Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 16

Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 16
Þórkatla segir að reynsla Íslendinga af hruninu geti haft margra ára áhrif. „Sérstaklega vegna þess að í kjölfar þessa stóra áfalls hafa komið fleiri áföll. Nefna má uppsagnir. Fólk sér að það eru ennþá erfiðleik- ar og þrengingar. Þetta er þunnur ís strax eftir stórt áfall. Þegar eitthvað bjátar á er hætta á að maður stígi í gegn. Upplifunin verður sú að allt sé á niðurleið og okkur takist þetta aldrei. Svartsýnisraddirnar ná sér á strik.“ Meiri áhyggjur, minni hamingja Nú er það svart. Hamingjan er á niðurleið og áhyggjurnar á uppleið. Fyrir mánuði fundu tæplega sjö prósent þjóðarinn- ar fyrir miklum áhyggjum og/ eða lítilli hamingju. Í vikunni voru það tæp tíu prósent. Það er líka sveif lukennt hverjir finna fyrir litlum áhyggjum og mikilli hamingju. Síðustu tvær vikur hafa fjörutíu af hundrað ekki fundið fyrir áhyggjum og verið hamingju- samir en nú fækkar þeim um tæp tvö prósentustig. Það er samkvæmt mælingum Capacent á andlegri líðan þar sem úrtakið er 400 manns og spurt er í hverri viku. Bent hefur verið á að þetta sé sama þróun og í fyrra. En obb, bobb, bobb, þegar horft er til lengri tíma er ástandið bara bjart, því í byrjun apríl fundu aðeins 28 prósent fyrir litlum áhyggjum og ham- ingju og því finna tíu prósentustig fyrir meiri hamingju og minni áhyggjum en þá. Svona er hægt að snúa hlutunum á hvolf. Nú þegar rétt er búið að segja þjóð- inni frá því að hún sé að koðna niður undan skammdeginu fáum við fréttir um að Íslendingar séu í öðru sæti þeirra þjóða sem búa við hvað mesta velmeg- un og hamingju. Það sýnir rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu, OECD, sem er stofnun fjörutíu þjóða. „Hvernig hefur þú það? “ er nafn skýrslunnar sem sýnir að þrátt fyrir kreppu, skuldir, lánaleysi og hreðjatak banka á fyrirtækjum kemur landinn vel út. Til dæmis telja 98 af 100 að þeir þekki einhvern sem þeir geti treyst á í neyð. Það hlutfall er hvergi hærra inn- an OECD-ríkja. 81 af 100 Íslendingum segist vera heilsuhraustur og 83 af 100 segja að þeir eigi ánægjulegar upplifan- ir dagsdaglega, sem er ellefu prósentu- stigum yfir meðaltali í OECD-ríkjum. Þá mælist samkennd mikil í íslensku samfélagi. Ósanngjörn og kröfuhörð Tekur bara enginn eftir því góða? Erum við bara ósanngjörn í garð ráðamanna. „Ég hef kannski ekkert voða mikið vit á því,“ svarar Þórkatla þegar stórt er spurt. „En ég hef fundið til með ráða- mönnum að vera með þetta risastóra verkefni. Ég er þeirrar skoðunar að fólk sé alltaf að reyna að gera sitt besta þeg- ar það fæst við stór verkefni. Kannski erum við ósanngjörn í kröfum okkar á hvað þetta á að ganga allt hratt og vel og svo framvegis. Ég held að það sé mjög vandlifað að vera við stjórnvölinn núna af því að það er svo margt nýtt og við höfum ekki reynslu af því hvað þarf að gera til að fá hlutina til að virka. Þann- ig að já – ég heyri að við séum svolítið ósanngjörn í garð stjórnenda, þó að ég ætli ekki að mæla gegn því að auðvitað þurfa allir stjórnendur aðhald og í öllum hópum þarf að vera stjórnarandstaða. Mér hefur stundum fundist á Alþingi að fólk sé uppteknara af því að berja í brestina. Ég hef saknað þess að sjá ekki fólk snúa bökum saman í að hjálpa þjóðinni út úr þessu.“ Þórhallur tekur við: „Auðvitað bland- ast inn í þetta pólitík. Til er fyrirbæri sem kallast pólitísk hegðun, sem er skilgreind sem viðleitni einstaklings til að vinna eigin hugmyndum brautar- gengi og koma í veg fyrir að andstæð sjónarmið nái fram að ganga. Í stjórn- málum er það þannig að meirihluti á hverjum tíma hefur hag af því að tala þannig að allt sé í góðu lagi og allir ánægðir á meðan minnihlutinn hefur hag af því að tala sem allt sé í kalda koli og allir óánægðir. Öll umræða er svo undir þessu. Það sést því að menn haga seglum eftir vindi þegar þeir tala um efnahagsmál,“ segir hann. „Auðvitað er ekki allt gott sem stjórn- in gerir. Margt er umdeilt og hægt að fara aðrar leiðir. Auðvitað er verið að nýta aðstæður til að koma pólitískum hugðarefnum til leiðar sem eru ekki endilega nauðsynlegar – eins og at- vinnulífið gagnrýnir,“ segir hann. „Sem dæmi þá er allt fullt af peningum hérna. Hugarfarskreppa Hættum að tönglast á hruninu En, hér varð hrun! Þrátt fyrir það eru meðaltekjur Íslendinga yfir meðallagi meðal OECD-ríkja. Mun fleiri hafa vinnu en í öðrum löndum OECD og Íslendingar vinna styttri daga en meðalmaðurinn í OECD (sem er hópur 40 ríkja, allt frá Suður-Afríku til flestra Vesturlanda). Við landsmenn getum líka búist við að lifa tveimur árum lengur en meðaltal OECD og við öndum að okkur betra lofti. Þetta er glæný skýrsla! En gögnin sum gömul. Þau eru að hluta til frá árinu 2008 og ekki getið hvort þau séu fyrir eða eftir hrun. Við því fengust ekki svör en ætli lífslíkurnar hafi styst mikið á þessum þremur árum? Þórkatla segir að það geti haft áhrif á bata þjóðarinnar eftir efnahagshrunið að tönglast sífellt á því að hér hafi orðið hrun. „Já, það hefur áhrif á batann. Nú mæli ég ekki með því að við förum í afneitun á því sem gerðist en ef við tölum endalaust um hrunið verður það svo nálægt okkur í tíma. Þá fáum við svo lítið tækifæri til þess að búa til nýja sögu – með því að rifja upp hvað við höfum gert síðan, á hverju við höfum sigrast og hvað við séum að gera núna; Búa til nýja sögu, svo okkur geti farið að líða betur og við getum aftur orðið bjartsýn og fengið kjark til að halda áfram,“ segir hún. „Já, já, við erum enn að borga fyrir þetta hrun. En mér finnst það ekki hjálpa að vera alltaf að tala um það. Ég held að það hjálpi bara ekki neitt að vera alltaf að tala um að við lentum í hruni og að hér varð hrun. Ég held að það sé mikið betra að tala um verkefnin og hvernig við ætlum að leysa þau.“ „Svartsýni og bjartsýni eru ákvarðanir. Þær byggja ekki á neinum staðreyndum. Það er aðeins spurning hvort við ákveðum að trúa því að allt fari á besta veg eða hvort við ákveðum að trúa því að allt sé á leiðinni til andskotans.“ Þórkatla Aðalsteinsdóttir. 16 fréttaskýring Helgin 28.-30. október 2011 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Það er alltaf nóg að gera! Borgun gerir það eins auðvelt og hægt er. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.