Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 6
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 112841
SUCCESS AND FAILURE IN ENGINEERING:
A Paradoxical Relationship
Dr. Henry Petroski,
öndvegisfyrirlesari Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs, flytur erindið:
Dr. Henry Petroski er verkfræðingur og prófessor í byggingarverkfræði
og sagnfræði við Duke-háskólann í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum.
Hann hefur ritað fjölda bóka um verkfræði, nýsköpun og hlutverk
mistaka í verkfræðilegri hönnun.
Fyrirlesturinn er í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla Íslands
og fer fram í Hátíðasal skólans, Aðalbyggingu, laugardaginn 29. október nk.
kl. 14.00.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Borga frekar en að færa tunnurnar
Bankar Hrundraugur ríður Húsum
Verri staða dansks banka getur
haft áhrif á veð Seðlabankans
Mat greiningar f yr ir tækisins
Moody’s á danska bankanum FIH
Erhvervsbank lækkaði fyrr í þess-
um mánuði og ljóst er að staða hans
hefur versnað, að því er fram kemur
í danska blaðinu Jótlandspóstinum.
Verri staða hans getur haft áhrif á
veð sem Seðlabanki Íslands á í bank-
anum eftir að hann var í íslenskri
eigu um hríð.
Lánshæfismat FIH færist neðar í
ruslflokki, úr Ba2 í B1 á langtíma-
skuldbindingum og úr B1 í B3 í hvað
aðrar skuldbindingar varðar. Þá fær-
ist bankinn úr D-styrkleikaflokki í
E+ sem er lægsti flokkur. Niður-
færsla Moody’s helgast einkum
af tapi bankans á hlutabréfaeign í
dönsku skartgripakeðjunni Pandora.
Keðjan var skráð á markað fyrir ári.
Bréf hennar hækkuðu mjög fyrst á
eftir en hafa hrunið á þessu ári. Að
auki veldur hátt hlutfall vandræða-
lána bankans áhyggjum.
Seðlabanki Íslands átti veð í
99,89% hlut í FIH-bankanum til
tryggingar þrautavaraláni sem
Kaupþing fékk hjá Seðlabankanum
í október 2008 að fjárhæð 500 millj-
ónir evra. Seðlabankinn seldi hópi
fjárfesta bankann í fyrra. Söluverðið
nam 670 milljónum evra. Fjárfesta-
hópurinn staðgreiddi 255 milljónir
evra. Greiðsla þess sem eftir stend-
ur, um 415 milljónir evra eða sem
svarar um 66 milljörðum íslenskra
króna, ræðst af gengi bankans fram
til ársloka 2015.
Þegar gengið var frá sölu danska
bankans sagði Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri niðurstöðuna
ágæta miðað við aðstæður. Talsverð
fjárhæð fengist strax í erlendum
gjaldeyri, auk möguleika Seðlabank-
ans að endurheimta veð sitt að fullu.
Stefán Jóhann Stefánsson, upplýs-
ingafulltrúi Seðlabankans, segir að
lítið sé hægt að segja um það fyrr en
2014 og 2015 hvað endanlega fæst út
úr danska bankanum. Það taki mið
af þróun fram að því og stöðu á þeim
tíma.
Jónas Haraldsson
jonas@ frettatiminn.is
Aðalstöðvar FIH-Erhvervsbank í
Kaupmannahöfn. Ljósmynd/FIH
Flestir þeirra sem hafa
ruslatunnur sínar lengra en
fimmtán metra frá götu hér í
borginni hafa kosið að greiða
gjald í stað þess að færa
tunnurnar nær. Þetta segir
Guðmundur B. Friðriksson,
skrifstofustjóri á umhverfis-
og samgöngusviði borgar-
innar. Alls voru 30% heimila
með tunnurnar utan fimmtán metra línunnar og nú eru þau tæp 27%.
„Já, langflestir kjósa að greiða gjaldið sem er 4.000 krónur á tunnu sé ruslið sótt
á 10 daga fresti. Þessi nýja regla hefur skilað þeirri hagræðingu sem við vildum.“
Hefðu fleiri flutt tunnurnar nær götu hefði komið til uppsagna því sorphirðan væri þá
hagkvæmari. - gag
FjárHagsaðstoð ungt Fólk í vanda
Dettur úr skóla og lendir
á bótum frá bænum
a lls 75% þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð af Hafnar-fjarðarbæ eru undir þrítugu.
Flestir þeirra eru á aldrinum 18 til
24 ára eða tveir af hverjum þremur.
„Ungu fólki sem fær fjárhags-
aðstoð hefur fjölgað eftir hrun,“
segir Ingibjörg Jónsdóttir, félags-
fræðingur hjá Félagsþjónustunni í
Hafnarfirði. „Hér áður gátu krakkar
fengið vinnu með tiltölulega auðveld-
um hætti dyttu þeir úr skóla en nú er
það erfiðara sem er alveg nýtt fyrir-
bæri fyrir okkur sem þjóð,“ segir
Ingibjörg. Margt þeirra hafi enga
reynslu af vinnumarkaði og engan
rétt til atvinnuleysisbóta. Þeir sæki
til bæjarins.
