Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 15
Fáir kaupendur
að fasteignunum
Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Ljósmynd/Hari
„Það selst minna en við komum
á markað. Markaðurinn kaupir
ekki eignirnar,“ segir Sigurður
Erlingsson, framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs. Því kemur ekki
að sök, að hans sögn, að hægt
gangi að setja eignir sjóðsins á
sölu. Sjóðurinn á rúmlega 1.400
eignir; 433 standa tómar, þar af
63 á höfuðborgarsvæðinu, og um
40% þeirra eru í útleigu. Einungis
4% eignanna, alls 57, eru í sölu en
tveir fasteignasalar sjóðsins koma
upplýsingum um hverja íbúð til
allt að tíu fasteignasala. Verkið
gengur hægt því þeir feraist einn-
ig um landið, meta íbúðirnar og
setja í sölu.
Spurður hvort íbúðirnar séu þá
ekki of dýrar svarar hann: „Ég
hef verið að taka stöðuna síðustu
mánuði og þegar búið er að taka
tillit til ástands eignanna, taka frá
þær sem eru sérlega auðseljan-
legar eða þær sem eru mjög illa
farnar, er niðurstaðan samt sú að
við séum að selja undir markaðs-
verði. Og það er í rauninni óþol-
andi fyrir þegna þessa lands og
skattgreiðendur sem vilja að ríkið
fari vel með sitt fé; þetta er í raun
ráðstöfun ríkisfjármuna,“ segir
hann. „Við viljum ekki ýta upp
verðinu og ekki selja of ódýrt, en
hættan er sú að þær fari of ódýrt.“
Þá getur kaupandinn snúið sér við
og endurselt á hærra verði.
Spurður hvort hann sjái fyrir
sér að það hefði áhrif á verð til
lækkunar, setti sjóðurinn allar
eignirnar á markað í einu, svarar
hann: „Þegar við setjum eignir í
sölu eru þær ekki aðgreindar sem
eignir frá Íbúðalánasjóði, ekki
fyrr en menn gera tilboð. Ég er
því ekki viss um að það hefði bein
áhrif. Þær eru einnig dreifðar um
allt land og minnst af þeim á höf-
uðborgarsvæðinu.“
gag@frettatiminn.is
Helgin 30. september-2. október 2011
arionbanki.is – 444 7000
„Enga verðtryggingu,
takk.“
Óverðtryggð íbúðalán
Hvað skiptir þig máli?
Kynntu þér óverðtryggð íbúðalán Arion banka á arionbanki.is.
Tinna Björk Baldvinsdóttir, 38 ára.
Við erum flutt!
Suðurlandsbraut 2
Hilton Reykjavik Nordica
VITA er lífið
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
LETTLANDI
Falleg borg með steinlögðum strætum
og merkum byggingum frá fyrri öldum.
Saga, menning, góðir veitingastaðir og
fyrirtaksverslanir.
Verð frá 69.900 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
M.v. 2 í tvíbýli á Hotel Albert í 3 nætur.
Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar,
gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.
*Verð án Vildarpunkta 79.900 kr.
7. okt.
3 nætur
RIGA
Örfá sæti
laus!
Þrjár nætur
í Riga, Lettlandi
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is