Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Page 12

Fréttatíminn - 28.10.2011, Page 12
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Minnstu heyrnartæki í heimi* Opið hús Á morgun kynnum við ... Laugardaginn 29. október verður opið hús hjá Heyrnartækni frá 12 - 16. Komdu og kynntu þér Intiga - minnstu heyrnartæki í heimi! Fríar heyrnarmælingar. Kaffi og ljúffengar kökur. Gott veður skiptir minna máli fyrir frístundaheimili Voga- skóla nú en áður eftir að það fékk meira pláss innan veggja skólans. Börn á neðri mynd tengjast ekki fréttinni. Mynd/Hari Milljónum getur munað á afskriftum fasteignaskulda samkvæmt svokallaðri 110%-niðurfellingarleið eftir því hvort bankar styðjast við verðmat samkvæmt fasteignamati eða á mati á markaðsvirði eigna. Fasteignasali telur að Landsbank- inn og Íslandsbanki styðjist oftast við fasteignamat en aðrir noti nær eingöngu verðmat. Hann bendir einnig á að staða lána sé fest við áramót en ekki sé skil- greint hvenær miða eigi við virði fast- eignarinnar. „Verðmæti fasteigna á höfuðborgar- svæðinu hefur nú þegar hækkað um tæp 7 prósent að meðaltali frá áramótum fram í september. Það veldur því að eign sem metin var á tuttugu milljónir í janúar 2011 er nú metin á 21,4 milljónir eða 1,4 milljónum meira. Þetta þýðir að lánadrottinn þarf að afskrifa minna en hann hefði þurft að gera um áramótin eða ef hann hefði miðað við fasteignamat sem gildir allt árið,“ segir Sigurbjörn Skarphéðinsson, löggiltur fasteignasali. Hann hefur ritað grein sem lesa má á vefsíðu Fréttatímans. Þar tekur hann dæmi: Sé íbúð metin á tuttugu millj- ónir en skuldir á henni séu 25 milljónir fengjust þrjár milljónir niðurfelldar sé stuðst við fasteignamat en 1,46 milljónir sé stuðst við markaðsvirðið: „Það er aug- ljóst að ekki er um að ræða neina sann- girni í þessu.“ Sigurbjörn bendir einnig á að verðmat íbúðar geti verið misjafnt. „Ég hef séð dæmi þar sem eign var metin af tveimur aðilum og munaði 4,3 milljónum króna á hærra og lægra verðmati eignarinnar.“ Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna benda samtökin fólki á að láta reyna á að stuðst verði við mat hjá Fasteignamati ríkisins (FMR).  Skuldir heimila 110%-leiðin miSárangurSrík eftir reikningSleiðum Milljóna mismunun við niðurfellingu skulda Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Hvað kostar íbúðin? Fasteignaverð hefur hækkað um að jafnaði um sjö prósent á árinu. Börnin fimmtíu of mörg á frístundaheimilinu Bráðabirgðaniðurstaða er fengin vegna frístundaheimilisins við Vogaskóla og nefnd verið skipuð til að leysa málið til framtíðar. Þetta er ekki eina frístundaheimili borgarinnar sem börnunum starfar hætta af, kvikni í. Borgin ætlar ekki að auka eftirlit frá því sem nú er.  fríStundaheimili BráðaBirgðaniðurStaða fram að áramótum e inungis þrjátíu börn að hámarki mega nú vera í kjallara frístundaheimilis Vogaskóla, þar sem áður voru áttatíu börn. Þau mega ekki koma inn á skrifstofur starfs- manna, þar sem engar löglegar útgönguleiðir eru komi upp eldur. Frístundaheimilið fær afnot af skólastofum eftir að almennri kennslu lýkur. Þetta er bráðabirgðaniðurstaða til ára- móta þar sem Slökkvilið höfuð- borgarinnar setti skólanum stólinn fyrir dyrnar og ætlaði að loka heimilinu yrði ekki bætt úr eldvörnum. Áttatíu og eitt barn, þar af átta fötluð, var skráð í vistun á frístundaheimilinu, þar sem lofthæð er einungis 2,17 metrar og ólögleg. Löglegar útgöngu- leiðir vantaði og einungis 75 fermetrar voru ætlaðir til megin- hluta starfseminnar. Börnin voru oftast í leik úti við en upp kom sú staða að þau þurftu öll að hafast við í kjallaranum, til dæmis væri veður vont. „Það er búið að fækka börnum á þessu heimili um helming og þau hafa verið flutt í kennslustofur upp á efri hæðir. Búið er að tryggja flóttaleiðir og öll rými sem ekki hafa verið talin með nógu góðum flóttaleiðum hafa verið tekin úr notkun,“ segir Sigrún Björns- dóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykavíkurborg. Nefnd vinni að framtíðarlausn sem eigi að liggja fyrir um áramót. Annað vanbúið heimili Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk ábendingu um tvö önnur frístundaheimili sem grunur lék á að væru vanbúin eldvörnum. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðsins, segir ekki endanlega búið að vinna úr gögnum eftir heim- sóknir þangað. Forstöðumönn- um heimilanna hafi ekki verið greint frá niðurstöðunum og því geti hann aðeins sagt að annað heimilanna, sem er í Hvassaleit- isskóla, virðist í lagi en á hinu, í Laugarnesskóla, sé lofthæð að hluta of lág eða rétt um tveir metrar. Sigrún segir árlegt eftir- lit standa yfir þessa dagana og þannig brugðist við þessum tíð- indum. „Eldvarnareftirlitið met- ur tíðni og þörf slíkra skoðana.“ Reykjavíkurborg sé ekki kunn- ugt um frístundaheimili sem séu vanbúin varðandi eldvarnir nema í Vogaskóla. „Ef það koma fram athugasemdir þá eru þær lagfærðar í samráði við forvarna- deild slökkviliðsins.“ Skólahús- næði borgarinnar er tekið út áður en það er tekið í notkun af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem og Eldvarnareftirliti. Bjarni segir oft misbrest á því að lokaúttekt fari fram á hús- næði og oft séu úttektirnar gerð- ar eftir teikningu. Í tilfelli Voga- skóla hafi það verið gert og ekki tilgreint í þeim hve lofthæðin var lág. Þá taki slökkviliðið skólana út um haust og þá jafnvel áður en starfsemi frístundaheimila sé hafin og því ekki alltaf skriðið um hvern krók og kima þeirra. Þeim hafi því yfirsést ástandið í Voga- og Laugarnesskóla. Borg- aryfirvöldum beri þó að haga starfi sínu eftir reglum. Áttatíu og eitt barn, þar af átta fötluð, var skráð í vistun á frístunda- heimilinu, þar sem lofthæð er einungis 2,17 metrar og ólögleg. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 12 fréttir Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.