Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 28.10.2011, Qupperneq 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is 500 aðkomubörn á Selfossi Snorrabrautin tekur stakkaskiptum í framtíðinni. Hún þykir hættuleg.  Umferðaröryggi Lög brotin á SnorrabraUt og hún hættULeg gangandi vegfarendUm Ætla að fækka akreinum um tvær á Snorrabraut Stefnt er að því að fækka ak- reinum á Snorrabraut um eina í hvora átt og setja upp hjólreiða- stíga. Tvö banaslys gangandi vegfarenda hafa orðið á Snorra- braut á síðustu árum. Fimm- tugur karlmaður lést í desember 2009 og eldri kona í mars 2005. Íbúar eru uggandi og halda úti Facebook-síðunni Dauðagildran Snorrabraut. Stefán Agnar Finnsson, yfir- verkfræðingur á umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar, segir breytingarnar á undir- búningsstigi og til umræðu í kerfinu. Enn eigi eftir að bera hugmyndina undir íbúa Snorra- brautar og óljóst hvenær göt- unni verði breytt. Framkvæmdir séu hluti af þriggja ára hjólreiða- áætlun borgarinnar sem hún stefnir „á að komast af stað með.“ „Við höfum hvorki gert ráð fyrir að bílastæðum fækki eða fjölgi,“ segir Stefán. „En það kostar talsvert að umbylta göt- unni svona.“ Í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar umferðarslysa (RNU) fyrir árið 2010, sem kom út í sept- ember, stendur að umferðarlög séu brotin á Snorrabraut, því bílastæði séu of nálægt gang- brautum. Einnig er bent á að rannsóknir erlendis sýni að mörg slys verði á gangandi veg- farendum þar sem þeir þurfi að þvera fjórar akreinar til að kom- ast leiðar sinnar. „Að mati RNU þarf Reykjavíkurborg að skoða heildstætt hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfar- enda við Snorrabraut.“ M yn d/ H ar i Skólpmengun í Fossvogsdal  mengUnarSLyS rottUeitUr í foSSvoginUm Eitrað var í ofanvatns- lagnir og voru eiturkubbar sem fyrir voru í lögnunum klipptir niður og látnir í frá- rennsli í stað þess að safna þeim saman og farga á við- eigandi hátt eins og gera skal en bæði þessi atriði eru brot á verklags- reglum. Úr bréfi Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. Blóðið storknar ekki, dýrum blæðir út og þau drepast Meindýraeyðar Reykjavíkurborgar brutu verklagsreglur með þeim afleiðingum að rottueitur barst í Fossvogsdalinn. Starfsmenn Kópavogsbæjar hafa vaktað Fossvogslæk síðan um miðjan septem- ber og tínt upp eitrið. Rottueitur drepur bæði menn og dýr sé þess neytt í miklum mæli. S tarfsmenn Kópavogsbæjar hafa tínt upp rottueitur í kubbum á stærð við tennisbolta úr Fossvogslæk frá því um miðjan september. Starfs- menn Meindýravarna Reykjavíkur brutu verklagsreglur þegar þeir áttu að skipta um eitur í skólplögnum borgarinnar, hentu gamla eitrinu niður í brunnana og settu einnig rottueitur í ofanvatnsbrunna – sem á ekki að gera. Guðborg Guðjónsdóttir, sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði við Eitrunarmið- stöð Landspítalans, segir rottueitrið auka blæðingarhættu hjá mönnum og öðrum spendýrum sem þess neyta. „Fólk fær fyrst húðblæðingar og svo storknar ekki blóðið í því,“ segir hún en að það eigi við borði fólk eitrið til langs tíma. Hægt sé að gefa börnum og öðrum mótefni borði fólk eitrið einu sinni. „Innbyrði fólk mjög mikið eitur getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ segir hún. „Þetta er ekki skemmtilegur dauðdagi - dýrum blæðir út.“ Kópavogsmenn vakta lækinn Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópa- vogsbæjar, segir að það hafi verið fyrir árvekni starfsmanna Kópavogsbæjar sem upp komst um mistökin hjá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar, en Foss- vogslækur er á sveitarfélagsmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Starfsmenn Kópavogsbæjar hafi vaktað svæðið dag- lega frá því um miðjan september. „Þá girtu þeir svæðið af og tíndu upp alla rottueiturskubbana sem fundust. Síð- an þá hafa af og til fundist kubbar í tjörn í læknum, sem er við útrásina í Reykjavík, nú síðast 25. október.