Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 14
Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. H ér varð hrun! Þjóð- in er gjaldþrota! Guð blessi Ísland! Áfall? Getur verið að kreppa þjóðarinnar sé 75 pró- sent hugarfarsleg? Getur verið að hér sé allt í lukkunnar standi, en þjóðin taki bara ekki eftir því, upplifi það ekki. Já eða hún upplifi það en stjórnmálamenn al- mennt viti ekki af því? Tja, 25 prósent efna- hagslegt og 75 prósent hugarfarslegt, sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Hardtalk á BBC um miðjan mánuðinn. Þórhallur Örn Guðlaugsson, markaðs- fræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að neita því, að sumt fólk sé í miklum vanda. „Fyrir suma er vandinn alveg örugglega algjör og fólk berst við að eiga í sig og á. Þar er ekkert um það að ræða að raunvandinn sé 25 prósent. Hann er 100 prósent. Svo er fólk á hinum endanum, sem er í raun ekki í neinu klandri en talar þannig. Svo þegar fólk er spurt hvort það hafi lent í slíku neitar það en segir að það þekki fólk sem hafi lent í vanda,“ segir hann. „Það er því hægt að blása erfiðleikana upp með afstöðu sinni. Það er engin spurning. En [kröggurnar sem fólk upplifir] er ekki ímyndun heldur ímynd. Ef fólk upplifir tóma erfiðleika í kringum sig verður það ímynd þess á stöðu samfélagsins. Þótt það sjálft eigi hugsanlega ekki í miklum vanda.“ Þórkatla Aðalsteinsdóttir er sálfræðing- ur hjá sálfræðistofunni Lífi og sál: „Það er kannski ekkert sérlega jákvætt að segja um heila þjóð að hún sé í hugarfarslegri kreppu,“ segir hún: „En áföll sem dynja á einni þjóð, eins og efnahagshrunið gerði, hafa auðvitað áhrif á hugarfar mjög margra. Þetta er svona sameiginleg reynsla sem við eigum. Hún var mjög erfið þegar framtíðin var óviss og við vissum ekki hvað yrði um okkar sjálfstæði, afkomu okkar og hvað yrði um börnin okkar. Það mótar fólk og tekur tíma að jafna sig á því. Svo er sagt, og búið að athuga, að áföll draga bæði fram það versta og besta í fólki. Það ber í brestina en við finnum líka styrk- leika sem við vissum ekki að við hefðum. Og við skiptum um skoðun og mat á ýmsu; sýn- um æðruleysi. Það var mikið talað um það eftir hrun að gildin hefðu breyst. Fólk pældi meira í því um hvað lífið snýst.“ Vandi þjóðarinnar ekki ímyndun heldur ímynd Reiður, syrgjandi, óhamingjusamur, neikvæður, súr, sáttur, glaður, jákvæður, hamingju-samur. Getur verið að kreppan sem landinn berst nú við sé í hausnum á honum. Ætli efnahagsvandinn sé 75 prósent hugarfarslegur, eins og fjármálaráðherra sagði. Svartsýni og bjartsýni eru ákvarðanir, segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Þórhallur Örn Guðlaugsson markaðsfræðingur segir mikilvægt að lifa í lausninni ekki vandamálinu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir tók púlsinn á efnahagshugarfarskreppu þjóðarinnar. Hvernig hefur þú það? Ertu reiður þegar þú ættir að vera hamingju- samur? Dapur þegar þú ættir að vera hress? Súr þegar þú ættir að vera sáttur? Íslenska þjóðin hefur ekki eitt sálar- tetur heldur 318 þúsund. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 14 fréttaskýring Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.