Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 20

Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 20
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Sena er í viðskiptum hjá okkur Björn Sigurðsson og félagar hjá Senu sjá Íslendingum fyrir nýrri tónlist, kvikmyndum, tölvuleikjum og fjölbreyttri skemmtun árið um kring. Síminn stoppar ekki, hjólin snúast, ný tækifæri bjóðast og nýtt samstarf verður til. Þannig gerast hlutirnir. Þess vegna er Sena í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A B ónus býður enn upp á ódýrustu matar-körfuna. Þá niðurstöðu sýna fjölmarg-ar kannanir á síðustu árum. Í vikunni athugaði ég verð á sömu 19 vöruflokkum og DV athugaði árið 2001. Reyndar athugaði DV líka verðið á Frigg Maraþon þvottaefni, en ég fann það ekki í Bónus núna. Þá var hálfs lítra Appelsínið í dós árið 2001 en í plastflösku árið 2011. Að öðru leyti var allt eins. Allt hefur hækkað Eins og við var að búast hefur allt hækkað á þessum tíu árum. Um er að ræða 68.7 pró- sent hækkun á heildar körfunni. Mest hefur hveiti hækkað, um heil 285,7 prósent. Púðursykur, lyftiduft og Toro sósa hefur hækkað mikið og kaffið líka, um 88,5 prósent. Eitthvað má skýra hækk- unina með genginu – og þó. Í nóvember 2001 var gengi erlendra gjaldmiðla nefnilega frekar hátt: Einn dollari var á 110 krónur (er 114 krónur í dag) og eitt pund á 156 krónur (er á 183 krónur í dag). Evran var reyndar lág, ein evra var á 97 krónur, en er á 159 krónur í dag. Á næstu tíu árum fóru allir þessir gjaldmiðl- ar í hressilega rússibanaferð upp og niður. Lægst fór dollarinn í 58.5 krónur, en hæst í 148 krónur – þökk sé hinni ofursveigjanlegu íslensku krónu. Heimsmarkaðsverð á flestum hrávöruteg- undum – þá sérstaklega hveiti – hefur einnig hækkað ofboðslega á þessum tíu árum. Við höfum það betra – ef við höfum vinnu Þessi hækkun á matarkörfunni upp á 68,7 prósent er þó ekki eins hræðileg og halda mætti, því á móti kemur að laun hafa hækkað mikið á þessum tíu árum – hvort sem þú trúir því eða ekki. Hagstofan heldur utan um launaþróunina. Miðað við þeirra út- reikninga hefur launavísitalan hækk- að um heil 109,1 prósent frá nóvem- ber 2001 til september 2011. Árið 2001 voru meðallaun lands- manna 202.000 krónur, en árið 2010 (sem er nýjasta árið sem Hagstof- an gefur upp tölur um meðallaun fyrir) voru meðallaunin 381.000 krónur. Þetta er hækkun upp á 88,6 prósent, en eins og áður segir hækkaði matarkarfan um 68,7 prósent. Hér munar 20 prósent. Niðurstaðan er því þessi: Við höfum það aðeins betra. Að minnsta kosti er aðeins ódýrara að kaupa í matinn hlutfallslega miðað við laun nú, en árið 2001. Eitt má þó ekki gleymast. Atvinnuleysi var að jafnaði var 1,4 prósent á mánuði árið 2001, en var 6,6 prósent núna í september. Talsmaður neytenda slær varnagla Ég bar niðurstöður könn- unarinnar undir Gísla Tryggvason, talsmann neyt- enda. „Þetta er athyglisverður samanburður,“ segir hann. „Ef útreikningarnir eru réttir hef- ur hlutfall svona matarkörfu af útgjöldum neytenda vissulega lækkað, en á sama tíma hefur kostnaður við umfangsmikla liði á borð við húsnæði og bifreið stóraukist eins og fleiri stórir lið- ir, meðal annars símakostnaður. Gísli efast um að lífskjör séu betri nú en þau voru fyrir tíu árum. „Hvað sem matarkörfunni líður þá held ég að sú ályktun sé ekki rétt almennt,“ segir hann. „Við þurfum að lifa sjálfbært í þeim skilningi að væntanlegar lífskjarabæt- ur eigi innistæðu en séu ekki teknar að láni, hvað þá okurláni. Fyrri hluta tíu ára tímabils- ins varð mikil – fölsk – lífskjaraaukning, sem svo hrundi. Nú er greiðslubyrði þeirra sem skulda, til dæmis húsnæðis- og bifreiðalán, mun hærri að jafnaði. Fjármagnskostnaður er sennilega sá kostnaðarliður sem gefur mest sóknarfæri fyrir íslenska neytendur, ef svo má segja.“ Dr. Gunni ritstjorn@frettatiminn.is Matarkarfan - 10 árum síðar Bónus 19. nóvember 2001 Bónus 25. október 2011 Hækkun í prósentum Myllu heimilisbrauð 169 295 74,5% Pringles Original 169 215 27,2% Cocoa Puffs 369 471 27,6% Toro villt sósa 59 165 179,6% Egils appelsín 1/2 l dós 83 115 38,5% Maxwell House kaffi 339 639 88,5% DDS púðursykur 75 196 161,3% Kotasæla, stór dós 205 347 69,3% Kornax hveiti, 2 kg 77 297 285,7% Fjörmjólk 1 l 88 129 46,6% Súrmjólk 95 167 75,8% Royal lyftiduft 239 549 129,7% 1 peli rjómi 151 204 35,1% Tómatar í lausu, 1 kg 159 295 85,5% Camenbert 215 354 64,5% Paprika, græn 1 kg 259 285 10,0% Agúrkur, 1 kg 249 382 53,4% Kiwi 1 kg 239 359 50,2% SAMTALS: 3239 5464 68,7% Þá nagandi tilfinningu kannast eflaust flestir við að allt hafi hækkað mikið á síðustu misserum og þá ekki síst matvörur. Þann 20. nóvember árið 2001 birti DV verðkönnun á hinni týpísku matarkörfu. Að vanda var karfan ódýrust í Bónus. Dr. Gunni tók sig til og gerði samskonar verðkönnun 10 árum síðar og rýndi í niðurstöðurnar. Matarkarfan hefur hækkað um 68,7 prósent frá 2001 en launavísitalan hefur á sama tíma hækkað um 109,1 prósent. 20 úttekt Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.