Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 30.09.2011, Blaðsíða 22
Fæðingar- þunglyndi veldur miklu álagi í sam- búð. Það er erfitt fyrir maka að horfa upp á konu sína brotna niður. Sjálfsmyndin brotnar, makinn reynir að fá hana út en hún vill ekki fara og hitta neinn. Mak- inn er farinn að vinna og sér konuna veslast upp eina heima. Blúsuð með nýfætt barn S jaldgæft er að konur upp- lifi fæðingarþunglyndi án þess að eiga sögu um áföll í lífinu, einhverja erfiðleika, jafnvel kvíða, depurð eða þunglyndi. Hlutfall kvenna sem upplifa þunglyndi í kjölfar barnsfæðingar virðist heldur ekki vera hærra en meðal ann- arra kvenna á barneignaraldri. Einnig er mjög erfitt að tengja fæðingarþung- lyndi við hormónabreytingar. Hlutfall kvenna sem finna fyrir fæðingarþung- lyndi er á bilinu 9 til 12 prósent. Þetta er vísir að niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingar innan heilsugæslunnar, Landspítalans og Háskóla Íslands hafa unnið að frá haustinu 2006. Spurninga- listar voru lagðir fyrir 2.500 konur í mæðravernd á Akureyri og í Reykjavík og um 500 kon- ur hafa komið í frekari viðtöl eftir að barnið var fætt. Ekki upp úr þurru „Það sem virðist koma í ljós er að það er alls ekki algengt konur fái fæðingar- þunglyndi alveg upp úr þurru og að fæðingarþunglyndi sé einhver óværa sem liggi í leyni,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur á kvennadeild Landspítalans, og bætir því við að það komi hópnum sem vinni að rannsókn- inni ekkert sérstaklega á óvart. Að henni standa þær Linda Bára og Hall- dóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðdeild á göngudeild LSH, ásamt Mörgu Thome, prófessor í hjúkrunardeild HÍ, Jóni Friðriki Sigurðssyni, yfirsálfræð- ingi á LSH, Sigríði Síu Jónsdóttur, ljós- móður á Akureyri, og Sigríði Brynju Sigurðardóttur, yfirhjúkrunarfræðingi heilsugæslunnar í Grafarvogi. Það sem komi hópnum mest á óvart sé hversu marg- ar konur finni fyrir kvíða á meðgöngunni og eftir barns- burð. „Og ef ófrísk kona finnur fyrir kvíða sem fær að grassera óáreittur, aukast líkur á þunglyndi eftir fæðingu. Orkan klárast við það að vera alltaf með kvíða- hnút, alltaf með kökkinn í hálsinum og kvíða öllu. Móðirin gefst upp á end- anum. Hún verður döpur. Kvíðinn siglir því með margar inn í þunglyndið,“ seg- ir Linda Bára og bendir á að það sé því merkilegt að fókusinn sé oftast á þung- lyndi en sjaldan eða aldrei sé talað um kvíða. „Margar sem leita til mín gera það vegna kvíða, ekki þunglyndis. Þær geta haft áhyggjur af fjárhagnum eða af öðrum börnum sínum, svo dæmi séu tekin, jafnvel misst fóstur á meðgöngu og eru kvíðnar. Sumar eru einfaldlega kvíðnar að eðlisfari og því margt sem getur spilað þar inn í.“ Með þráhyggju Það kom sérfræðingunum einnig á óvart hve margar konur eru haldnar þráhyggju eftir barnsburð. „Þær hugsa um hluti sem þeim finnst óhugnan- legir, hreinlega ógeðfelldir. Það eru hugsanir eins og að missa barnið. Þær sjá fyrir sér hvernig barnið slengist í hornið á sófaborðinu. Þessar hugsanir vekja svakaleg viðbrögð hjá mæðrum því þarna sjá þær fyrir sér það versta sem getur gerst. Sumar hrista þetta af sér, þá helst þær sem eru ekki með kvíða fyrir. En hafi þær