“ Arna segir málið litið alvarlegum augum. Á síðasta bæjarráðsfundi Kópavogs óskaði Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðis- flokki, eftir því að upplýst yrði hve margir eiturkubbar hefðu fundist í Fossvogsdal og hverjar afleiðingarnar væru. Sam- kvæmt heimildum Fréttatímans var það látið í hendurnar á sumarstarfsmönnum Reykjavíkurborgar að koma rottueitrinu fyrir í skólpveitukerfi borgarinnar. Talið er að þeir hafi fyrir mistök sett rottueitr- ið í ofanvatnsbrunna við Fossvogsdalinn. Brutu verklagsreglur Í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðar kemur fram að verklags- reglur sem meindýraeyðar eigi að fara eftir þegar eitrað sé í frárennsli hafi verið brotnar. Heilbrigðiseftirlitið hafi því farið fram á að eiturkubbarnir yrðu fjarlægðir úr ofanvatnsbrunnum og að framvegis verði ekki sett eitur í þá. „Þetta er allt afstaðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá borginni. „Það er alvarlegt þegar svona kemst eitur í frárennslið en sem betur fer upp- götvaðist það tímanlega og ekkert tjón hlaust af.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ekki aðeins rottueitur fannst í Fossvogs- læknum við eftirlit heldur fannst einnig skólp í settjörnum. Saurkólígerlamengun fannst í þeim við mælingar sem og önnur merki um skólpmengun. Í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur til Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Hafnarfjarðar segir að unnið sé með Orkuveitu Reykjavíkur, við að finna rangar tengingar skólpröra í Fossvogi. Haldið verði áfram þar til húsaskólp finn- ist ekki í settjörnum Fossvogsdals. Dauður mávur og rottueitur. Tvær vankaðar dúfur sáust einnig við lækinn. Talið er að fuglarnir hafi nartað í rottueitrið. Blása haustrallið af um helgina Haustrall Hafrannsóknarstofnunar verður blásið af um helgina ef undirmenn áhafna hafrannsóknarskipanna verða enn í verkfalli. Haustrallið er annað tveggja mikilvægustu rannsóknarleiðangra stofnunarinnar. „Afleiðingarnar eru þær að við fáum ekki mat á stærð margra þeirra nytjastofna sem við veitum veiðiráðgjöf fyrir,“ segir Þorsteinn Sigurðsson hjá Hafró. „Meginreglan er sú að eftir því sem við vitum minna eigum við að fara með varkárari hætti í nýtinguna,“ svarar hann því hvort kvótinn verði skorinn niður. Rannsóknir á ungloðnu séu í uppnámi. Ekki verði hægt að gefa upp upphafskvóta fyrir 2012-2013. Verkfallið hefur staðið yfir í mánuð. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur segir engan fund í sjónmáli. „Þeir verða að ganga að verðlistanum og þá er hægt að fara á sjó.“- gag Fimm hundruð ungmenni og leiðtogar frá öllu landinu verða um helgina á Selfossi á árlegu Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar. Hipp hopp, sushi- og kökugerð og skemmtanir bíða ungmennanna. Ingó veðurguð syngur í sundlaugarpartíi og Ari Eldjárn skemmtir á kvöldvöku. „Þema mótsins er samt kærleikur og Japan,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Safnað verði fé í samstarfi í samstarfi við japönsku góðgerðarsamtökin Hearts of Gold. Ungliðahreyfinging Hjálparstarfs kirkjunnar verður hjá Krónunni að safnar fé. „Þau ætla að skrifa nöfn fólks á japönsku og búa til origami-hluti, sem er japönsk pappírslist,“ segir hún. „Hjálpa á börnum sem misstu foreldra sína í jarðskjálftunum í Japan fyrr á árinu og í flóðunum sem fylgdu á eftir.“ - gag Gjaldþrotahrina fyrirtækja Alls voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í septem- ber sem er þrisvar sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 57. Jafnframt hefur fjöldi gjald- þrota fyrirtækja í einum mánuði aðeins tvívegis áður verið meiri, en það var í mars síðastliðnum þegar 214 fyrirtæki lögðu upp laupana og í maí þegar þau voru 175, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Alls hafa 1.122 fyrirtæki orðið gjaldþrota á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 680 á sama tímabili í fyrra. Jafngildir það 65% aukningu milli ára. Um metár er að ræða en í fyrra urðu alls 982 fyrirtæki gjaldþrota. Líkt og verið hefur á síðustu misserum urðu gjaldþrotin í september flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, alls 43. - jh Landsmótsbörn safna fé á Glerártorgi á Akur- eyri í fyrra. 2 fréttir Helgin 28.-30. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.