Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 8

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 8
Lóð undir álkapla - verksmiðju á Reyðarfirði Félagið ALUCAB hefur fengið lóð undir álkaplaverk- smiðju á Reyðarfirði. Til stendur að kaupa verksmiðju til landsins í heilu lagi, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins. Í héraðsblaðinu Austurglugganum segir að Seyðfirðingar óttist að verksmiðjan sem flytja á til Reyðarfjarðar sé sú sama og þeir hafa lengi reynt að flytja til Seyðisfjarðar. Þar sagði að undirbúningur að álkaplaverksmiðju hefði staðið á Seyðisfirði í fjögur ár en þar bundu menn vonir við að slík verksmiðja skapaði allt að 50 ný störf, spornaði gegn fólksflótta og bætti stöðu bæjarsjóðs. Til stóð að kaupa verksmiðjuna frá Noregi og nýta að hluta húsnæði Síldarvinnslunnar. Sumir fjárfestar töldu hins vegar vænlegra, að því er fram kemur í fréttinni, að verksmiðjan risi við álverið á Reyðarfirði. Þaðan koma álvírarnir sem stendur til að fullvinna. - jh Jazzmessa Söngsveitarinnar Fílharmóníu Fyrstu tónleikar starfsárs Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða í Norður- ljósasal Hörpu næstkomandi sunnudag, 30. október kl. 20. Fyrir hlé verður flutt Jazzmessa fyrir kór og jazzkvartett eftir litháíska tónskáldið Vytautas Miškinis. Eftir hlé verður flutt tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Gers- hwin. Hann er ekki síst þekktur fyrir að hafa blandað saman klassískri tónlist og jazz á áhrifaríkan hátt. Einsöngvarar eru Valdís G. Gregory og Einar Clau- sen. Þrír píanistar koma fram á tónleikunum, Guðríður St. Sigurðardóttir, Árni Heiðar Karlsson og Daði Sverrisson. Þorgrímur Jónsson spilar á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. - jh M örg samtök og stofnanir fylgjast með því sem kirkjan er að gera. Því að kirkjan er þó lengra komin í meðferð sinni á verklagsreglum og siðum gegn kynferðisbrotum en margir aðrir, seg- ir Magnús E. Kristjánsson sóknarprestur. „Stofnanir, almenningur, fjölmiðlar og aðrir þurfa að varpa ljósi á málaflokkinn. Ekki með látum eða tilfinningasemi, heldur verð- ur að tryggja að allir séu öruggir og að ekki sé rými fyrir svona siðleysingja til að at- hafna sig [innan veggja þeirra],“ segir hann. „Ef við eigum börn viljum við að þau séu alls staðar örugg. Við viljum að konur séu alls staðar öruggar og við viljum að ungir drengir og hver sem er séu alls staðar öruggir. Við viljum á vettvangi kirkjunnar vinna að því að fólki líði vel.“ Magnús er formaður nefndar sem kirkjuþing skipaði í sumar eftir birt- ingu rannsóknarskýslunnar um kyn- ferðisbrot Ólafs Skúlasonar biskups og viðbragða kirkjunnar manna við þeim. Hann mun kynna starf nefndarinnar á kirkjuþingi í nóvember; hvaða atriðum sé hægt að bregðast við strax með reglum og gjörðum gegn kynferðisbrotum og hvaða atriði þurfi góða umræðu. „Þess vegna mun- um við leggja til að nefndin starfi í eitt ár til viðbótar.“ Ræðir við Guðrúnu Ebbu Nefndinni er ekki aðeins ætlað að móta við- brögð þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotum heldur á hún einnig í viðræðum við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur um umgjörðina í þessum málum og fébætur. En fagráð kirkjunnar brást þegar hún leitaði til þess og sagði frá því að hún hefði sem barn verið nídd kyn- ferðislega af föður sínum, Ólafi Skúlasyni. Viðræðurnar áttu að halda áfram í þessari viku. „Þessu samtali er ekki lokið,“ segir Magnús. Hann segir nefndina hafa gefið sér góð- an tíma til að ræða við starfsfólk sem vinni að kynferðisbrotamálum. „Kirkjan er hluti af þessu samfélagi og við teljum því mjög gott að eiga gott samstarf við allt það frá- bæra fólk sem hefur verið brautryðjendur í að bæta úr ýmsu hvað varðar þessi mál.“ Guðrún Ebba, sem hafi tekið þátt í að stofna Drekaslóð og sitji í stjórn samtakanna Blátt áfram, sé því ein þeirra. Hann óttast ekki um framtíð kirkjunnar, hún standi sterkari eftir það lærdómsferli sem hún sé í. „Já, maður stendur alltaf sterk- ari á eftir þegar maður er búinn að takast á við vandamál, þótt þau séu erfið, og koma þeim í góðan og eðlilega farveg. Ég er ekki hræddur um að sannleikurinn skemmi fyrir einum eða neinum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Þjóðkirkjan Magnús E. kristinsson prEstur Siðleysingjar fái ekki rými til athafna innan kirkjunnar Formaður nefndar sem vinnur úr rannsóknarskýrslu kirkjunnar vegna kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar biskups vill að nefndin starfi í ár í viðbót. Hann kynnir á Kirkjuþingi hvaða úrbætur kirkjan getur gert strax. Aðrar þurfi frekari skoðun. Rúmlega 4.200 úr kirkjunni á einu ári Alls sögðu 4.242 sig úr þjóðkirkjunni milli áranna 2010 og 2011 og hafa aldrei jafn margir sagt sig úr henni milli ára. Þjóðskrá ætlar ekki að gefa upp fjölda þeirra, sem sagt hafa sig úr kirkjunni frá því að Guðrún Ebba Ólafsdóttir veitti Sjónvarpinu viðtal um reynslu sína af kynferðisofbeldi föður síns, fyrr en um mánaðamótin. Hagstofan birtir tölur um úrsagnir úr þjóðkirkjunni frá árinu 1998 og hefur fólki fækkað hlutfallslega ár frá ári. Árið 1998 voru rétt tæp 90 prósent í þjóð- kirkjunni. Í ár er hlutfallið tæp 78 prósent. - gag Guðrún Ebba Ólafs- dóttir hefur með Elínu Hirst ritað bók um reynslu sína en hún var beitt kyn- ferðisofbeldi af föður sínum. Hún aðstoðar kirkjuna sem er að búa til verklags- reglur og leiðir svo siðleysingjar og barnaníðingar fái ekki þrifist þar. Karl Sigur- björnsson biskup sat í rúmt ár á bréfi Guð- rúnar Ebbu til kirkjuráðs. Hann harmar mistökin. TILBOÐ ELDSNEYTI STAÐIRMITT N1LÍFIÐDEKK NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ Með nýja N1 appinu geturðu keypt eldsneyti með símanum þínum, skoðað færslur og punktastöðu, kynnt þér N1 tilboðin, fundið næstu N1 stöð á korti og jafnvel réttu dekkin eftir bílnúmerinu þínu. Vertu með á nótunum og appaðu þig í gang með N1! HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.