segja sem minnst,“ bætir Mar- grét við. Á fullu á fjölunum Þegar talið berst að leikhúsinu og löngum ferli þeirra þar segir Theodór Margréti hafa öðlast visst frelsi. „Hún er náttúrlega komin á eftir- laun. Ég er nú ekki enn búinn að ná því en hún er komin á það stig að geta ráðið sér sjálf.“ „Ég er sko komin fram yfir síðasta sölu- dag,“ segir Margrét. „En það er svo mikið að gera hjá henni og hún leikur og leikur,“ bætir Theodór við. Margrét er nú á æfingum fyrir leikritið Hreinsun sem verður frumsýnt í lok október. „Þetta er krefjandi saga og mjög spennandi verkefni. Það er ekkert erfitt nema það sem er leiðinlegt og þetta er ekki leiðinlegt,“ segir Margrét. „Oksanen skrifaði leikritið fyrst. Það gekk mjög vel í Finnlandi og á fleiri stöðum og svo skrifaði hún bókina á eftir. Þetta er svolítið óvanalegt og yfirleitt eru nú leikgerðir frekar gerðar upp úr bókum. Þetta er í fjórða skipti sem við Stefán Jónsson vinnum saman en hann er mjög góður og krefjandi leikstjóri. Það er góður hópur sem stendur að þessari sýningu. Fámennt en góðmennt en það var svolítið skrýtið að koma í Þjóðleikhúsið aftur eftir fjörutíu ár. Mér fannst fyrst eins og ég hefði lent á vitlausum flugvelli,“ segir Margrét Margrét Helga Jóhannsdóttir Margrét Helga útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins árið 1967. Hún hefur leikið í fjölda verka, ekki síst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og komið víða við í leiklistinni; í leikritum fyrir börn og fullorðna, einleikjum, söngleikjum, gamanleikjum, dramatískum verkum, útvarpsleikritum, sjónvarpi og kvikmyndum. Margrét lék fyrst nokkur hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, meðal annars ekkjuna í Zorba árið 1971. Hún starfaði samhliða með Leiksmiðjunni og lék þar meðal annars Steinunni í Galdra-Lofti. Árið 1984 lék hún í Ertu nú ánægð kerling? sem sýnt var 80 sinnum í Leikhús- kjallaranum. Árið 1972 flutti hún sig yfir til LR í Iðnó og hefur starfað hjá Leikfélaginu alla tíð síðan. Þar hefur hún leikið fjölda hlutverka, til að mynda Uglu í Atómstöð- inni, í Saumastofunni, Blessuðu barnaláni, Ofvitanum, Landi míns föður, Sölku Völku, Svartfugli, Straumrofi, Degi vonar, einleiknum Sigrúnu Ástrós. Margrét Helga hefur leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún sló í gegn í hlutverki Bjarnfreðar, móður Georgs, í Vaktaþátt- unum og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Þá leikur hún í sjónvarpsþáttunum Heimsendi sem verða sýndir innan skamms á Stöð 2. Margrét hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fjölskyldunni. Hún fer með aðalhlutverk í sýningu Þjóðleikhússins á Hreinsun undir leik- stjórn Stefáns Jónssonar, en hún hefur áður leikið í sýningum hans á Héra Hérasyni, Sekt er kennd og Terrorisma. Theodór Júlíusson Theodór hefur komið víða við á löngum leikferli. Áður en leiklistin heltók hann var hann bakari á Siglufirði. Hann er lærður bakari og þótt leiklistin hafi verið honum hugleikin síðan í æsku gerði hann ráð fyrir því að baksturinn yrði ævistarf hans. Hann er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio í London og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1978 til 1989. Þar lék hann fjölda hlut- verka, til dæmis Búa Árland í Atómstöðinni, Sölva Helgason í Ég er gull og gersemi og Mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Theodór lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem gestaleikari 1987 í söngleiknum Maraþondansi en kom svo aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhússins árið 1989 og hefur starfað þar síðan og leikið fjölda hlutverka. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Fló á skinni, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið og Fjölskylduna. Theodór hefur tvisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Púntilla og Matta og Söngleiknum Ást. Theodór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjón- varps- og kvikmyndum, til dæmis Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi og Reykjavík-Rotterdam. sem flutti sig yfir til Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó árið 1972. „Ég er að æfa í Kirsuberjagarðinum, sem er mjög gaman og spennandi, og held að þetta verði dálítið öðruvísi uppfærsla á verk- inu en áður. Í það minnsta hér á Íslandi en ég hef nú séð þær allar,“ segir Theodór. „Hilmir Snær Guðnason er þarna að leikstýra mér í annað sinn en við Margrét áttum óskaplega gott samstarf við hann í Fjölskyldunni, sýningu sem vakti mikla athygli og fékk ótrúlega mikla aðsókn. Þannig að ég held að framtíðin sé björt hjá honum sem leikstjóra. Hann er mjög skapandi leikari sjálfur og góður miðl- ari fyrir leikarana. Þannig að þetta er mjög spennandi.“ Æfingar á jólaleikriti Borgarleikhússins, Fanný og Alexander, taka síðan strax við hjá Theodóri þegar Kirsuberjagarðinum sleppir þannig að þau Margrét hafa í meira en nógu að snúast þótt tilfinningastríð þeirra við persónur Eldfjalls sé að baki. 32 viðtal Helgin 30. september-2. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.