tilhneigingu til kvíða geta þær mistúlkað og farið að hugsa um allar þær sögur þar sem greint er frá brjáluðum mæðrum sem drepa börnin sín,“ segir Linda. „Þær velta þá fyrir sér hvort þær séu slíkar mæður og finna fyrir ótrúlegri vanlíðan – eru skelfingu lostnar. Um þetta tala konur sjaldan því þær skamm- ast sín fyrir hugsanirnar, en það kemur í ljós að 20 til 30 prósent kvenna finna fyrir þessu, jafnvel fleiri, en fáar vilja viðurkenna það. Sumir erlendir sérfræðingar segja að jafnvel karlmenn finni fyrir þessu.“ Linda Bára segir mikilvægt fyrir konur að vita að þetta sé ekki óalgengt og valdi ekki því að konur skaði ungbörnin sín. Afar fá dæmi séu um slíkt. Ekki hormónin Linda bendir á að í rannsóknum hafi gengið illa að tengja fæðingarþung- lyndi við hormónabreytingarnar í kjöl- far fæðingar en hún sé með varann á, komi konur sem sjái enga ástæðu fyrir þunglyndi sínu. „Þess vegna erum við mjög vakandi fyrir því að skjaldkirtils- starfsemin geti hafa brenglast, komi konur án sögu um þunglyndi til okkar, því einkennunum svipar mjög saman. Ég sendi því þær konur yfirleitt til heimilislæknis í blóðprufu til þess að athuga með skjaldkirtilinn.“ Hún sjái svo oftast margar ástæður fyrir þunglyndinu þegar hún taki viðtöl við konurnar. „Þá sit ég með þeim og segi: Sjáðu alla þessa þætti, ég ætla að teikna þá upp fyrir þig. Er ekki svolítið skiljan- legt að þú finnir fyrir depurð? En ég hef þó fengið konur til mín þar sem þunglyndið virðist koma sem þruma úr heiðskíru lofti. Þær eru ekki marg- ar, þannig að það eru hugsanlega ein- hver prósent sem upplifa þetta hreina, hreina fæðingarþunglyndi sem getur hugsanlega orðið til við hormóna- breytingarnar. En það er afar erfitt að finna það með rannsóknum.“ Hormónabreytingar leiða þó oft til vanlíðanar sængurkvenna. „Hinn svokallaði sængurkvennagrátur er mjög algengur, svona þremur til fimm dögum eftir fæðingu. Ég verð alltaf svolítið frústreruð þegar ég fæ til mín móður sem þekkir ekki til sængur- kvennagráts – og skilur ekki vanlíðan sína, en allt að 75 prósent kvenna finna fyrir honum. Mjög oft er þetta einn til tveir klukkutímar, jafnvel nokkrir dagar. Á þeim tíma er allt í huga konunnar vonlaust, ömurlegt og hún veit ekki af hverju. Hún verður blúsuð en blúsinn hverfur. Séu hins vegar erfiðleikar hjá konunni; barnið veikt, kannski með gulu, eða annað sem veldur áhyggjum; konan veik eða erfiðleikar með brjóstagjöf, léttir sængurkvennagráturinn þeim ekki lífið. Þær sem gera sér ekki grein fyrir þessu geta lengt þetta ástand, jafnvel svo að það komi af stað þunglyndi.“ Svefninn segir hún að komi í veg fyrir margt. Svefnleysi skaðar „Ef einstaklingur er vansvefta versnar allt. Margar konur eiga erfitt með að sofa eftir fæðingu barns. Þær fylgjast með barninu, eru stressaðar og hrædd- ar um að barnið andi ekki. Það er ekki Hvað er fæðingarþunglyndi? Er það meðgönguóværa, fæðingaróværa eða tímabil sem fer einfaldlega illa í sumar konur? Afar algengt er að konur finni fyrir sængurkvennagráti eftir fæðingu barns, en ein af hverjum tíu finnur einnig fyrir þunglyndi. Ljósmynd/Getty Images 22 fréttaskýring Helgin 30. september-2. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.