„Við erum með átak í gangi að
koma ungu fólki á skólastyrk, þann-
ig að það fari frekar í skóla en sitji
heima, en auðvitað eru alltaf ein-
hverjir sem komast ekki inn í skóla
eða geta ekki ákveðið hvað þeir ætla
að verða.“
Í yfirliti Ingibjargar kemur fram
að 105 konur og 92 karlar fengu
fjárhagsaðstoð hjá bænum í ágúst.
126 þeirra eru einhleypir án barna
og meirihluti þeirra karlar eða 84.
Sjötíu eru einstæðir foreldrar en ein-
ungis ein kjarnafjölskylda þáði fjár-
hagsaðstoð.
Ingibjörg segir ekki fleiri unga
karla en konur þiggja aðstoð. „Hlut-
fallið er alveg jafnt.“ Hins vegar séu
fleiri einstæðir karlar en konur sem
þurfi fjárhagshjálp. „Karlmenn ein-
ir eru hópur sem verður útundan ef
þeir missa fótana.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Fólk undir 24 ára aldri er meira en helmingur allra sem fær fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Það
flosnar úr námi, hefur enga reynslu af atvinnulífinu og á engan rétt á atvinnuleysisbótum.
Ungt fólk sem dettur úr skóla og einhleypir karlar eru stærstu hópar þeirra sem fá
fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Myndin er sviðsett. Mynd/Hari
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar 2000-2010
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
7000
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
Heimild: Hagstofan
4
.6
53
4
.9
39
5.
9
71
6
.3
12
5.
61
3
4
.8
25
4
.5
79
4
.2
80
5.
0
29
5.
9
94
6
.9
10
Alls fengu rétt
rúmlega 900 fleiri
fjárhagsaðstoð hjá
sveitarfélögum í
fyrra miðað við árið
á undan. Frá því árið
2000 hafa á bilinu
4.280 til 6.910 sótt
um fjárhagsaðstoð.
Flestir í fyrra en
fæstir árið 2007.
Fjöldi fjölskyldna
sem leita til sveitar-
félaga hefur þó ekki
stökkbreyst síðustu
ár því árið 2003 sóttu
6.312 fjölskyldur fjárhagsstyrk til sveitarfélaga, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins
vegar má sjá að fjárhæðirnar hafa ríflega þrefaldast. Fóru úr 845 milljónum króna árið
2000 í rétt tæplega þrjá milljarða króna í fyrra. Meðalaðstoð hverrar fjölskyldu fór úr
44 þúsundum árið 2000 í rúm 100 þúsund krónur í fyrra. - gag
Hjálpuðu 900 fleiri fjölskyldum milli ára
Auk sveitarfélaga aðstoða hjálparsamtök þurfandi fjöl-
skyldur. Hér útbúa sjálfboðaliðar Fjölskyldurhjálparinnar
matarpakka. Ljósmynd/Hari
Viltu læra að búa til ís?
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands
stendur fyrir þremur námskeiðum í ísgerð
næstu vikur. Námskeiðin eru öllum opin og
henta jafnt fólki sem starfar við ísgerð sem
og einstaklingum sem vilja prófa sig áfram
með jólaísinn og gera hann enn ljúffengari
og meira spennandi en áður, að því er fram
kemur í tilkynningu skólans. Á námskeið-
unum verður farið í val hráefna og þróun
uppskrifta, auk þess sem þátttakendur fá
að kynnast ísgerð og smakka jafnframt á
afurðunum. Ísbókin, glæný bók um ís, fylgir
með í þátttökugjaldi á námskeiðinu. Fyrsta
námskeiðið verður haldið í Keldnaholti í
Reykjavík 31. október og þau næstu verða í
Sveinbjarnargerði í Eyjafirði 7. nóvember og
á Húsavík 8. nóvember. Leiðbeinandi er Jón
Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur. -jh
Þjóð í svartsýniskasti
Svartsýni hefur aukist hjá lands-
mönnum nú í október en það er svipað
og gerðist á sama tíma í fyrra, að því er
Væntingavísitala Gallup sýnir. Vísitalan
hrapaði um 16,5 stig milli mánaða en
gildi hennar stendur nú í 52,9 stigum
en fór í 69,4 stig í september. Á sama
tíma í fyrra féll vísitalan um nær 36 stig
á milli þessara tveggja mánaða, þ.e. úr
tæplega 68 stigum í 32 stig. Líklegast
er, segir Greining Íslandsbanka, að
þessi lækkun tengist setningu Alþingis
og mótmælum þá. Síðasta árið hefur
vísitalan að meðaltali mælst rúm 58
stig. Hún mælir væntingar neytenda
til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar
vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri
neytendur svartsýnir en bjartsýnir. - jh
6 fréttir Helgin 28.-30. október 2011